Fegurri sveitir

adminFréttir

Verkefnið “Fegurri sveitir” heldur áfram í sumar eins og lesendur hafa vonandi orðið varir við. Það er Landbúnaðarráðuneytið, ásamt fjölmörgum sveitarfélögum og félagasamtökum sem standa að verkefninu. Um er að ræða átaksverkefni um hreinsun á landi og fegrun mannvirkja með áherslu á sveitir landsins. Tilgangur þess er að koma í veg fyrir mengun og slysahættu, auk þess að bæta ásýnd dreifbýlisins. Í stjórn verkefnisins sitja fulltrúar frá Landbúnaðarráðuneytinu, Umhverfisráðuneytinu, Bændasamtökum

Forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs

adminFréttir

Borgarbyggð hefur ráðið Ásthildi Magnúsdóttur rekstrarfræðing sem forstöðumann fræðslu- og menningarsviðs Borgarbyggðar frá 1. september n.k. Alls bárust tíu umsóknir um stöðuna.

Borgfirðingahátið 15. – 17. júní

adminFréttir

Borgfirðingahátíð hefst í dag. Í boði er fjölbreytt dagskrá alla helgina vítt og breitt um Borgarfjörð. Verum í hátíðarskapi og njótum listisemda menningaviðburða og skemmtana í sumarblíðunni. Dagskrána er að finna á slóðinni www.skessuhorn.is/borgfirdingar. Góða skemmtun.

Ársreikningur 2000

adminFréttir

Á fundi bæjarstjórnar Borgarbyggðar 10. maí var ársreikningur Borgarbyggðar tekin til seinni umræðu og samþykktur. Ársreikningurinn samanstendur af ársreikningi bæjarsjóðs, framkvæmdasjóðs og félagslegum íbúðum.

Bæjarstjórnarfundur

adminFréttir

Bæjarstjórnarfundur verður haldinn fimmtudaginn 10. maí n.k. og hefst kl. 16,oo að Borgarbraut 11.

ÞJÓÐVEGUR 1 UM BORGARNES – SAMANBURÐUR VALKOSTA

adminFréttir

Borgarnesnefndin er samstarfsnefnd bæjarstjórnar Borgarbyggðar og Vegagerðarinnar um athugun helstu valkosta á framtíðarlegu Þjóðvegar 1 um Borgarnes.Borgarnesnefndin tók til starfa haustið 1999 og hefur nú lokið störfum með útgáfu skýrslu sem ber heitið:ÞJÓÐVEGUR 1 UM BORGARNES – SAMANBURÐUR VALKOSTA. (Adobe Acrobat skjal)Borgarnesnefndin efnir til kynningarfundar um málefnið að Hótel Borgarnesi þriðjudaginn 24. apríl 2001, kl. 20,oo.

Bæjarstjórnarfundur

adminFréttir

Bæjarstjórnarfundur verður haldinn miðvikudaginn 11. apríl 2001 að Borgarbraut 11 og hefst kl. 16,oo.