Sundlaugin á Varmalandi

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

Endurbótum á sundlauginni á Varmalandi lauk í síðustu viku og er hún nú opin almenningi. Skipt var um dúk á lauginni og öryggismyndavélar settar upp. Um verkið sáu  Á.Óskarsson og Vatnsverk ehf. sem sá um lagnavinnu. Pétur Oddson og Guðjón Guðlaugsson sáu um smíðavinnu. Opnunartíma  sundlaugarinnar má finna hér:  https://borgarbyggd.is/opnunartimar/ en hún er opin alla daga frá 9 – 18.