Ársskýrsla félagsþjónustu Borgarbyggðar 2016

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

Út er komin ársskýrsla félagsþjónustu Borgarbyggðar fyrir árið 2016 og er hún aðgengileg á heimasíðu Borgarbyggðar undir þessum tengli http://borgarbyggd.is/thjonusta/felagsthjonusta/arsskyrslur-felagsthjonustu/ . Í skýrslunni er greint ýtarlega frá starfsemi félagsþjónustunnar.

153. fundur sveitarstjórnar

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

SVEITARSTJÓRN  BORGARBYGGÐAR  FUNDARBOÐ  153 FUNDUR   Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Borgarbyggðar fimmtudaginn 9. mars 2017 í ráðhúsinu að Borgarbraut 14 í Borgarnesi og hefst kl. 16:00.    DAGSKRÁ   Skýrsla sveitarstjóra. Fundargerð sveitarstjórnar 9.2                                                            (152) Fundargerðir byggðarráðs 16.2.,23.2., 02.03.                         (405, 406, 407) Fundargerðir fræðslunefndar 28.2.                                         (152) Fundargerð velferðarnefndar 2.3. (70) Fundargerð … Skoða Betur…

Úttekt á framkvæmd stefnu um menntun án aðgreiningar á Íslandi

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

Niðurstöður úttektar Evrópumiðstöðvar um menntun án aðgreiningar á Íslandi var kynnt í Safnahúsinu við Hverfisgötu fimmtudaginn 2. mars sl. Úttektin nær til leik-, grunn-, og framhaldsskólastiga þar sem kannað er hvernig til hefur tekist við innleiðingu hugmyndafræðinnar um menntun án aðgreiningar. Aldrei hefur áður verið gerð jafn heildstæð úttekt sameiginlega fyrir þessi þrjú skólastig. Fór úttektin fram í fimm sveitarfélögum, … Skoða Betur…

Leikskólakennari / leiðbeinandi óskast við leikskólann Andabæ á Hvanneyri.

Borgarbyggð afgreiðslaAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

Leikskólanum Andabæ vantar leikskólakennara/leiðbeinanda í 90% starf. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem allra fyrst.  Um er að ræða  afleysingarstarf á deildum. Samkvæmt jafnréttisstefnu Borgarbyggðar eru karlar jafnt sem konur hvött til að sækja um. Nánari upplýsingar veitir Áslaug Ella Gísladóttir leikskólastjóri í síma 4337170 eða gegnum netfangið aslaug@borgarbyggd.is   Umsóknarfrestur rennur út 6. mars.

Borgarnes 150 ára – Tíminn gegnum linsuna

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

Þann 22. mars næstkomandi verður því fagnað að 150 ár eru síðan Borgarnes fékk verslunarleyfi. Þann dag heldur sveitarstjórn Borgarbyggðar hátíðarfund í Kaupangi, elsta húsi Borgarness, kl. 15.00. Því næst verður opnuð ný sýning í Safnahúsi og hefur hún hlotið heitið Tíminn gegnum linsuna. Þar verða sýndar ljósmyndir sem fjórir ljósmyndarar hafa tekið í Borgarnesi á 20. öld. Val á … Skoða Betur…

Undirritun samninga vegna ljósleiðaravæðingar 2017.

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

Fulltrúar fjarskiptasjóðs og 24 sveitarfélaga skrifuðu í gær undir samninga um styrki sjóðsins til sveitarfélaganna vegna ljósleiðaravæðingar þeirra í tengslum við landsátakið Ísland ljóstengt. Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, staðfesti einnig samningana með undirskrift sinni og fór athöfnin fram á skrifstofu Sambands íslenskra sveitarfélaga. Sveitarfélögin 24 fá samtals 450 milljónir króna í styrki, allt frá um 1,5 milljónum króna uppí nærri … Skoða Betur…

Snjómokstur frá sorpílátum

Borgarbyggð afgreiðslaAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

Eins og gefur að skilja er ófært fyrir starfsfólk í sorphirðu að draga sorpílát upp úr þeim sköflum sem víða eru og því eru íbúar vinsamlegast beðnir að huga að snjómokstri  frá sorpílátum. Græna tunnan verður losuð miðvikudaginn 1. mars í Borgarnesi og því væri gott ef íbúar tækju sér skóflu í hönd í dag til að auðvelda sorphirðu.

Hvanneyrardeild Grunnskóla Borgarfjarðar fær viðurkenningu frá Landvernd

Borgarbyggð afgreiðslaAthyglisvert, Fréttir

Landvernd stóð fyrir ráðstefnu um Skóla á grænni grein í byrjun febrúar, en það er stærsta verkefni í menntun til sjálfbærni á Íslandi og í heiminum öllum. Kristján Þór Júlíusson, mennta- og menningarmálaráðherra, og Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra ávörpuðu ráðstefnugestina og veittu tveimur skólum sérstaka viðurkenningu fyrir að hafa unnið flesta Grænfána. Hvanneyrardeild Grunnskóla Borgarfjarðar var einn þeirra en … Skoða Betur…

Útboð á skóla- og tómstundaakstri

Borgarbyggð afgreiðslaAthyglisvert, Fréttir

Ríkiskaup, fyrir hönd Borgarbyggðar og Skorradalshrepps óska eftir tilboðum í skóla- og tómstundaakstur fyrir nemendur, til og frá skóla að morgni og aftur heim síðdegis, alla skóladaga. Útboðið skiptist í 7 flokka og undirflokka (leiðir). Heimilt er að bjóða í einstaka flokka eða einstakar leiðir (undirflokka) útboðsins. Óskað er eftir tilboðum í skólaakstur með grunnskólanemendur í fjögur skólaár, þ.e. frá … Skoða Betur…