138-Afgreiðslur byggingarfulltrúa

  1. fundur afgreiðslna byggingarfulltrúa

haldinn  á skrifstofu byggingarfulltrúa, 3. ágúst 2017

og hófst hann kl. 13:00

 

Fundinn sátu:

Gunnar S. Ragnarsson skipulags- og byggingfulltrúi, Bjarni Kr Þorsteinsson slökkviliðsstjóri og Guðrún S. Hilmisdóttir forstöðumaður framkv.sviðs.

Fundargerð ritaði:  Gunnar S. Ragnarsson Byggingarfulltrúi

Dagskrá:Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 138

 

1.   Laufskálar, lnr. 134892 – byggingarleyfi, gróðurhús – 1708005
Landno: 134892
Umsækjandi: Kolfinna Þórarinsdóttir, kt. 280151-4329.
Erindi: Sótt er um byggingarleyfi fyrir gróðurhúsi á Laufskálum, samkv. teikningu frá Hreggviði Guðgeirssyni, dags mars.1970.
Tekið er vel í erindið. Erindinu er hafnað þar sem innsend hönnunargögn eru ófullnægjandi og óskað eftir fullnægjandi hönnunargögnum frá umsækjanda.
2.   Laxárholt 2, lnr.136017- byggingarleyfi, viðbygging við fjós. – 1707050
Landno: 136017
Umsækjandi: Unnsteinn Smári Jóhannesson, kt. 290860-5789.
Erindi: Sótt er um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við núverandi fjós að Laxárholti 2, samkv. uppdráttum frá Sæmundi Óskarssyni, kt. 180160-3109, dags 24.06.2017.
Stærðir fyrir breytingu: 946,0 m2
Stærðir eftir breytingu: 1445,0 m2 og 4751,320 m3
Hönnuður: Sæmundur Óskarsson, kt. 180160-3109.
Erindið er samþykkt. Byggingarfulltrúa falið að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum sbr.gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með áorðnum breytingum.
3.   Kálfhólabyggð 33 lnr. 135145 – byggingarleyfi, stöðuleyfi – 1611372
Landno: 135145
Umsækjandi: Sigurrós Tafjord, kt. 210161-3339.
Erindi: Sótt er um stöðuleyfi fyrir hjólhýsi ásamt því að setja niður geymsluskúr, timburverönd og rotþró, að Kálfhólabyggð 33 í landi Stóra Fjalls, samkv. afstöðumynd frá umsækjanda.
Erindið er samþykkt þar sem liggur fyrir samþykki landeigenda.
4.   Egilsgata 6 – byggingarleyfi, endurnýjuð umsókn – 1510003
Landnr: 135598
Umsækjandi: Gunnar Jónsson, kt:020560-4690 og Helga Halldórsdóttir, kt:0200962-7399, sækja um fyrir hönd Egils Guesthouse ehf., kt:651010-0550.
Erindi: Sótt er um byggingarleyfi fyrir þremur studio íbúðum á neðri hæð hússins og breytingum á efri hæð hússins að Egilsgötu 6 í Borgarnesi, samkv. uppdráttum Ragnars M. Ragnarssonar, kt:200373-5109 dags: 05.02.2013.
Stærðir: 181,2 m² og 550,9 m³.
Hönnuður: Ragnar M. Ragnarsson, kt: 200373-5109.Bókun frá 142. fundi Sveitarstjórnar Borgarbyggðar, dags 9.06.2016.

Lögð fram drög að svörum við athugasemdum sem bárust vegna grenndarkynningu sem lauk 26. febrúar 2016. Tvær athugasemdir bárust frá samtals 4 aðilum: Þorsteini Mána Árnasyni, Sigurði Þorsteinssyni, Bjarna Kristni Þorsteinssyni og Unnsteini Þorsteinssyni.
Sveitarstjórn samþykkir framlögð drög að svörum við athugasemdum og felur skipulags- og byggingarfulltrúi að gefa út byggingarleyfi.
Samþykkt samhljóða.

Við afgreiðslu málsins vék Bjarni Kr. Þorsteinsson af fundi vegna tengsla við málið og inn kom Guðrún Hilmisdóttir við afgreiðslu málsins.
Erindið er samþykkt. Byggingarfulltrúa falið að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum sbr.gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með áorðnum breytingum.
5.   Neshagi 6 lnr. 218171 – byggingarleyfi, sumarhús – 1705182
Bókun frá fundi 135 Afgreiðslufundi byggingrafultrúa, dags 21. júní 2017.
Landnr:218171
Umsækjandi: Svava Björk Jónsdóttir, kt:281278-2239 sækir um fyrir hönd Andra Karlssonar, kt:040169-4239.
Erindi: Sótt er um byggingarleyfi fyrir byggingu 2ja hæða frístundahúsi á lóðinni Neshaga 6, samkv. uppdráttum frá Svövu Björk Jónsdóttur, kt:281278-2239, dags: 21.05.2017.
Stærðir: 134,9 m2 og 422,001 m3.
Hönnuður: Svava Björk Jónsdóttir, kt:281278-2239.Tekið er vel í erindið og samþykkt að grenndarkynna fyrir nærliggjandi jörðum. Grenndarkynnt verður fyrir Þorgautsstöðum I og II, Háafelli og Hvítárnesi. Einnig þarf að gera betur grein fyrir flóttaleiðum af efri hæð hússins.
Erindið er samþykkt þar sem ný gögn hafa borist er varða flóttaleiðir og samþykki eigenda nærliggjandi jarða. Byggingarfulltrúa falið að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum sbr.gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með áorðnum breytingum.
 Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 14:00