Vinnuskóli Borgarbyggðar

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

Vinnuskóli Borgarbyggðar mun starfa frá 6. júní til 31. júlí sumarið 2017. Leitast verður við að veita öllum 13-16 ára (7.-10. bekkur) unglingum búsettum í Borgarbyggð starf í Vinnuskólanum.

Starfsstöðvar Vinnuskólans verða á eftirfarandi stöðum: Bifröst, Borgarnes, Hvanneyri, Reykholt.

Nemendur vinnuskólans geta óskað eftir að vinna við:

 • almenn garðyrkjustörf
 • störf hjá stofnunum Borgarbyggðar
 • störf í sumarfjöri og í skapandi sumarhóp

Forráðamenn skrá unglinga í vinnuskólann.

Skráning fer fram á íbúagáttinni á heimasíðu Borgarbyggðar. Umsóknarfrestur er til 8. maí.

 Aldur  Laun    Útborgun    Vinnutími  Tímabil  
13 ára. 7.bekkur  

kr. 425 klst.

Fyrsta virka dag hvers mánaðar.  Mán-fös: 9-12  6. – 20. júní ( 2 vikur ).

 

14.ára.   8.bekkur kr. 510 klst Fyrsta virka dag hvers mánaðar.  Mán-fim:
9-12 og 13 -16Fös: 9-12
 Hægt að velja um 8 vikur.

6.-9.júní, 12.-16.júní, 19.-23.júní, 26.-30.júní, 3.-7.júlí, 10.-14.júlí, 17.-21.júlí, 24.-28.júlí og 31.júlí.

15.ára

9.bekkur

kr. 680 klst Fyrsta virka dag hvers mánaðar.  Mán-fim:
9-12 og 13 -16Fös: 9-12
Hægt að velja um 8 vikur.

6.-9.júní, 12.-16.júní, 19.-23.júní, 26.-30.júní, 3.-7.júlí, 10.-14.júlí, 17.-21.júlí, 24.-28.júlí og 31.júlí.

 

16.ára

10.bekkur

 

kr. 850 klst. Fyrsta virka dag hvers mánaðar.  Mán-fim:
9-12 og 13 -16Fös: 9-12
Hægt að velja um 8 vikur.

6.-9.júní, 12.-16.júní, 19.-23.júní, 26.-30.júní, 3.-7.júlí, 10.-14.júlí, 17.-21.júlí, 24.-28.júlí og 31.júlí.

 

 

 

 

Reglur Vinnuskólans í Borgarbyggð

 • Mæta skal stundvíslega og vera tilbúinn til að hefja verk á tilsettum tíma.
 • Pásur og kaffitímar eru eftir samkomulagi flokksstjóra og nemenda.
 • Nemendur sýni kurteisi í samskiptum við flokkstjóra, bæjarbúa og aðra nemendur. Nemendur hafi með sér nesti í vinnu.
 • Nemendur komi til vinnu klædd með tilliti til verkefna og veðurfars.
 • Vinna skal öll verk eins vel og framast er kostur.
 • Gengið er vel um verkfæri og tæki.
 • Foreldrar láti flokkstjóra vita um forföll vegna veikinda.
 • Notkun farsíma á vinnutíma eru bönnuð.