Tímabundin lokun Borgarbrautar

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

Vegna framkvæmda við Borgarbraut 57-59 verður  Kveldúlfsgata lokuð við gatnamót Borgarbrautar tímabundið eða frá og með í dag og fram eftir degi á morgun Hjáleið verður um Þorsteinsgötu/Kjartansgötu. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem lokunin hefur fyrir vegfarendur. Umhverfis – og skipulagssvið Borgarbyggðar

Jólatré í Skallagrímsgarði

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

Margt var um mann­inn í Skallagrímsgarði sl. sunnudag þegar jóla­ljós­in voru tendruð á jólatré Borgarbyggðar. Barnakór Borgarness hóf at­höfn­ina með flutn­ingi á nokkr­um jóla­söngv­um und­ir stjórn Steinunnar Árnadóttur við undirleik Halldórs Hólm. Gunnlaugur A. Júlíusson sveitarstjóri hélt stutt erindi og sagði frá heiti og merkingu aðventukertanna og Andrea Jónsdóttir spilaði nokkur jólalög á saxófón við undirleik Jónínu Ernu Arnardóttur. Eft­ir … Skoða Betur…

Nýr sviðsstjóri umhverfis – og skipulagssviðs Borgarbyggðar

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

Starf sviðsstjóra Umhverfis- og skipulagssviðs Borgarbyggðar var auglýst laust til umsóknar á dögunum.  Tíu umsóknir bárust um starfið og þökkum við öllum umsækjendum fyrir sýndan áhuga á starfinu. Umsækjendur voru: Anna Gréta Ólafsdóttir, MA í menningarstjórnun Áki Ármann Jónsson, B.Sc í líffræði Ásta Soffía Valdimarsdóttir, Ph. D Jón Tryggvi Sveinsson, BA í Bókasafns- og upplýsingafræði Kristjana Hera Maack Sigurjónsdóttir, MA … Skoða Betur…

Saga Borgarness

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

Borgarbyggð vill minna á ósóttar pantanir af Sögu Borgarness. Bækurnar eru til afgreiðslu í ráðhúsinu í Borgarnesi og hjá Bókaútgáfunni Opnu í Skipholti 50b í Reykjavík. Einnig er hægt að fá bókina senda. Þeir sem ekki hafa tök á að koma á opnunartíma vinsamlega hafið samband í síma 433 7100 eða sendið póst á netfangið borgarbyggd@borgarbyggd.is  

Ísland ljóstengt

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

Ísland ljóstengt – úthlutun styrkja S.l. fimmtudag úthlutaði Fjarskiptasjóður styrkjum til sveitarfélaga vegna ljósleiðaravæðingar sveitarfélaga, Ísland ljóstengt. Borgarbyggð fékk úthlutað 33.151.000.- kr. til að tengja 66 tengipunkta (notendur). Á fjárhagsáætlun eru síðan 100.000.000.- kr. þannig að ljóst er að mikið verður hægt að framkvæma á næsta ári, bæði tengja notendur sem styrkur hefur fengist til og undirbúa jarðveginn fyrir tengingar … Skoða Betur…

Æskulýðsball í Hjálmakletti

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

Hið árlega Æskulýðsball var haldið 9.nóvember sl. í Hjálmakletti. Félagsmiðstöðin Óðal stendur fyrir ballinu sem er fyrir öll ungmenni í 8.-10. bekk á Vesturlandi. Þátttakan er ávallt góð en um 350 ungmenni komu frá Vesturlandi í Borgarnes og skemmtu sér saman. Æskulýðsballið fór mjög vel fram og voru unglingarnir alveg til fyrirmyndar. Unglingarnir í Félagsmiðstöðinni Óðal sáu um undirbúning og … Skoða Betur…

Jólaljósin tendruð í Skallagrímsgarði 3. des.

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

Upphaf aðventu í Borgarbyggð sunnudaginn 3. desember 2017  Jólaljósin tendruð í Skallagrímsgarði kl. 17.00 Ljósin verða tendruð á jólatré Borgarbyggðar í Skallagrímsgarði. Þar mun Gunnlaugur A. Júlíusson sveitarstjóri flytja ávarp og tendra jólaljósin.   Jólalög verða sungin af Barnakór Borgarness undir stjórn Steinunnar Árnadóttur við undirleik Halldórs Hólm. Einnig mun Andrea Jónsdóttir spila á saxafón. Nemendur Grunnskólans í Borgarnesi bjóða … Skoða Betur…

Móglí í Borgarnesi

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

Söngleikurinn Móglí var frumsýndur föstudaginn 24. nóvember sl  í Hjálmakletti. Tónlistarskóli Borgarfjarðar stendur fyrir sýningunni í tilefni af 50 ár afmæli skólans. Uppselt var á frumsýninguna sem tókst einkar vel. Einnig var fullt hús á sýningunum á laugardag og sunnudag. Þegar er farið að seljast vel á næstu sýningar, en alls verða sýningarnar 10 og lokasýningin verður laugardaginn 9. desember. … Skoða Betur…

DMP-Vest – Opnir fundir

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

Opnir súpufundir um framtíðarsýn ferðamála á Vesturlandi verða haldnir núna í nóvember: -20. nóv. Opinn fundur fyrir Dalabyggð-haldinn í Dalabúð í Búðardal -23. nóv. Opinn fundur fyrir Snæfellsnes -haldinn á Breiðabliki í Eyja- og Miklaholtshreppi -28. nóv. Opinn fundur fyrir Borgarbyggð og Skorradalshrepp -haldinn í Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri -29. nóv. Opinn fundur fyrir Akranes og Hvalfjarðarsveit -haldinn í Garðakaffi á … Skoða Betur…

Fyrirmyndardagurinn

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

Ráðhús Borgarbyggðar tók þátt í fyrirmyndardeginum föstudaginn 24. nóvember sl. Vinnumálastofnun stendur að fyrirmyndardeginum en þá bjóða fyrirtæki og stofnanir atvinnuleitendum með skerta starfsgetu að fylgja starfsmanni eftir í sínu fyrirtæki eða stofnun í einn dag eða hluta úr degi. Með því fá atvinnuleitendur tækifæri á að kynna sér fjölbreytt starfsumhverfi og forsvarsmenn fyrirtækja fá að kynnast styrkleikum hvers þátttakanda.