Saga Borgarness

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

Borgarbyggð vill minna á ósóttar pantanir af Sögu Borgarness. Bækurnar eru til afgreiðslu í ráðhúsinu í Borgarnesi og hjá Bókaútgáfunni Opnu í Skipholti 50b í Reykjavík. Einnig er hægt að fá bókina senda. Þeir sem ekki hafa tök á að koma á opnunartíma vinsamlega hafið samband í síma 433 7100 eða sendið póst á netfangið borgarbyggd@borgarbyggd.is  

Ísland ljóstengt

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

Ísland ljóstengt – úthlutun styrkja S.l. fimmtudag úthlutaði Fjarskiptasjóður styrkjum til sveitarfélaga vegna ljósleiðaravæðingar sveitarfélaga, Ísland ljóstengt. Borgarbyggð fékk úthlutað 33.151.000.- kr. til að tengja 66 tengipunkta (notendur). Á fjárhagsáætlun eru síðan 100.000.000.- kr. þannig að ljóst er að mikið verður hægt að framkvæma á næsta ári, bæði tengja notendur sem styrkur hefur fengist til og undirbúa jarðveginn fyrir tengingar … Skoða Betur…

Æskulýðsball í Hjálmakletti

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

Hið árlega Æskulýðsball var haldið 9.nóvember sl. í Hjálmakletti. Félagsmiðstöðin Óðal stendur fyrir ballinu sem er fyrir öll ungmenni í 8.-10. bekk á Vesturlandi. Þátttakan er ávallt góð en um 350 ungmenni komu frá Vesturlandi í Borgarnes og skemmtu sér saman. Æskulýðsballið fór mjög vel fram og voru unglingarnir alveg til fyrirmyndar. Unglingarnir í Félagsmiðstöðinni Óðal sáu um undirbúning og … Skoða Betur…

Jólaljósin tendruð í Skallagrímsgarði 3. des.

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

Upphaf aðventu í Borgarbyggð sunnudaginn 3. desember 2017  Jólaljósin tendruð í Skallagrímsgarði kl. 17.00 Ljósin verða tendruð á jólatré Borgarbyggðar í Skallagrímsgarði. Þar mun Gunnlaugur A. Júlíusson sveitarstjóri flytja ávarp og tendra jólaljósin.   Jólalög verða sungin af Barnakór Borgarness undir stjórn Steinunnar Árnadóttur við undirleik Halldórs Hólm. Einnig mun Andrea Jónsdóttir spila á saxafón. Nemendur Grunnskólans í Borgarnesi bjóða … Skoða Betur…

Móglí í Borgarnesi

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

Söngleikurinn Móglí var frumsýndur föstudaginn 24. nóvember sl  í Hjálmakletti. Tónlistarskóli Borgarfjarðar stendur fyrir sýningunni í tilefni af 50 ár afmæli skólans. Uppselt var á frumsýninguna sem tókst einkar vel. Einnig var fullt hús á sýningunum á laugardag og sunnudag. Þegar er farið að seljast vel á næstu sýningar, en alls verða sýningarnar 10 og lokasýningin verður laugardaginn 9. desember. … Skoða Betur…

DMP-Vest – Opnir fundir

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

Opnir súpufundir um framtíðarsýn ferðamála á Vesturlandi verða haldnir núna í nóvember: -20. nóv. Opinn fundur fyrir Dalabyggð-haldinn í Dalabúð í Búðardal -23. nóv. Opinn fundur fyrir Snæfellsnes -haldinn á Breiðabliki í Eyja- og Miklaholtshreppi -28. nóv. Opinn fundur fyrir Borgarbyggð og Skorradalshrepp -haldinn í Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri -29. nóv. Opinn fundur fyrir Akranes og Hvalfjarðarsveit -haldinn í Garðakaffi á … Skoða Betur…

Fyrirmyndardagurinn

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

Ráðhús Borgarbyggðar tók þátt í fyrirmyndardeginum föstudaginn 24. nóvember sl. Vinnumálastofnun stendur að fyrirmyndardeginum en þá bjóða fyrirtæki og stofnanir atvinnuleitendum með skerta starfsgetu að fylgja starfsmanni eftir í sínu fyrirtæki eða stofnun í einn dag eða hluta úr degi. Með því fá atvinnuleitendur tækifæri á að kynna sér fjölbreytt starfsumhverfi og forsvarsmenn fyrirtækja fá að kynnast styrkleikum hvers þátttakanda.

Efni til endurvinnslu

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

Grunnskólinn í Borgarnesi tekur þátt í Grænfánaverkefninu sem stuðlar að aukinni umhverfisvitund. Í umhverfissáttmála skólans kemur meðal annars fram að endurnýta og endurvinna skuli það sem hægt er. Áhugi er fyrir því innan skólans að nota endurunnið efni og annað sem til fellur með litlum kostnaði við jólaföndur í skólanum. Af þessu tilefni er nú boðið upp á afskrifaðar bækur, birkikubba og köngla á  … Skoða Betur…

Skipulagsauglýsingar

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur á 163. fundi sínum þann 9. nóvember 2017, samþykkt að auglýsa tillögur að breytingu tveggja deiliskipulaga og eru þær auglýstar í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.  Gamli miðbær í Borgarnesi – tillaga að breyttu deiliskipulagi  Breytingin felst í eftirfarandi: Íbúðarlóðirnar Brákarsund 2 og 4 falla niður. Skilgreind verður sameignarlóð, Brákarsund 2, sem tilheyrir Brákarbraut 10 … Skoða Betur…

Hunda- og kattahreinsun 2017

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

Lögbundin hunda- og kattahreinsun verður í Borgarbyggð á eftirtöldum stöðum. Bifröst 29. nóvember í kyndistöðinni kl. 16:00 – 18:00. Borgarnesi 30. nóvember í slökkvistöðinni við Sólbakka. Fyrir hunda með skráningarnr. 1- 300 16:30 -17:30. Fyrir hunda með skráningarnr. 301- 450 17:30 – 19:00 Fyrir ketti 19:15 – 20:15. Gunnar Gauti Gunnarsson annast hreinsunina ofangreinda daga. Hvanneyri 5. desember í slökkvistöðinni kl. 17:00 – 19:00. … Skoða Betur…