137-Afgreiðslur byggingarfulltrúa

  1. fundur afgreiðslna byggingarfulltrúa

haldinn  á skrifstofu byggingarfulltrúa, 24. júlí 2017

og hófst hann kl. 09:00

Fundinn sátu:

Gunnar S. Ragnarsson skipulags- og byggingfulltrúi og Bjarni Kr Þorsteinsson slökkviliðsstjóri.

Fundargerð ritaði:  Gunnar S. Ragnarsson Byggingarfulltrúi

 

Dagskrá:Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 137

 

1.   Brókarstígur 13 lnr.177300 – byggingarleyfi, sumarhús – 1707032
Landnr:177300
Umsækjandi: Stefán Ari Guðmundsson, kt:210675-3539.
Erindi: Sótt er um byggingarleyfi fyrir byggingu sumarhúss á lóðinni Brókarstíg 13 við Selborgir.
Gert er ráð fyrir að hefja framkvæmdir við byggingu húsinns sumarið 2018. Sótt er um leyfi til að hefja framkvæmdir við jarðvegsskipti þar sem húsið á að vera ásamt þvi að koma fyrir rotþró núna sumarið 2017
Erindinu er hafnað þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi.
2.   Einifell lnr. 134859 – byggingarleyfi, vélaskemma – 1706009
Landnr: 134859
Umsækjandi: Þorsteinn Hallgrímsson, kt: 201160-4059 og Auður Egilsdóttir, kt: 020359-3239
Erindi: Sótt er um leyfi til að byggja nýja vélaskemmu/verkfærageymslu á Einifelli í Borgarbyggð.
Skemman verður bárujárnsklætt timburhús á steyptum sökkli og plötu.
Erindinu er hafnað þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi.
3.   Stóraborg 11 – byggingarleyfi – 1610072
Landnr:191573
Umsækjandi: Edda Rut Þorvaldsdóttir kt: 011086-2419
Erindi: Sótt er um endurnýjun á byggingarleyfisumsókn nr.BN120110. Bókun frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 23. maí 2012.
Á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa hinn 23. maí 2012 var lögð fram umsókn yðar dagsett 17. maí 2012.Fundarefni:Þorvaldur Björnsson f.h. lóðarhafa sækir um leyfi til að byggja sumarhús á lóð nr. 11 við Stóruborg í landi Eskiholts 2, samkv. umsókn dags. 17. maí 2012 og meðf. teikn. frá Teiknistofunni Arkitektum Reykjavík.
Stærðir: 36,0 m² 102,6 m³.
Bókun afgreiðslufundar:Samþykkt.Gjöld vegna umsóknarinnar eru: Álögð gjöld 90.602 kr. Meðfylgjandi er reikningur fyrir álögðum gjöldum vegna umsóknar.
Erindið er samþykkt. Byggingarfulltrúa falið að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum sbr.gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með áorðnum breytingum.
 Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30