„Blær mættur í Klettaborg“

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

Í dag 11. október fagnar leikskólinn 39 ára afmæli sínu og af því tilefni ákvað Blær að koma alla leið frá Ástralíu til að hjálpa börnunum að vera góður félagi og gæta vel hvers annars.

Því miður týndust bangsapakkarnir á leiðinni en sem betur fer hjálpaði Björgunarsveitin Brák til og voru það þær Sigurborg og Vigdís foreldrar í leikskólanum sem fundu pakkana við Hafnarfjall og komu með þá í Klettaborg.

Blær gaf öllum börnum lítinn bangsa sem hjálpar til við að rækta vináttu í leikskólanum. Að auki fylgir vináttuverkefninu taska með margskonar efni sem nýtist í leikskólastarfinu. Grunngildi verkefnisins eru umburðarlyndi, virðing, umhyggja og hugrekki.

Mikil ánægja var hjá börnunum í dag og auðvitað munum við líka halda uppá afmæli leikskólans með því að fá köku með rjóma í síðdegishressingunni.