139-Afgreiðslur byggingarfulltrúa

  1. fundur afgreiðslna byggingarfulltrúa

haldinn  á skrifstofu byggingarfulltrúa, 24. ágúst 2017

og hófst hann kl. 14:30

 

Fundinn sátu:

Gunnar S. Ragnarsson skipulags- og byggingfulltrúi og Bjarni Kr Þorsteinsson slökkviliðsstjóri.

Fundargerð ritaði:  Gunnar S. Ragnarsson Byggingarfulltrúi

 

Dagskrá:Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 139

 

1.   Sólbakki 25 lnr. 187481 – Byggingarleyfi, geymsla – 1708015
Landnr: 187481
Umsækjandi: Ómar Pétursson, kt.050571-5569, sækir um fyrir hönd Gúnda G.K. ehf., kt.641110-0350.
Erindi: Sótt er um byggingarleyfi fyrir byggingu geymslu við suðvestur enda iðnaðarhúsnæðis að Sólbakka 25 samkv. uppdráttum frá Nýhönnun dags: 17.07.2017.
Stærðir 231,5 m2 og 1.304,0 m3
Hönnuður: Ómar Pétursson, kt: 050571-5569
Erindið er samþykkt með fyrirvara um að samþykki berist frá eigendum aðliggjandi húsnæðis, Sólbakka 25. Byggingarfulltrúa falið að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum sbr.gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með áorðnum breytingum.
2.   Digranesgata 4 lnr. 190229 – byggingarleyfi, verslun og þjónusta – 1708023
Landnr: 190229
Umsækjandi: Borgarland ehf., kt.470600-2840.
Erindi: Sótt er um byggingarleyfi fyrir nýbyggingu
á einni hæð við Digranesgötu 4. Byggingunni er ætlað að hýsa smávöruverslun með lager, skyndibitastöðum, almenningsalerni ásamt salernum fyri hreyfihamlaða. Um er að ræða fyrri áfanga af tveimur í uppbyggingu á lóðinni að Digranesgötu 4, samkv. uppdráttum frá Sigurði Harðarsyni, kt. 030446-3999, dags. 06.07.2017.
Stærðir: 1026,8 m2 og 4.988,502 m3
Hönnuður: Sigurður Harðarson, kt. 030446-3999.
Erindið er samþykkt með fyrirvara um að frekari útfærsla á frágangi lóðar með tilliti til aðkomu slökkviliðs við bygginguna berist. Byggingarfulltrúa falið að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum sbr.gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með áorðnum breytingum.
3.   Lambastaðir lnr.135963 – byggingarleyfi, viðbygging fjós – 1708042
Landnr: 135963
Umsækjandi: Ásta Skúladóttir, kt. 020168-2939.
Erindi: Sótt er um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við núverandi fjós fyrir geldneyti á jörðinni Lambastaðir, samkv. uppdráttum frá Sæmundi Óskarssyni, kt. 180160-3139, dags. 24.06.2017.
Stærðir: 173 m2 og 498,0 m3
Hönnuður: Sæmundur Óskarsson, kt. 180160-3109.
Erindið er samþykkt. Byggingarfulltrúa falið að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum sbr.gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með áorðnum breytingum.
4.   Gunnlaugsgata 13 lnr.135648 – byggingarleyfi, viðbygging, breytingar – 1708045
Landnr: 135648
Umsækjandi: Pálmi Þór Sævarsson, kt. 290681-3169 sækir um fyrir hönd Borgarbyggðar, kt. 510694-2289.
Erindi: Sótt er um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við Grunnskólan að Gunnlaugsgötu 14, samkv. uppdráttum frá Zeppelin Arkitektum, kt. 621097-2109, dags. 30.06.2017.
Um er að ræða viðbyggingu við norðvesturhluta skólans. Í viðbyggingunni verða matsalur og tilheyrandi mötuneytiseldhús ásamt kennslurýmum. Einnig er sótt um breyta innra skipulagi skólans, að fimmta eða nýjasta hluta hans og einnig um leyfi til að rífa gamla íþróttahúsið sem nú er notað undir smíðakennslu og svalir fyrir ofan innganginn á miðstigið.
Á fundi byggingarnefndar Grunnskólans í Borgarnesi sem haldinn var þann 23.8.1017 var samþykkt að hætta við þá breytingu sem búið var að samþykkja hjá Umhverfis- skipulags-og landbúnaðarnefnd, að síkka glugga á kennarastofu skólans og á skrifstofum við hliðina á kennarastofunni.
Stærðir: 561,9 m2
Hönnuður: Orri Arnason, kt. 080864-5749.
Erindið er samþykkt. Byggingarfulltrúa falið að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum sbr.gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með áorðnum breytingum.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:45

 

 

Gunnar S. Ragnarsson, (sign)   Bjarni Kr Þorsteinsson, (sign)