Tökum til 18. – 27. apríl – Hreinsunarátak

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

Dagana 18. – 27. apríl eru íbúar í Borgarbyggð hvattir til að taka til hendinni og fegra nánasta umhverfi sitt.

Skólar, stofnanir, fyrirtæki og einstaklingar eru hvött til að taka þátt í hreinsunarátakinu á fjölbreyttan hátt.

Fyrir annan úrgang sem til fellur við tiltektina er opið á gámastöðinni Sólbakka alla virka daga frá kl. 14:00 – 18:00, á laugardögum frá kl. 10:00 – 14:00 og sunnudögum frá kl. 14:00 – 18:00. Allir geta nálgast svarta ruslapoka í skólunum, í Öldunni  og Húsasmiðjunni í Borgarnesi.

Þessa daga er ýmislegt í gangi:

  • Kaupfélag Borgfirðinga – 20% afsláttur af garðverkfærum, strákústum og ruslapokum.
  • Húsasmiðjan verður með fjölbreytt tilboð meðan á átakinu stendur.
  • Kaffispjall um garðrækt í Hjálmakletti 18. apríl kl. 20:00. Sædís Guðlaugsdóttir í Gleym-mér-ei veitir ráðgjöf og svarar spurningum um allt milli himins og jarðar sem tengist garðrækt.
  • Gleym-mér-ei býður ókeypis ráðgjöf í heimagörðum í Borgarnesi. Pantanir í síma  894-1809.

Minnt er á að lóðarhafa er skylt að halda vexti trjáa og runna á lóðinni innan lóðarmarka og íbúar eru hvattir til að huga að því sérstaklega við götur og gangstíga og stuðla þannig að auknu öryggi vegfarenda.

Gámar fyrir garðúrgang og óflokkaðan verða á eftirtöldum stöðum:

Grunnskólinn í Borgarnesi

Ráðhúsið

Skallagrímsgarður v. Íþróttamiðstöð

Menntaskóli Borgarfjarðar

Klettaborg

Ugluklettur

Hraunborg

GBF Varmalandi

Hnoðraból

GBF Kleppjárnsreykjum

Andabær-Hvanneyri