Umsóknir um starf sviðsstjóra umhverfis – og skipulagssviðs

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

Í mars auglýsti Borgarbyggð eftir umsóknum um starf sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs sveitarfélagsins.   Fjórar umsóknir bárust og voru umsækjendur þessir: Hjálmar Andrés Jónsson  byggingatæknifræðingur  Reykjavík Ottó Ólafsson  byggingariðnfræðingur  Noregi Tómas Björn Ólafsson  rafmagnsverkfræðingur Kópavogi Þorsteinn Birgisson  tæknifræðingur   Mosfellsbæ Verið er að vinna úr umsóknum.

Tökum til 18. – 27. apríl – Hreinsunarátak

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

Dagana 18. – 27. apríl eru íbúar í Borgarbyggð hvattir til að taka til hendinni og fegra nánasta umhverfi sitt. Skólar, stofnanir, fyrirtæki og einstaklingar eru hvött til að taka þátt í hreinsunarátakinu á fjölbreyttan hátt. Fyrir annan úrgang sem til fellur við tiltektina er opið á gámastöðinni Sólbakka alla virka daga frá kl. 14:00 – 18:00, á laugardögum frá … Skoða Betur…

Sumarfjör f. nemendur í 1. – 4. bekk

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

Sumarfjör 2017 Starfsstöðvar: Borgarnes og Hvanneyri Ferðir frá Varmalandi og Kleppjárnsreykjum Kæru foreldrar/forráðamenn barna í 1.-4. bekk í Borgarbyggð. Skráning er hafin í Sumarfjör sem er sumarnámskeið fyrir 1.-4.bekk. Hver vika í Sumarfjörinu er þematengd. Nánari upplýsingar um dagskrá finnið þið heimasíðu Borgarbyggðar eða umsb.is. Hægt er að kaupa hálfan dag frá 09:00-12:00 eða frá 13:00-16:00 á 4.000 krónur fyrir … Skoða Betur…

Nýr félagsmálastjóri

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

Inga Vildís Bjarnadóttir hefur verið ráðin í starf félagsmálastjóra Borgarbyggðar. Inga Vildís er með meistaragráðu í félagsráðgjöf og diplomapróf í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands. Hún hefur starfað sem félagsráðgjafi hjá Borgarbyggð frá árinu 2011. Fjórar umsóknir bárust um starf félagsmálastjóra. Umsækjendur: Hanna Lára Steinssom félagsráðgjafi Inga Vildís Bjarnadóttir félagsráðgjafi Kristín Þyri Þorsteinsdóttir félagsráðgjafi Svanhvít Péturssdóttir viðskiptafræðingur. Hjördís Hjartardóttir núverandi … Skoða Betur…

Götusópun í Borgarnesi

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

Til íbúa í Borgarnesi Miðvikudaginn 12. apríl verða allar götur í Borgarnesi sópaðar. Íbúar eru beðnir að leggja bílum sínum ekki úti á götu til að tryggja að verkið takist sem best. Umhverfis-og skipulagssvið

Skúlagata Bgn. – Framkvæmdir Veitna ohf.

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

Skúlagata, framkvæmdir Veitna ohf Á fundi sveitarstjórnar Borgarbyggðar þann 7. apríl sl. samþykkti sveitarstjórn að veita Veitum ohf Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík, kt. 501213-1870, framkvæmdaleyfi vegna endurnýjunar vatns-og fráveitulagna í Skúlagötu Borgarnesi, frá Helgugötu að Egilsgötu. Hér er hægt að sjá teikningar af fyrirhugaðri framkvæmd. Teikningar – Skúlagata endurnýjun FV og KV.pdf (2) Verkinu verður skipt í eftrifarandi verkáfanga með eftirfarandi … Skoða Betur…

Afmælishátíð Lions

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

Lionsklúbbur Borgarness og Lionsklúbburinn Agla héldu upp á, annars vegar 60 ára, og hins vegar 30 ára afmæli sín s.l. laugardag með veglegum hætti í Hjálmakletti. Við þetta tækifæri færðu klúbbarnir Borgarbyggð að gjöf 10 vandaða setbekki sem komið verður fyrir á jafnmörgum stöðum í þéttbýli Borgarbyggðar. Geirlaug Jóhannsdóttir formaður byggðarráðs þakkaði gjöfina um leið og hún veitt bekkjunum viðtöku … Skoða Betur…

Ársreikningur Borgarbyggðar 2016; Góð rekstrarafkoma og traustur efnahagur.

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

Ársreikningur Borgarbyggðar fyrir árið 2016 var lagður fram til fyrri umræðu í sveitarstjórn Borgarbyggðar þann 7. apríl. Sveitarstjórn afgreiddi reikninginn til síðari umræðu á fundi sínum í maí. Samkvæmt reglum um reikningsskil sveitarfélaga skiptist ársreikningur í tvo hluta. Annars vegar er A-hluti, sem er almennur rekstur sveitarsjóðs sem að mestu leyti er fjármagnaður með skatttekjum. Hins vegar er B-hluti sem … Skoða Betur…

Sorphirða og rekstur móttökustöðva í Borgarbyggð 2017-2022

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

Borgarbyggð óskar eftir tilboðum í sorphirðu í sveitarfélaginu fyrir heimili í þéttbýli og dreifbýli, umsjón grenndarstöðva, rekstur móttökustöðva, og flutning sorps. Útboð þetta er auglýst á EES svæðinu. Helstu magntölur: Sorpílát í þéttbýli 1.600 stk Sorpílát í dreifbýli 600 stk Grenndarstöðvar 14 stk Sorp frá heimilum 700 tonn/ári Sorp frá grenndarstöðvum 1.000 tonn/ári Sorp frá móttökustöð 900 tonn/ári Verktími er … Skoða Betur…