Húsnæði til leigu

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

Byggðarráð hefur samþykkt að falla frá því, tímabundið, að láta fjarlægja/rífa húsið að Gunnlaugsgötu 21b. Því er það auglýst til leigu frá 1. sept. n.k.  til 1. maí 2019. Tekið skal fram að húsið stendur á lóð Grunnskólans í Borgarnesi og því er takmarkaður akstur að því. Umsóknarfrestur er til og með 30.ágúst 2018. Áhugasömum er bent á að hafa … Skoða Betur…

174. fundur sveitarstjórnar – fundarboð

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

FUNDARBOÐ FUNDUR  Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Borgarbyggðar fimmtudaginn 23. ágúst 2018 í ráðhúsinu að Borgarbraut 14 í Borgarnesi og hefst kl. 16:00. DAGSKRÁ   Skýrsla sveitarstjóra. Fundargerð sveitarstjórnar 5.7.                                     (173) Fundargerðir byggðarráðs 19.7. 2.8. 20.8. (457, 458, 459) Fundargerð velferðarnefndar 6.7. (84) Fundargerð fræðslunefndar 20.8. (171) Fundargerðir afréttarnefndar Álftaneshrepps 23.7, 16.8. (28, 29) Fundargerðir fjallskilanefndar BSN 30.7., … Skoða Betur…

Fræsing Borgarbrautar

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

Í dag, þriðjudaginn 21. ágúst, er stefnt á að fræsa báðar akreinar á Borgarbraut, frá Böðvarsgötu að Þórðargötu. Þrengt verður á annarri akreininni í einu, viðeigandi merkingar verða settar upp meðan á framkvæmd stendur skv. viðlögðu lokunarplani Borgarnes(fræs). Áætlað er að framkvæmdirnar standi yfir milli kl. 13:00 til kl. 19:00. Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og … Skoða Betur…

Tilkynning frá meirihluta sveitarstjórnar

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

Í ljósi fréttflutnings varðandi málefni aðila að Borgarbraut 55 sendir meirihluti sveitastjórnar Borgarbyggðar frá sér eftirfarandi tilkynningu. Það er vilji meirihluta sveitastjórnar að ná samkomulagi við lóðarhafa á Borgarbraut 55 í þeirri stöðu sem nú er uppi. Í ljósi hennar ákvað meirihluti sveitastjórnar Borgarbyggðar að fá lögfræðilegt álit til að geta tekið faglega og upplýsta afstöðu í áframhaldandi samningaviðræðum. Í … Skoða Betur…

Skólasetning grunnskóla Borgarbyggðar

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

Grunnskóli Borgarfjarðar verður settur 22. ágúst 2018 í hverri deild fyrir sig sem hér segir. Hvanneyri kl 10:00, Kleppjárnsreykjum kl 12:00, Varmalandi kl 14:00. Eftir skólasetningu verður kynning á námsefni vetrarins inn í stofu hjá umsjónakennurum. Grunnskólinn í Borgarnesi verður settur í Borgarneskirkju miðvikudaginn 22. ágúst. Nemendur á yngsta stigi (1. – 4. bekkur) mæta kl. 10.00, nemendur á miðstigi … Skoða Betur…

Teymiskennsla og betri bekkjarbragur í skólum Borgarbyggðar

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

Stjórnendur, kennarar og annað starfsfólk grunnskóla Borgarbyggðar hafa nýtt endurmenntunar- og starfsdaga vel í upphafi skólaársins 2018-2019. Margir þeirra sótti ráðstefnu á vegum Samtaka áhugafólks um skólaþróun um teymiskennslu undir yfirskriftinni „Ber er hver að baki …“ í Ingunnarskóla í Reykjavík þann 14. ágúst sl. Vinnustofunni stýrði dr. Andrea Honigsfeld en hún hefur skrifað fjórar bækur um teymiskennslu. Þann 15. … Skoða Betur…

Sumarlestri lokið

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

Sumarlestri Héraðsbókasafns Borgarfjarðar lauk fyrir stuttu og var þátttaka afar góð auk þess sem börnin lásu meira hvert fyrir sig en verið hefur.  Er þetta ánægjuleg þróun. Á næstunni verður uppskeruhátíð í Safnahúsi fyrir þessa duglegu lestarhesta þar sem þau fá viðurkenningar fyrir góða frammistöðu. Sumarlesturinn stóð yfir frá 10. júní – 10. ágúst, en hann er fyrir börn á … Skoða Betur…

Leikskólinn Andabær – laust starf í mötuneyti

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

Starfssvið, verkefni og ábyrgð: Að annast öll almenn störf í eldhúsi og þvottahúsi í samvinnu við matráð leikskólans. Aðstoð í mötuneyti ber ábyrgð á matseld, innkaupum og framkvæmd starfsins í eldhúsinu í fjarveru matráðs. Hæfniskröfur: Góð þekking á næringarfræði og hollustufæði fyrir börn á skólaaldri. Hreinlæti og snyrtimennska er skilyrði. Einnig er frumkvæði og góð færni í mannlegum samskiptum mikilvæg. … Skoða Betur…

Fjölmargir frá UMSB á Unglingalandsmóti

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

UMSB sendi stóran hóp á Unglingalandsmót UMFÍ í Þorlákshöfn um helgina. 61 var skráður til keppni fyrir UMSB. Óhætt er að segja að keppendur UMSB hafið staðið sig vel í hinum ýmsu greinum. Mikil samheldni var í hópnum og hvöttu keppendur hvert annað og voru til fyrirmyndar á öllum sviðum.  Fjölmenn grillveisla var haldin á laugadagskvöldinu þar sem keppendur, foreldrar, … Skoða Betur…