Skógrækt í Einkunnum

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

Umsjónarnefnd fólkvangsins Einkunna auglýsir eftir áhugasömum aðilum sem áhuga hafa á skógrækt í Einkunnum. Tilvalið verkefni fyrir einstaklinga og hópa Hver aðili fær úthlutað ákveðnu svæði sem hann ber ábyrgð á og sinnir gróðursetningu, uppgræðslu og grisjun eftir því sem þörf er á skv. samþykktri ræktunaráætlun fólkvangsins. Verkefnin eru unnin í samstarfi við umsjónarnefnd fólkvangsins og Skógræktarfélag Borgarfjarðar. Umsóknir um … Skoða Betur…

Auglýsing um styrk úr menningarsjóði Borgarbyggðar

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

Stjórn Menningarsjóðs Borgarbyggðar auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum Tilgangur sjóðsins er að efla menningu í Borgarbyggð og er sérstök rækt lögð við grasrót í menningarlífi. Lögð er áhersla á að styrkja einstaklinga og félagasamtök. Styrkir eru verkefnatengdir. Umsókninni þarf að fylgja sundurliðuð kostnaðarætlun fyrir verkefnið ásamt greinargerð. Fyrir árslok þarf að afhenda sjóðsstjórn stutta skýrslu um nýtingu styrksins. Hægt … Skoða Betur…

Fundur sveitarstjórnar nr. 156.

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

SVEITARSTJÓRN  BORGARBYGGÐAR  FUNDARBOÐ  156 FUNDUR    Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Borgarbyggðar föstudaginn 7. apríl 2017 í ráðhúsinu að Borgarbraut 14 í Borgarnesi og hefst kl. 13:00.    DAGSKRÁ   Skýrsla sveitarstjóra. Ársreikningar 2016 – fyrri umræða Fundargerð sveitarstjórnar 9.3., 22.3., 22.3 (153, 154, 155) Fundargerðir byggðarráðs 16.3,23.3., 30.3.                         (408, 409, 410) Fundargerðir fræðslunefndar 21.3.                                        (153) … Skoða Betur…

Lausar kennarastöður

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

Grunnskóli Borgarfjarðar er þriggja starfstöðva grunnskóli með um 200 nemendur. Starfstöðvar hans eru á Kleppjárnsreykjum, Varmalandi og Hvanneyri. Tvo kennara vantar í fullar stöður að Hvanneyrardeild skólans vegna afleysinga. Um er að ræða umsjónarkennara á yngsta stigi. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi KI og LS.  Umsóknarfrestur er til  1.maí n.k. Umsóknum skal skilað skriflega til skólastjóra með upplýsingum um menntun, réttindi … Skoða Betur…

Lava Hótel Varmaland – breyting á deiliskipulagi

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur samþykkt á 154. fundi þann 22. mars 2017, að auglýsa eftirfarandi skipulag: Lava Hótel Varmaland – breyting á deiliskipulagi Sveitarstjórn hefur samþykkt breytingu á deiliskipulagi fyrir Lava hótel Varmaland til auglýsingar. Tillagan er sett fram á uppdrætti og í greinagerð dags. 16. mars 2017 og felur í sér stækkun skipulagssvæðisins úr 2,1 hektara í 3,2 hektara eftir … Skoða Betur…

Aðsókn að Íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi 2014 – 2016

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

Aðsókn í Íþróttamiðstöðina í Borgarnesi fer vaxandi ár frá ári og er það gleðileg þróun. Tæplega 70 þús. mann sóttu hana heim á árinu 2014 en á síðasta ári voru gestir orðnir rúmlega 80 þús. talsins. Þróunina milli ára og mánaða má sjá hér að neðan.   2014 2015 2016 janúar 3524 4306 3499 febrúar 3680 4142 4188 mars 4229 … Skoða Betur…

Heilsuefling eldri borgara

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

Ísólfur Gylfi Pálmason sveitarstjóri Rangárþings eystra og Dr. Janus Guðlaugsson lektor við Háskóla Íslands voru gestir á fundi stýrihóps um heilsueflandi samfélag í Borgarbyggð. Ísólfur Gylfi gerði grein fyrir Heilsuviku sem haldin er í september ár hvert í Rangárþingi eystra. Stofnanir sveitarfélagsins taka allar þátt með heilsusamlegu mataræði og hvetja starfsfólk sitt og íbúa til hreyfingar. Leik og grunnskólabörn taka … Skoða Betur…

Sumarafleysingastarfsmenn óskast við sundlaugar Borgarbyggðar

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

Sumarafleysingarstarfsmenn óskast: Við sundlaugina í Borgarnesi frá 30. maí til 31. ágúst Við sundlaugina á Kleppjárnsreykjum frá 1. júní til 15. ágúst Við sundlaugina á Varmalandi frá 1. júní til 15. ágúst   Hæfniskröfur: Viðkomandi verður að vera orðin fullra 18 ára Standast hæfnispróf sundstaða Með góða þjónustulund Upplýsingar veitir Ingunn Jóhannesdóttir forstöðumaður í s: 433-7140. Umsóknum má skila í … Skoða Betur…

Skólaakstur – opnun tilboða

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

Tilboð í skóla- og tómstundaakstur fyrir Borgarbyggð voru opnuð kl. 10 í morgun, 30.03.2017 í húsakynnum Ríkiskaupa. 13 tilboð bárust. Nú er eftir að yfirfara tilboðin og síðan verður gengið til samninga. Fundargerð opnunarfundar má nálgast hér  http://www.rikiskaup.is/utbod/fundargerdir/fnr/20388

Frá Íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

Nú er að fullu lokið framkvæmdum við litla salinn í íþróttamiðstöðinni „spinningsalinn“ Hefur afar vel tekist til eins og myndirnar sýna. Vonir standa því til þess að enn fleiri komi nú til með að nýta sér þá möguleika sem salurinn bíður upp á, sem og aðra aðstöðu í húsinu, sér til hressingar og heilsubótar.