Íþróttamaður Borgarbyggðar 2017

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

Kjöri Íþróttamanns Borgarfjarðar var lýst á laugardaginn 22. janúar s.l. við athöfn í félagsheimilinu Þinghamri, en Umf. Stafholtstungna tók að sér að halda hátíðina að þessu sinni. Í frétt á Facebook síðu UMSB segir að margt frábært íþróttafólk hafi verið tilnefnt að þessu sinni. Ekki þurfti þó að koma á óvart að fyrir valinu varð Máni Hilmarsson úr hestamannafélaginu Skugga, … Skoða Betur…

Hákarl og hvalur í heita pottinum í Borgarnesi

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

Það er engin krafa um spariklæðnað eða fínar hárgreiðslur á þorrablóti pottverjanna í Borgarnesi. „Þetta bara byrjaði í pottinum. Við erum semsagt upphafsmenn þorrablótsins í Borgarnesi,“ segir Kristín Erla Guðmundsdóttir, íbúi í Borgarnesi og fastagestur í sundlauginni en pottverjarnir hafa haldið þorrablót í sundlauginni í yfir 30 ár. Krakkarnir létu sig hverfa þegar þau fréttu af hákarli í lauginni, segir fastagestur sundlaugarinnar … Skoða Betur…

Upplýsingamiðlun og samráð við íbúa

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

Fræðslu- og umræðufundur í Borgarbyggð Hvernig er best fyrir sveitarfélag að koma upplýsingum á framfæri við íbúa? Hvaða tækifæri hafa íbúar til aðkomu að ákvörðunum sveitarfélagsins? Þetta er til umræðu á fundi sem Borgarbyggð býður til, þriðjudaginn 30. janúar næstkomandi. Fundurinn verður sambland af fræðslu og umræðum, þar sem allir hafa jafna möguleika á að taka þátt og stinga upp … Skoða Betur…

Til fasteignaeigenda í Borgarbyggð

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

Lokið er álagningu fasteignagjalda í Borgarbyggð árið 2018.  Álagningarseðlar verða  sendir til fasteignaeigenda sem eru 67 ára og eldri og til fyrirtækja. Vakin er athygli á að allir álagningarseðlar eru aðgengilegir á „mínum síðum“ á netsíðunni www.Island.is.  Einnig geta þeir sem þess óska haft samband við skrifstofu Borgarbyggðar og fengið senda álagningarseðla í pappírsformi. Gjalddagar eru tíu, sá fyrsti 23. … Skoða Betur…

Niðurstöður íbúakönnunar Gallup fyrir árið 2017.

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

Samkvæmt íbúakönnun Gallup, sem var framkvæmd í nóvember og desember á sl. ári hefur ánægja íbúanna með þjónustu sveitarfélagsins í mörgun tilvikum vaxið milli áranna 2016 og 2017. Borgarbyggð keypti niðurstöður íbúakönnunar Gallup sem gerðar voru í nóvember og desember 2017. Alls komu 167 svör úr Borgarbyggð. Án þess að það liggi nákvæmlega fyrir þá skiptast svarendur nálægt því til … Skoða Betur…

Lengdur opnunartími sundlaugarinnar á Kleppjárnsreykjum

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

Á Kleppjárnsreykjum er 25. metra útisundlaug með heitum potti og sólbaðsaðstöðu. Sundlaugin er tilvalin staður að koma á til að vera í rólegheitum og slaka á í notalegu umhverfi. Opnunartími sundlaugarinnar á Kleppjárnsreykjum er sem hér segir frá og með 18. janúar 2018 Alla virka daga frá kl. 8:00-16:00 Fimmtudagskvöld frá kl.19:00-22:00 Sunnudaga frá kl. 13:00-18:00 Sund er án efa … Skoða Betur…

Leiðin að bættri heilsu

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

Logi Geirsson fyrrum handboltamaður hélt fyrirlestur um markmiðasetningu og hreyfingu í Hjálmakletti fimmtudagskvöldið 18.1. Hann fjallaði um mikilvægi þess að tileinka sér heilbrigðan lífsstíl til framtíðar og að setja sér raunhæf markmið. Fjölmenni var á fundinum sem hófst á því að Logi sagði frá reynslu sinni af markmiðasetningu og að leiðin að settum markmiðum hafi falist í mikilli vinnu. Einnig … Skoða Betur…

Snjómokstur í gær þann 18. Janúar

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

Eins og flestir hafa tekið eftir hófst snjómokstur í þéttbýlinu í Borgarbyggð heldur seinna en ástæða var til í gærmorgun en töluvert hafði snjóað við fótaferðartíma. Rétt er að skýra frá ástæðu þess að svo var. Ekki hafði verið gert ráð fyrir snjókomu í veðurspám fyrir nóttina og því kom hún starfsmönnum í opna skjöldu. Það gerist ekki oft. Starfsmenn … Skoða Betur…

Skólanámskrá Andabæjar

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

Skólanámskrá Andabæjar var fyrst gefin út árið 2005, endurskoðuð 2009 og var aftur í lok ársins 2017. Við gerð skólanámskrár var unnið í hópum á skipulagsdögum starfsfólks þar sem unnið var með ýmsa þætti. Það er starfsfólks Andabæjar að skólanámskráin styðji við starfið og verði góður leiðarvísir um markvisst leikskólastarf sem einkennist af leik, gleði og vináttu og verði í … Skoða Betur…

Guðrún Bjarnadóttir fjallar um jurtalitun

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

Á morgun, fimmtudaginn 18. janúar flytur Guðrún Bjarnadóttir erindi í Safnahúsi, um jurtalitun. Guðrún er náttúrufræðingur og hefur á undanförnum árum sérhæft sig í jurtalitun og miðlun upplýsinga um hana. Hún kennir grasafræði við Landbúnaðarháskólann, en hennar aðalstarf er að reka jurtalitunarvinnustofuna Hespuhúsið þar sem hún jurtalitar íslenska ull og tekur á móti gestum og fræðir um litunaraðferðir. Í fyrirlestrinum … Skoða Betur…