Borgarbyggð heilsueflandi samfélag

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

Íbúafundur um heilsueflingu í Borgarbyggð var haldinn í Hjálmakletti 18. maí s.l. Var hann vel sóttur og nutu fundarmenn fjölbreyttra erinda framsögumanna. Íris Grönfeldt fór, í máli sínu,  yfir allt það sem til staðar er í Borgarbyggð sem stutt getur við heilsueflingu og hvatt m.a. til hreyfingar. Magnús Scheving ræddi á gamansömum nótum, en þó með alvarlegum undirtón, við fundarmenn um heilsueflingu og m.a. hvað þarf að gera til að sveitarfélag geti talist heilbrigt. Heilbrigði og heilsuefling felst ekki einvörðungu í því að stunda allskyns íþróttir og vera í sem allra bestu formi, það að taka til (sópa og tína rusl t.d.) í sínu næsta nágrenni er líka heilsuefling og merki um heilbrigði. Héðinn Svarfdal Björnsson frá Embætti landlæknis fór yfir verkefnið „heilsueflandi samfélag“ og framgang þess. Að lokum var hreyfivika UMFÍ kynnt af Sabínu Steinunni Halldórsdóttur. Að loknum framsögum og undirritun samstarfssamnings um „Heilsueflandi samfélag í Borgarbyggð“ var hópavinna þar sem allir lögðu í púkk hvað varðar verkefnið framundan.

Á myndinni eru Héðinn Svarfdal Björnssön og Björn Bjarki Þorsteinsson að undirrita samninginn.