Gönguklúbburinn á fjöllum

adminFréttir

Gönguklúbburinn í Borgarnesi lagði á dögunum upp í göngu á hálendið og var ferðinni heitið á Fimmvörðuháls og yfir í Húsadal í Þórsmörk samtals um 29 km leið. Gengið var í nokkrum sudda upp með Skógá meðfram þeim 23 glæsilegu fossum sem áin sú skartar. Gist var í fjallaskálanum á Fimmvörðuhálsi og daginn eftir gengið sem leið lá niður Heljarkamb og inn í Þórsmörkina. Í góðu veðri var svo farið

Vinnuskólinn að enda

adminFréttir

Nú er komið að því að unglingarnir í vinnuskólanum fari í langþráð sumarfrí eða þar til skóli hefst um 20 ágúst n.k. Í dag kom Jafningafræðslan í heimsókn og var með frábæra dagskrá þar sem sérstaklega var komið inn á að efla sjálfsmynd unglinga og vitundarvakning gagnvart fordómum, einelti og vímuefnum. Síðasta föstudag var svo árlegt ferðalag vinnuskólans þar sem farið var í heimskókn upp í Húsafell. Farið var í

„Bæjarstjórinn kominn til starfa „

adminFréttir

Helga Halldórsdóttir, forseti bæjarstjórnar og Páll S. Brynjarsson undirrita ráðningasamning bæjarstjóra. Fyrsta daginn notaði nýráðinn bæjarstjóri til að heimsækja stofnanir Borgarbyggðar í fylgd forseta bæjarstjórnar og formanns bæjarráðs.

Skógasýning í nýjum sal Safnahússins

adminFréttir

Þann 14. júní síðastliðinn var tekinn í notkun nýr salur í Safnahúsi Borgarfjarðar með opnun skógasýningarinnar „Milli fjalls og fjöru“. Á sýningunni er varpað fram kenningum um orsakir skógeyðingar á Íslandi sett hefur verið upp hlóðaeldhús, eldsmiðja, rauðablástursofn og kolagröf auk ýmissa trjátegunda og lesmáls af ýmsum toga. Sýningin var opnuð í tengslum við Borgfirðingahátíð sem fram fór dagana 14. til 17. júní. Þá var einnig opnuð í Listasafninu sýning

Íbúatala tvöfaldast í Borgarnesi

adminFréttir

Búnaðarbankamót í fótbolta fer fram í Borgarnesi helgina 28.-30. júní næstkomandi. Knattspyrnudeild Umf.Skallagríms hefur veg og vanda af undirbúningi og framkvæmd mótsins og er þetta í áttunda sinn sem mótið er haldið. Þátttökurétt á mótinu hafa íþróttafélög sveitarfélaga með færri en 2.000 íbúa. Í ár eru yfir 800 þátttakendur á aldrinum 5 til 14 ára skráðir til leiks en keppt verður í 4., 5., 6. og 7. flokki karla og

Páll S. Brynjarsson ráðinn bæjarstjóri

adminFréttir

Bæjarstjórn Borgarbyggðar samþykkti á fundi sínum 20. júní 2002 að ráða Pál S. Brynjarsson sem bæjarstjóra Borgarbyggðar kjörtímabilið 2002 – 2006. Páll er að ljúka tveggja ára framhaldsnámi í stefnumótun og stjórnsýslu frá háskólanum í Volda í Noregi. Árin 1991 – 1995 stundaði hann nám í stjórnmálafræði við Árhúsaháskóla í Danmörku og lauk því námi með meistaragráðu. 1991 útskrifaðist Páll með BA í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands.1985-1986 stundaði Páll nám

Berum höfuð hátt

adminFréttir

Beint í kjölfar Borgfirðingahátíð kemur þjóðhátíðardagur okkar Íslendinga sem að þessu sinni ber upp á 17. júní. Að venju verður dagurinn haldinn hátíðlegur í Borgarnesi. Dagskrána er að finna hér. Aðstandendur hátíðarinnar leggja sérstaka áherslu á að fólk beri einhverskonar höfuðfat. Það setur skemmtilegan svip á hátíðarhöldin og er afar vel viðeigandi á sjálfan þjóðhátíðardaginn. Leikskólabörn hafa tekið þessari áskorun og sitja nú og sníða sér höfuðföt sem þau ætla

Milli fjalls og fjöru

adminFréttir

Föstudaginn 14. júní, kl. 16, verður opnuð sýningin “Milli fjalls og fjöru“ í Safnahúsi Borgarfjarðar, Bjarnarbraut 4-6, Borgarnesi. Þar er fjallað um skóga á Íslandi að fornu og nýju bæði frá sjónarmiði náttúrufars og menningarsögu og reynt að varpa ljósi á mikilvægi skógarins í sögu lands og þjóðar. Það eru Byggðasafn Borgfirðinga og Náttúrugripasafn Borgarfjarðar sem standa að sýningunni en aðalhönnuður hennar er Jón Jónsson á Kirkjubóli og Sögusmiðjan, fyrirtæki

Sumarstörf barna og unglinga

adminFréttir

Út er kominn bæklingur þar sem kynnt er það sem börnum og unglingum stendur til boða í Borgarbyggð í sumar. Hér er hægt að skoða bæklinginn á acrobat reader formi.

Lokaball í Óðali

adminFréttir

Félagsmiðstöðin Óðal og Nemendafélag Grunnskóla Borgarness stóðu fyrir árlegum dansleik í Óðali sem jafnframt eru lokin á vel heppnuðu félagslífi vetrarins. Ein vinsælasta hljómsveit landsins kom í heimsókn og er óhætt að segja að þarna hafi farið fram einn fjörugasti dansleikur ársins í Borgarnesi.Myndin sýnir Land og syni ásamt Gógópíum.