Hreinsunarátak í dreifbýli stendur yfir

HrafnhildurAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

Minnt er á að hreinsunarátak í dreifbýli stendur yfir og gámar verða til staðar til 16. október. Vegna mistaka var röng staðsetning kynnt í fyrri auglýsingu. Vakin er athygli á að gámar eru við Síðumúla en ekki Síðumúlaveggi. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Hreinsunarátak að hausti verður dagana 2.- 16. október. Gámar fyrir timbur- og málmúrgang verða aðgengilegir á … Skoða Betur…

Fann sjálfa sig

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

Af vef Safnahúss Borgarfjarðar safnahus.is Það gerist stundum á sýningunni Börn í 100 ár í Safnahúsi að gesti safnsins er að finna á ljósmyndunum sem þar eru.  Þetta gerðist m.a. í gær þegar Ester Hurlen sótti sýninguna heim og var þessi mynd tekin við það tækifæri.  Ljósmyndin sem hún er á er úr safni Bjarna Árnasonar frá Brennistöðum í Flókadal … Skoða Betur…

Næstu skref í heilsueflingu Borgarbyggðar

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

Út er komin áfangaskýrsla um heilsueflingu í Borgarbyggð en gengið var frá samningi við Embætti landlæknis sl. vor um þátttöku Borgarbyggðar í verkefninu Heilsueflandi samfélag.  Heilsueflandi samfélag er samfélag sem setur heilsu og heilsueflingu í forgrunn í allri stefnumótun og þjónustu og býr þar með til aðgengi og umgjörð sem gerir öllum íbúum kleift og auðvelt að taka heilsusamlegar ákvarðanir. … Skoða Betur…

Náttúran – lýðheilsuganga FI og UMSB

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

Síðasta lýðheilsuganga Ferðafélags Íslands og UMSB var farin undir yfirskriftinni Náttúran miðvikudaginn 27. september kl.17:00. Gengið var á Hafnarfjallið, upp að “steini”. Gengið var eftir gönguleið uppí hlíðar fjallsins. Var þátttaka góð en tilgangurinn með verkefninu er að hvetja fólk á öllum aldri til útivistar og hreyfingar í góðum félagsskap og efla þar með heilsu sína og lífsgæði.  Allar upplýsingar … Skoða Betur…

Slökkvitækjaþjónusta í Borgarnesi lokuð tímabundið

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

Slökkvitækjaþjónusta slökkviliðs Borgarbyggðar verður lokuð um óákveðin tíma vegna veikinda starfsmanns. Viðskiptavinum er bent á slökkvitækjaþjónustu Björns H. Sveinssonar í Varmalandi við Reykholt Sími: 691 9936. Eða sambærilega þjónustu á Akranesi. Auglýst verður sérstaklega þegar þjónustan opnar að nýju. Slökkviliðsstjóri.

Lokun Borgarbrautar 2.-6. okt.

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

Vegna framkvæmda við lagnir og þverun Borgarbrautar verður lokað fyrir umferð um Borgarbraut á móts við Borgarbraut 57-59 frá og með mánudeginum 2. október til og með föstudeginum 6. október n.k. Verktaki í verkinu er Borgarverk ehf en verkið er unnið fyrir Veitur ohf og Rarik ohf. Hjáleið verður um Kveldúlfsgötu/Kjartansgötu á meðan á framkvæmdum stendur. Beðist er velvirðingar á … Skoða Betur…

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða – umsóknir um styrki

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

Þann 25. september var opnað fyrir umsóknir um styrki úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða fyrir árið 2018. Umsóknarfrestur er til 25. október næstkomandi. Vakin er sérstök athygli á að í kjölfar lagabreytinga er nú í fyrsta sinn auglýst í samræmi við nýjar reglur sem um sjóðinn gilda. Sjá nánar á heimasíðu Ferðamálastofu https://www.ferdamalastofa.is/is/um-ferdamalastofu/frettir/auglyst-eftir-umsoknum-um-styrki-fra-framkvaemdasjodi-ferdamannastada

Starfsemi Safnahúss Borgarfjarðar á næstunni

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

Safnahúsið verður að venju með öflugt menningarstarf í vetur og hefst dagskráin í lok október með fyrirlestrum á sviði arkitektúrs og sagnfræði. Fimmtudaginn 26. október n.k. flytur Sigursteinn Sigurðsson arkitekt erindi sem hann nefnir „Mannvirkin og sagan: Húsahönnun í héraði.“ Nokkrum vikum síðar eða 16. nóvember, verður fyrirlestur Heiðars Lind Hanssonar sagnfræðings á dagskrá með efni úr sögu Borgarness. Sýningin Tíminn … Skoða Betur…