Saga Borgarness

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

Komin eru í hús fyrstu eintökin af sögu Borgarness „Bærinn við brúna“ og „Byggðin við Brákarpoll“. Útgáfudagur verksins verður 29. apríl n.k. en þá verður haldin hátíðarsamkoma í Hjálmakletti þar sem, meðal annarra góðra gesta, verður Forseti Íslands Hr. Guðni Th. Jóhannesson. Myndin sýnir annan höfund verksins, Heiðar Lind Hansson og formann ritnefndar, Birnu G Konráðsdóttur með fyrsta eintakið af öðru bindinu. Verkið er allt hið glæsilegasta og ekki annað að sjá en afar vel hafi til tekist.