131-Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

  1. fundur afgreiðslna byggingarfulltrúa

haldinn  á skrifstofu byggingarfulltrúa, 7. apríl 2017

og hófst hann kl. 09:00

 

Fundinn sátu:

Guðrún S. Hilmisdóttir forstöðumaður framkv.sviðs, Gunnar S. Ragnarsson skipulags- og byggingfulltrúi og Bjarni Kr Þorsteinsson.

 

Fundargerð ritaði:  Gunnar S. Ragnarsson Byggingarfulltrúi

 

Dagskrá:Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 131

 

1.   Geitland lnr. 223760 – Stöðuleyfi, gámar – 1704001
Erindi: Sigurður Skarphéðinsson kt. 300877-4949, sækir um fyrir hönd Into the Glacier kt. 430913-0930, um stöðuleyfi fyrir þrjá 20 ft. gáma til eins árs. Gámarnir verða notaðir fyrir búninga- og starfsmannaaðstöðu. Settar verða niður undirstöður fyrir gámana og þeir festir niður eins og gert hefur verið við núverandi gám sem er til staðar á svæðinu við hlið skálans.
Erindið er samnþykkt. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að gefa út stöðuleyfi til eins árs.
 
2.   Múlabyggð 23 lnr. 177803 – byggingarleyfi, stækkun – 1704008
Landnr: 177803
Umsækjandi: Kári Pálsson, kt:251264-8059 og Guðrún M. Ólafsdóttir, kt:211068-5079.
Erindi: Sótt er um leyfi fyri viðbyggingu við gestahús á lóðinni Múlabyggð 23, samkv. uppdráttum frá VHÁ Verkfræðistofunni kt:560600-3050, dags: 01.03.2017.
Stærðir: 20,6 m2 og 55,6 m3.
Hönnuður: Haukur Ásgeirsson, kt: 301255-4629.
Erindið er samþykkt þar sem liggur fyrir samþykki aðliggjandi lóðarhöfum fyrir fyrihugaðri framkvæmd. Ekki þarfnast útgáfu byggingarleyfis vegna framkvæmdarinnar þar sem hún flokkast undir grein 2.3.5. lið h.Viðbyggingar, í Byggingarreglugerð Nr. 112/2012, með áorðnum breytingum
 
3.   Gámatjald, umsókn um stöðuleyfi – Varmaland lnr.134934 – 1703222
Umsækjandi: Björgunarsveitin Heiðar.
Erindi: Þorvaldur Kristbergsson og Arnar Grétarsson sækja um fyrir hönd björgunarsveitarinnar um leyfi til að setja niður 2 40 feta gáma og setja gámatjald á milli þeirra. Sjá nánar í fylgiskjölum.
Erindið er móttekið og vísað til afgreiðslu í umhverfis-skipulags- og landbúnaðarnefnd.
 
4.   Dalsmynni, Norðurárdal – uppsetning skiltis, umsókn – 1704059
Hafliði Elíasson sækir um fyrir hönd Leifsbúðar ehf. um leyfi til uppsetningar auglýsingarskiltis á gafli Dalsmynnis í Norðurárdal.
Sjá nánar fylgiskjöl.
Erindið er samþykkt með fyrirvara um jákvæða umsögn frá Vegagerðinni.
 
5.   Borgarbraut 58-60 – byggingarleyfi, breyting innahúss – 1704058
Landnr: 135504
Umsækjandi: Borgarland ehf., kt:470600-2840.
Erindi: Sótt er um leyfi fyrir breytingu á herbergjaskipan á efri hæð Borgarbrautar 58-60, samkv. uppdráttum frá Nýju Teikninstofunni ehf.
Erindið er samþykkt.
 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:30