Fundaröð Persónuverndar um nýja persónuverndarlöggjöf 2018

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

Við viljum minna á kynningarferð Persónuverndar sem farin verður um landið nú næstu daga. Ný persónuverndarlöggjöf, byggð á reglugerð Evrópusambandsins, tók gildi hérlendis 15. júlí síðastliðinn en löggjöfin markar tímamót í sögu persónuverndarlöggjafar í Evrópu. Af því tilefni heldur Persónuvernd í kynningarherferð um landið þar sem áhugasömum verður boðið að sækja kynningarfundi um nýju löggjöfina. Sérstaklega verður fjallað um það … Skoða Betur…

Ljóð um Jónas

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

Safnahús hefur sett á heimasíðu sína ljóð eftir Snorra Hjartarson í tilefni af Degi íslenskrar tungu. Kvæðið er ort með vísun í arfleifð Jónasar Hallgrímssonar og ber nafn hans. Snorri Hjartarson var fæddur á Hvanneyri og bjó í Borgarfirði fram á unglingsár, á Ytri Skeljabrekku og í Arnarholti. Í ljóðum hans má oft finna litrík og falleg orð og íslensk … Skoða Betur…

Miðnes – skipulagsauglýsingar

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

Borgarbyggð hefur auglýst tillögur til breytinga á aðal – og deiliskipulagi s.k. Miðness í Borgarnesi. Er auglýsinguna og uppdrætti að finna undir skipulagsmál á eftirfarandi slóð. https://borgarbyggd.is/thjonusta/umhverfis-og-skipulagssvid/skipulagsmal/

Mynduðu hjarta á baráttudegi gegn einelti

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

Fimmtudagurinn 8 nóvember var árlegur baráttudagur gegn einelti. Í tilefni þess fóru nemendur og starfsfólk Grunnskólans í Borgarnesi á íþróttavöllinn og mynduðu þar hjarta til að sýna samstöðu í baráttu gegn einelti. Börnin okkar eiga rétt á því að líða vel í skóla. Jákvæður skólabragur skiptir sköpum fyrir líðan og starfsgleði nemenda og starfsfólks og getur haft sömu áhrif og … Skoða Betur…

Fjárhagsáætlun 2019 – fyrri umræða

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

Fjárhagsáætlun fyrir árin 2019-2022 var lögð fram til fyrri umræðu á fundi sveitarstjórnar fimmtudaginn nóvember sl. Þar er lögð fram tillaga til fjárheimilda fyrir árið 2019 og fjárhagsáætlun fyrir árið 2020-2022. A hlutinn í rekstri sveitarfélagsins nefnist sá hluti í starfsemi þess sem annast almenna þjónustu (svo sem fræðslumál, félagsþjónustu, æskulýðs- og íþróttamál og byggingar- og skipulagsmál) sem fjármögnuð er … Skoða Betur…

Norræna bókmenntavikan og Dagur íslenskrar tungu

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

Snorrastofa helgar starf sitt Norrænu bókmenntavikunni, sem er haldin á vegum Norrænu félaganna 12.-18. nóvember. Yfirskrift vikunnar er: Hetjur norðursins. Dagur íslenskrar tungu, 16. nóvember, fellur vel að þessu starfi og eykur mikilvægi þess að unnið sé að ræktun bóklesturs og iðkun tungu og bókmennta um öll Norðurlönd. Mánudagur 12. nóvember kl. 10: Vikan hefst með morgunstund með börnum frá … Skoða Betur…

Grunnskóli Borgarfjarðar auglýsir eftir skólaliða frá 1. desember 2018

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

Grunnskóli Borgarfjarðar auglýsir eftir skólaliða frá 1. desember 2018 Um er að ræða 50% stöðu við Kleppjárnsreykjadeild skólans. Vinnudagurinn er frá 8-16 en og er unnið miðvikudag, fimmtudag og föstudag aðra vikuna og fimmtudag og föstudag hina vikuna. Starf skólaliða felst m.a. í ræstingu, leiðsögn og umsjón með börnum í leik og starfi. Mikilvægt er að umsækjendur hafi góða færni í … Skoða Betur…

Námsferð tónlistarkennara haust 2018

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

Kennarar Tónlistarskóla Borgarfjarðar lögðu land undir fót í lok október 2018 og fóru í námsferð til Kanarí eyja (Gran Canaria). Forsagan að því að ákveðið var að heimsækja þessa eyju er að Theodóra Þorsteinsdóttir skólastjóri og fjölskylda hennar héldu tónleika á Kanarí  um jólin 2016 og  unnu þá með þarlendum  píanóleikara. Í höfuðborg Gran Canaria, Las Palmas er mjög góður … Skoða Betur…

Vöðvasullur og hundahreinsun

vefumsjonFréttir

Samkvæmt upplýsingum frá Matvælastofnun hefur borið óvenjumikið á því á þessari sláturtíð, að vöðvasullur  finnist í sláturfé á Vesturlandi. Um er að ræða bandorm og millihýsill hans er hundur. Mesta áhættan er ef hundar komast í hrámeti, t.d. af heimaslátruðu. Sýkillinn smitast ekki í fólk, en veldur tjóni vegna skemmda á kjöti og veldur hugsanlega óþægindum fyrir féð. Til að stöðva … Skoða Betur…

Safnahús, leiðsögn á laugardag

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

Næstkomandi laugardag, 10. nóvember, verður aukaopnun í Safnahúsi kl. 13.00 – 15.00, þar sem Helgi Bjarnason sýningarstjóri veitir leiðsögn um Hvítárbrúarsýninguna. Sýningin var opnuð að viðstöddu fjölmenni á 90 ára afmælisdegi brúarinnar, 1. nóvember s.l. Þar flutti Helgi ávarp auk Baldurs Þórs Þorvaldssonar sem talaði fyrir hönd Vegagerðarinnar, sem er samstarfsaðili Safnahúss um verkefnið. Hvítárbrúin á sér merka byggingarsögu og … Skoða Betur…