Endurgerð gangstétta

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

Nú er lokið framkvæmdum við endurgerð gangstéttar frá gatnamótum Sæunnargötu og Borgarbrautar upp í gegn um Kveldúlfsvöll sem og gangstétt upp með Ráðhúsinu að Berugötu sem byrjað var á s.l. haust. Í leiðinni var sett hitalögn í bílastæði fyrir fatlaða við Ráðhúsið sem bæta mun stórlega aðgengi fyrir þá sem það þurfa að nota. Það var fyrirtækið Sigurgarðar ehf sem annaðist þetta verk. Næst á dagskrá við gangstéttir er að endurgera gangstéttina frá Böðvarsgötu niður brekkuna að Menntaskóla Borgarfjarðar.