133-Afgreiðslur byggingarfulltrúa

  1. fundur afgreiðslna byggingarfulltrúa

haldinn  á skrifstofu byggingarfulltrúa, 18. maí 2017

og hófst hann kl. 14:00

 

Fundinn sátu:

Gunnar S. Ragnarsson skipulags- og byggingfulltrúi og Bjarni Kr Þorsteinsson slökkviliðsstjóri.

Fundargerð ritaði:  Gunnar S. Ragnarsson Byggingarfulltrúi

Dagskrá:Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 133

 

1.   Laxárholt 2, lnr.136017 – byggingarleyfi, fjósstækkun – 1705013
Landnr: 136017
Umsækjandi: Unnsteinn Smári Jóhannsson kt.290861-5789.
Erindi: Sótt er um leyfi, 1.áfangi 2017 er að breikka vesturhlið fjósbyggingarinnar um fimm metra og byggja mjólkurhús við. 2. og 3. áfangi hafa engan ákveðinn tímaramma heldur aðeins hugsað til framtíðar. Þá er áætlunin að bæta við einu sperrubili til norðurs og breikka fjósið til austurs., samkv. teikningu frá Sigurði Jóhannsyni. kt:070952-3839, dags: apríl 2017.
Umsókn um byggingarleyfi er hafnað. Innsend hönnunargögn eru ekki fullnægjandi og undirritaður hönnuður er ekki með löggildingu hönnuðar hjá Mannvirkjastofnun.
2.   Refsstaðir lnr.134510 – byggingarleyfi, breyting – 1705060
Landnr: 134510
Umsækjandi: Anna Lísa Hilmarsdóttir, kt:090675-5839.
Erindi: Óskað er eftir leyfi til að breyta Véla/verkfærageymsla og hlöðu á landinu í gestahús, samkv. uppdráttum frá Svövu Björk Jónsdóttur, kt:281278-2239, dags: 08.05.2017. Húsnæðin hafa ekki verið í notkun um áraraðir.
Hönnuður: Svava Björk Jónsdóttir, kt: 281278-2239.
Erindið er samþykkt með fyrirvara um að leiðrétt gögn berist er varða númer mhl. og gerð grein fyrir notkun háalofts og glugga sem þar er sýndur.
einnig þarf betur að koma fram stærðir björgunaropa. Eftir að leiðrétt gögn berast verður Byggingarfulltrúa falið að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum sbr.gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með áorðnum breytingum.
3.   Geitland v. Langjökul lnr. 172945 – Stöðuleyfi, bogahýsi – 1705059
Landnr: 172945
Umsækjandi: Haukur Herbertsson, kt:150481-5549 sækir um fyrir hönd Skálpa ehf. kt: 550206-1290.
Erindi: Sótt er um stöðuleyfi fyrir bogahýsi, 5 metra breitt og 30 metra langt. Bogahýsið yrði færanlegt og fjarlægjanlegt með lítilli fyrirhöfn. Ekkert jarðrask verður við komu hýsisins. Gildistími stöðuleyfis er frá 01.07.2017-01.07.2018. Bogahýsið yrði staðsett austan megin á lóðinni, nálægt lóðarmörkum.
Stærðir: 150 m2.
Erindinu er frestað og óskað eftir nánari upplýsingum varðandi grundun, byggingarefni, upplýsingum varðandi útlit og fyrirhugaða notkun hússins.
4.   Engjavegur 5, lnr. 203055 – byggingarleyfi, reiðskemma – 1705112
Landnr: 203056
Umsækjandi: Ómar Pétursson, kt:050571-5569.
Erindi: Sótt er um leyfi fyrir byggingu reiðskemmu við hesthús að Engjavegi 5 á Hvanneyri. Byggingaráform samræmast í einu og öllu skilmálum deiliskipulags fyrir svæðið sem verið er að ganga frá. , samkv. uppdráttum frá Nýhönnun ehf. kt:640306-2110, dags: 10.05.2017.
Stærðir: 184,1 m2 og 652,340 m3.
Hönnuður: Ómar Pétursson, kt:050571-5569.
Tekið er vel í erindið, afgreiðslu byggingarleyfis frestað þar til að samþykkt deiliskipulag liggur fyrir.
5.   Hrísnes, lnr. 220322 – byggingarleyfi, hesthús – 1705113
Landnr: 220322
Umsækjandi: Sigurjón Svavarsson, kt:030179-3239 og Halldóra Jónasdóttir, kt:130577-4829.
Erindi: Sótt er um byggingarleyfi fyrir 164m2 hesthúsi að Hrísnesi, samkv. uppdráttum frá TSÓ Tækniþjónustunni ehf. kt:601200-2440, dags: 20.06.2016.
Stærðir: 164 m2 og 576 m3.
Hönnuður: Sæmundur Óskarsson, kt: 180160-3109.
Erindið er samþykkt með fyrirvara um að ný gögn berist er varða brunaviðvörun sem sýnd verða á teikningu og að sá búnaður henti til notkunar í gripahúsum með tilliti til ryks og óhreininda.
