129-Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

  1. fundur afgreiðslna byggingarfulltrúa

haldinn  á skrifstofu byggingarfulltrúa, 7. mars 2017

og hófst hann kl. 13:00

Fundinn sátu:

Gunnar S. Ragnarsson skipulags- og byggingfulltrúi og Bjarni Kr Þorsteinsson slökkviliðsstjóri.

Fundargerð ritaði:  Gunnar S. Ragnarsson Byggingarfulltrúi

Dagskrá:Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 129

 

1.   Birkirjóður 4 fnr 224-0593 byggingarleyfi stækkun – 1702143
Landnr: 207323
Umsækjandi: Bergsteinn Óskar Egilsson kt: 170869-5599
Erindi: Sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu við frístundahús á lóðinni Birkirjóður 4 í Húsafelli samkv. uppdráttum frá Al-Hönnun ehf. dags: 28.05.2016.
Stækkun,stærðir 15,1 m2 og 48,3 m3.
Eftir stækkun, stærðir 55,6 m2 og 153,452 m3
Hönnuður: Runólfur Þór Sigurðsson, kt: 090157-2489
Erindið er samþykkt með fyrivara um að ný gögn berist er varða björgunarop úr svefnherbergjum neðri hæðar, vantar upplýsingar varðandi stærðir á björgunaropum í svefnherbergjum á Norðurgafli, sjá teikningu nr.103.
 
2.   Hvítárskógur 12 fnr 233-4597 byggingarleyfi frístundahús og geymsla – 1702144
Landnr: 195333
Umsækjandi: Jón Diðrik Jónsson kt: 110463-2009
Erindi: Sótt er um leyfi til að byggja frístundahús og geymslu á lóðinni Hraunbrekkur 12 í Húsafelli samkv. uppdráttum frá Nýhönnun dags: 21.10.2016.
Frístundahús, stærðir 188,8 m2 og 483,884 m3.
Geymsla, stærðir 27,5 m2 og 72,600 m3
Hönnuður: Ómnar Pétursson, kt: 050571-5569
Tekið er vel í erindið og jafnfram bent á að það vantar fellistiga frá svölum efri hæðar beggja vegna hússins. Þar sem hönnun hússins fer fram úr þeim skilmálum sem í gildi eru fyrir svæðið er lagt til að erindið verði grenndarkynnt fyrir aðliggjandi lóðarhöfum, Hvítarskógum 5, 7, 9 og 10.
Mænishæð húss fer 120cm umfram þá skilmála sem í gildi eru fyrir svæðið.
 
3.   Hægindi fnr. 210-7582 byggingarleyfi hesthús – 1702145
Landnr: 134411
Umsækjandi: Sigvaldi Jónsson kt: 070762-3239
Erindi: Sótt er um leyfi til að byggja hesthús á jörðinni Hægindi í Reykholtsdal samkv. uppdráttum frá Nýhönnun, dags: 22.02.017.
Stærðir 561,9 m2 2.526,8 m3 .
Hönnuður: Ómar Pétursson, kt:050571-5569
Erindið er samþykkt með fyrivara um að ný gögn berist er varða brunaviðvörun sem sýnd er á teikningu og að sá búnaður henti til notkunar í gripahúsum með tilliti til ryks og óhreininda.
 
4.   Hraunsnef fnr 210-9158 byggingarleyfi sumarhús – 1702146
Landnr: 195333
Umsækjandi: Berglind Ólafsdóttir kt: 280865-4009
Erindi: Sótt er um leyfi til að byggja frístundahús á lóð í Hraunsnefi nr.3 í Norðurárdal.
Erindið er samþykkt þar sem fyrir liggur leyfi landeigenda Hraunsnefs. Byggingarfulltrúa falið að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum sbr.gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með áorðnum breytingum.
 
5.   Umsókn um breytta notkun á húsnæði að Egilsgötu 6 – 1703022
Umsækjandi: Gunnar Jónsson og Helga Halldórsdóttir.
Erindi: Sótt er um leyfi fyrir hönd Egils Geusthouse ehf., kt.651010-0550 til að breyta notkun á húsinu að Egilsgötu 6 í samræmi við lög nr. 160/2010 um mannvirki.
Egils Geusthouse ehf. er ferðaþjónustufyrirtæki sem m.a. leigir út íbúðir til ferðamanna. Er hér með sótt um leyfi til að breyta notkun húsnæðisins að Egilsgötu 6 úr íbúðarhúsnæði og í húsnæði sem heimilt verði að reka gistiheimili í. Fyriliggjandi er rekstrarleyfi sem Egils Geusthouse ehf. hefur til umrædds rekstrar í húsinu.
Erindið er móttekið og samþykkt að grenndarkynna fyrir aðliggjandi lóðarhöfum að Egilsgötu 6. Um er að ræða lóðirnar, Egilsgötu nr.2, 4, 8 og 10 og Bröttugötu nr. 2, 4 og 4a.
 
6.   Húsafell 1 lnr.176081 – byggingarleyfi, gistihús – 1703002
Umsækjandi: Húsafell Resort ehf. kt: 0505715569
Erindi: Sótt er um leyfi til að byggja gistiheimili á lóðinni þar sem gamla flugskýlið er í Húsafelli samkv. uppdráttum frá Nýhönnun dags: 28.02.2017.
Gistiheimili, stærðir 280,6 m2 og 679,620 m3.
Hönnuður: Ómnar Pétursson, kt: 050571-5569
Tekið er vel í erindið. Samþykkt er að senda erindið til umsagnar hjá Skipulagsstofnun þar sem fram kemur að svæðið sem um ræðir er skilgreint sem athafnasvæði samkvæmt Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2020.
 
7.   Víðines 9 lnr. 211111 – byggingarleyfi, frístundahús – 1703004
Landnr: 211111
Umsækjandi: Krosshólmi ehf. kt: 600815-1560
Erindi: Sótt er um leyfi til að byggja frístundahús og gestahús á lóðinni Víðines 9 í Borgarbyggð samkv. uppdráttum frá Byggvir ehf. dags: 22.02.2017.
Frístundahús,stærðir 120,7 m2 og 371,64 m3.
Gestahús, stærðir 28,7 m2 og 65,66 m3
Hönnuður: Ingi Gunnar Þórðarson, kt: 280453-3239
Tekið er vel í erindið en jafnframt að fram fari grenndarkynning fyrir aðliggjandi lóðarhöfum þar sem mænishæð húss fer 75cm umfram þá skilmála sem í gildi eru fyrir svæðið. Einnig þarf að greina betur frá hvar þversnið á húsi er tekið.
 
8.   Lundur Þverárhlíð lnr. 134741 – byggingarleyfi, viðbygging – 1703003
Landnr: 134741
Umsækjandi: Einar Sigurðsson kt: 300655-2039 og Kristín Ingólfsdóttir kt: 140254-7899.
Erindi: Sótt er um leyfi fyrir viðbyggingu við einbýlishús á jörðinni Lundi í Þverárhlíð samkv. uppdráttum frá PK Arkitektum dags: 14.02.2017.
Viðbygging,stærðir 122,5 m2 og 410,0 m3.
Hönnuður: Pálmar Kristmundsson kt: 080455-5269
Erindið er samþykkt. Byggingarfulltrúa falið að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum sbr.gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með áorðnum breytingum.
 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00