Samstarf sveitarfélaga norðan Skarðsheiðar

adminFréttir

Á fundi bæjarstjórnar Borgarbyggðar þann 12. október var samþykkt að taka þátt í samstarfi sex sveitarfélaga norðan Skarðsheiðar um útboð á reglubundinni tæmingu rotþróa í dreifbýli. Oddvitar sveitarfélaganna höfðu áður mælt með að ráðist verði í verkefnið en það eru sveitarfélögin Borgarbyggð, Borgarfjarðarsveit, Skorradalshreppur, Hvítársíðuhreppur, Kolbeinsstaðahreppur og Eyja- og Miklaholtshreppur sem standa að þessu samstarfi. Ljóst er að gangi ætlunarverkið eftir eru sveitarfélögin að brjóta nokkurt blað í framkvæmd þessara

Hádegisfundur atvinnumálanefndar

adminFréttir

Föstudaginn 20. október n.k. stendur atvinnumálanefnd Borgarbyggðar fyrir hádegisfundi um byggðamál. Fundurinn verður haldinn í Hótel Borgarnes og hefst kl. 12,oo. Gestur fundarins er Pétur Blöndal alþingismaður og mun hann m.a. fjalla um styrkleika Borgarfjarðarsvæðinsins. Aðgangseyrir er kr. 700,- og er léttur hádegisverður innifalinn. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku í síma 437-1224

Málefni fatlaðra

adminFréttir

Á fundi bæjarstjórnar Borgarbyggðar þann 14. september var eftirfarandi tillaga samþykkt. “Á grundvelli niðurstaðna vinnuhóps um málefni fatlaðra í Borgarbyggð samþykkir bæjarstjórn Borgarbyggðar að leitað verði eftir samningum við félagsmálaráðuneytið um yfirtöku sveitarfélagsins á málaflokknum. Bæjarstjóra er falið að óska eftir viðræðum við ráðuneytið um málið í samráði við bæjarráð”

Skipulagsbreyting í Íþróttamiðstöðinni

adminFréttir

Á fundi tómstundanefndar Borgarbyggðar 31. ágúst s.l. var lögð fram tillaga um skipulagsbreytingu í Íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi. Tillagan fól í sér að staða forstöðumanns yrði lögð niður og að vaktstjórar heyrðu undir íþrótta- og æskulýðsfulltrúa. Skipulagsbreytingin var samþykkt á aukafundi bæjarstjórnar 5. september s.l.

Tvöföldun á fjölda búsettra yfir sumarmánuðina

adminFréttir

Að beiðni bæjarstjóra Borgarbyggðar hefur Atvinnuráðgjöf Vesturlands unnið áfangaskýrslu um svokallaða “dulda búsetu” í Borgarfirði. Kveikjan að þessari vinnu var fundur um löggæslu- og heilsugæslumál með fulltrúum Borgarbyggðar, Borgarfjarðarsveitar, löggæsluaðila og heilsugæsluaðila í Borgarfirði í júlí s.l.

Dráttur á viðgerð á götum í Borgarnesi

adminFréttir

Eins og þeir sem hafa ekið um götur Borgarness í sumar hafa orðið varir við er nokkuð um skemmdir í götunum. Sérstaklega á það við Borgarbraut og Hrafnaklett. Vegagerðin sér um viðhald á Borgarbraut, sem er þjóðvegur í þéttbýli, en Borgarbyggð um viðhald á Hrafnakletti. S.l. vor var samið við verktaka um að taka að sér að leggja nýtt slitlag á báðar þessar götur en hann hefur ekki enn komið

Norðurlandamót í frjálsum á Skallagrímsvelli

adminFréttir

Ungmennasamband Borgarfjarðar, í samvinnu við Borgarbyggð og Frjálsíþróttasamband Íslands, hefur umsjón með Norðurlandamóti unglinga sem haldið verður á Skallagrímsvelli helgina 26. – 27. ágúst 2000. Þetta mót er fyrsta alþjóðlega frjálsíþróttamótið sem haldið er utan höfuðborgarsvæðisins. Er það mikill heiður fyrir Borgfirðinga að fá að halda mótið.

Umhverfisstefna Borgarbyggðar.

adminFréttir

Nú er lokið vinnu við Umhverfisstefnu Borgarbyggðar og var hún samþykkt á fundi Bæjarstjórnar Borgarbyggðar 25. apríl 2000. Þann dag, sem er Dagur umhverfisins samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnarinnar, var stefnan kynnt í Íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi og voru þar kynnt ýmis umhverfistengd verkefni sem unnið er að.