Mikil spenna fyrir leiknum í Keflavík í kvöld

adminFréttir

Fjölmargir eru nú að undirbúa för sýna til Keflavíkur á þriðja leik liðanna í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar í körfuknattleik. Sparisjóður Mýrasýslu kom færandi hendi í gær og bauð fríar sætaferðir á leikinn. Farið verður frá íþróttamiðstöðinni kl. 17.30 á eftir. Heyrst hefur að margir borgfirðingar sem búa á höfuðborgarsvæðinu ætli að þyrpast á leikinn þannig að þetta verður eitt stærðar ættarmót. Leikurinn verður sýndur á SÝN fyrir þá sem

Vina- og forvarnarvika

adminFréttir

Þessa vikuna stendur yfir átaksvika sem nefnist Vina- og forvarnarvika í Borgarnesi og er að þessu sinni aðaláherslum beint að ungmennum á framhaldsskólaaldri og þeim unglingum í 10. bekk sem eru að fara í framhaldsskóla næsta haust. Fjölmenni á fyrirlestri   Verkefnið er nokkuð viðamikið og er samstarf þeirra sem sinna forvörnum í Borgarbyggð og á Akranesi og eru ungmennahús staðanna og nemendafélag fjölbrautarskólans í aðalhlutverki varðandi framkvæmd. Auk þess

Ávaxtakarfan í Óðali í kvöld

adminFréttir

Árshátíð NFGB verður frumsýnd í kvöld fimmudag og er það söngleikurinn Ávaxtakarfan sem sett var upp þetta árið. Við viljum hvetja alla fjölskylduna að fara saman í leikhús og eiga saman góða stund þar sem unglingarnir okkar fara á kostum í líflegri sýningu. Mikið er um dagsýningar til að þau yngri komist í leikhús.. Sýningar: Frumsýning : Fim.23. mars kl. 20.00 Aðrar sýningar í Óðali verða sem hér segir: Fös.

Rekstur Borgarbyggðar gekk vel á árinu 2005

adminFréttir

Ársreikningur Borgarbyggðar fyrir árið 2005 var lagður fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn Borgarbyggðar fimmtudaginn 9. mars s.l. Síðari umræða um reikninginn fer fram í bæjarstjórn fimmtudaginn 6. apríl n.k. Í samræmi við reikningsskil sveitarfélaga er starfseminni skipt upp í tvo hluta, annars vegar A-hluta og hins vegar B-hluta. Til A-hluta telst sú starfsemi sem að hluta eða öllu leyti er fjármögnuð með skatttekjum og til B-hluta teljast rekstrareiningar s.s.

Auglýsing um verkefnastyrki til menningarstarfs á Vesturlandi 2006

adminFréttir

Menningarráð Vesturlands auglýsir eftir umsóknum um styrki á grunni samnings sveitarfélaga á Vesturlandi, Menntamálaráðuneytisins og Samgönguráðuneytis frá 28. október 2005, um menningarmál.   Veita á styrki til menningarstarfs á Vesturlandi. Ein úthlutun verður árið 2006, í apríl. Einstaklingar, félagasamtök, fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög á Vesturlandi geta sótt um styrk til margvíslegra menningarverkefna, en skilyrði er að umsækjendur sýni fram á mótframlag.   Smellið hér til að sjá auglýsinguna í heild.

Íbúafundur um skipulagsmál í Borgarnesi

adminFréttir

Mánudagskvöldið 6 mars. n.k. kl. 20.00 verður haldinn íbúafundur á Hótel Borgarnesi þar sem kynntar verða hugmyndir að deiliskipulagi fyrir miðsvæði Borgarness. Á fundinum mun Richard Briem arkitekt kynna hugmyndir að deiliskipulagi sem arkitektastofan VA-arkitektar hefur unnið varðandi áðurnefnt svæði. Svæðið nær yfir Digranesgötu, Brúartorg, hluta Kjartansgötu, hluta Kveldúlfsgötu og frá Borgarbraut 50 að Borgarbraut 72.   Allir velkomnir  

Kynning í Óðali

adminFréttir

Unnur PálmaHeilsuræktarfólk, þjálfarar og leiðbeinendur fá góða heimsókn laugardaginn 25. febrúar n.k.   Unnur Pálmadóttir tekur sér frí frá kennslu í World Class og Nordica Spa og heldur námskeið hjá okkur á milli kl. 10.00 og 12.00. Kennslan fer fram í félagsmiðstöðinni Óðal. Aðgangur að námskeiðinu er 400 kr og kynningin opin fyrir alla sem áhuga hafa á. Skráning þegar hafin í afgreiðslu íþróttamiðstöðvarinnar.   Hver er þessi Unnur ?

Viljayfirlýsing um reiðhöll undirrituð

adminFréttir

Í dag undirrituðu fulltrúar Hestamannafélagsins Skugga, Hestamannafélagsins Faxa, Hrossaræktarsambandi Vesturlands og Borgarbyggðar viljayfirlýsingu um að standa saman að uppbyggingu reiðhallar á félagssvæði Skugga í Borgarnesi.         Sveitarfélagið mun leggja 30. milljónir til verkefnisins og sameiginlega munu hinir aðilarnir leggja fram 10. milljónir með vinnu og fjárframlagi. Síðan munu þessir aðilar sameiginlega afla þess fjár sem þarf til að koma húsinu í endanlegt horf. Stofnað verður sérstakt hlutafélaga

Kántrýkvöld í Óðali

adminFréttir

  Í gær fimmtudagskvöld var kántrýkvöld í Óðali og voru leynigestir þeir Orri og Halli sem mættu með gítarinn og söngtexta með sér í Óðal. Óli Valur prófaði nýja eldljósið sitt og var frábær varðeldastemmning þegar unglingarnir og starfsmenn settust á gólfið í Óðali og sungu brekkusöngva út í eitt við undirleik þeirra félaga og varðeldurinn blakti á bíótjaldinu.           Línudansarar sáust og mikið fjör var

Íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastyrkir 2006

adminFréttir

Hér með auglýsir Borgarbyggð eftir umsóknum vegna úthlutunar á peningalegum styrkjum til íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarfsemi fyrir árið 2006. Umsóknir þurfa að hafa borist til íþrótta– og æskulýðsfulltrúa Borgarbraut 11 fyrir miðvikudaginn 1. mars n.k. Um styrki geta sótt félög og aðilar sem sinna íþrótta–, æskulýðs – og tómstundastarfi í sveitarfélaginu eða hafa með höndum aðra sambærilega starfsemi. Úthlutunarreglur vegna framlaga til íþrótta,- æskulýðs – og tómstundamála í Borgarbyggð 1.gr.