6.   Húsafell 3, lnr. 134495 – byggingarleyfi, starfsmannaíbúðir – 1705114
Landnr: 134570
Umsækjandi: Húsafell Resort ehf. kt:500214-0740.
Erindi: Sótt er um byggingarleyfi fyrir starfsmannaíbúðum við Lambhúsalind í Húsafelli , samkv. uppdráttum frá Nýhönnun ehf. kt:640306-2110, dags: 28.02.2017.
Stærðir: 280,6 m2 og 679,620 m3.
Hönnuður: Ómar Pétursson, kt: 050571-5569.
Erindið er samþykkt. Byggingarfulltrúa falið að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum sbr.gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með áorðnum breytingum.
7.   Hvítárskógur 11 lnr. 195327 – byggingarleyfi, frístundahús – 1704211
Landnr: 195327
Umsækjandi: Pétur Hrafn Ármannssson, kt:290861-2259, sækir um fyrir hönd Snæból ehf. kt:670704-2460.
Erindi: Sótt er um byggingarleyfi fyrir sumarhúsi að Hvításkógum 11 í Húsafelli, samkv. uppdráttum frá Pétri H. Ármannsyni,290861-2259, dags: 30.03.2017.
Stærðir: 53,9 m2 og 125,120 m3.
Hönnuður: Pétur Hrafn Ármannssson, kt:290861-2259.
Erindið er samþykkt. Byggingarfulltrúa falið að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum sbr.gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með áorðnum breytingum.
8.   Hvítárskógur 13 lnr. 195329 – byggingarleyfi, frístundahús – 1704212
Landnr: 195329
Umsækjandi: Pétur Hrafn Ármannssson, kt:290861-2259, sækir um fyrir hönd Snæból ehf. kt:670704-2460.
Erindi: Sótt er um byggingarleyfi fyrir sumarhúsi að Hvításkógum 13 í Húsafelli, samkv. uppdráttum frá Pétri H. Ármannsyni,290861-2259, dags: 30.03.2017.
Stærðir: 126,3 m2 og 334,675 m3.
Hönnuður: Pétur Hrafn Ármannssson, kt:290861-2259.
Erindið er samþykkt. Byggingarfulltrúa falið að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum sbr.gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með áorðnum breytingum.
9.   Brekkukot lnr. 134386 – byggingarleyfi, breyting – 1704222
Landnr: 134386
Umsækjandi: Ómar Pétursson, kt:050571-5569, sækir um fyrir hönd HL ehf. kt:620317-1520.
Erindi: Sótt er um leyfi til að innrétta útihús fyrir ísgerð eins og meðfylgjandi teikning sýnir fyrir við Brekkukot, samkv. uppdráttum frá Nýhönnun ehf. kt:640306-2110, dags: 25.04.2017.
Stærðir: 47,5 m2.
Hönnuður: Ómar Pétursson, kt: 050571-5569.
Tekið er vel í erindið, afgreiðslu byggingarleyfis frestað þar til að ný gögn berast er varða brunaþol veggja og lofts. Einnig er óskað eftir þversniði af rýminu.
10.   Húsafell 1 – byggingarleyfi, frístundahús – 1607014
Landnr: 176081
Umsækjandi: Ásgeir Sæmundsson, kt:071070-5579.
Erindi: Sótt er um byggingarleyfi fyrir byggingu sumarhús á lóðinni Húsafell 1, samkv. uppdráttum frá VHÁ verkfræðistofan ehf. kt:560600-3050, dags: 12.03.2016.
Stærðir: 112,5 m2 og 350,238 m3.
Hönnuður: Haukur Ásgeirsson, kt:301255-4629.
Tekið er vel í erindið. Þar sem ekki liggur fyrir samþykkt deiliskipulag af svæðinu verða fyrirhuguð byggingaráform grenndarkynnt fyrir nærliggjandi lóðarhöfum. Skal grenndarkynningin ná til aðliggjandi lóða: Húsafellskirkju, Bæjargil, Húsafell 2, Húsafell 3, Húsafell 4 og Húsafellsland.
11.   Húsafell 1 – byggingarleyfi, stækkun – 1607015
Landnr: 176081
Umsækjandi: Sæmundur Ásgeirsson, kt:120250-6719.
Erindi: Sótt er um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við sumarhús á lóðinni Húsafell 1, samkv. uppdráttum frá VHÁ verkfræðistofan ehf. kt:560600-3050, dags: 00.01.2016.
Stærðir: 52,0 m2 og 235,0 m3.
Hönnuður: Haukur Ásgeirsson, kt:301255-4629.
Tekið er vel í erindið. Þar sem ekki liggur fyrir samþykkt deiliskipulag af svæðinu verða fyrirhuguð byggingaráform grenndarkynnt fyrir nærliggjandi lóðarhöfum. Skal grenndarkynningin ná til aðliggjandi lóða: Húsafellskirkju, Bæjargil, Húsafell 2, Húsafell 3, Húsafell 4 og Húsafellsland.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:30