Náttúran – lýðheilsuganga FI og UMSB

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

Síðasta lýðheilsuganga Ferðafélags Íslands og UMSB var farin undir yfirskriftinni Náttúran miðvikudaginn 27. september kl.17:00. Gengið var á Hafnarfjallið, upp að “steini”. Gengið var eftir gönguleið uppí hlíðar fjallsins. Var þátttaka góð en tilgangurinn með verkefninu er að hvetja fólk á öllum aldri til útivistar og hreyfingar í góðum félagsskap og efla þar með heilsu sína og lífsgæði.  Allar upplýsingar … Skoða Betur…

Slökkvitækjaþjónusta í Borgarnesi lokuð tímabundið

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

Slökkvitækjaþjónusta slökkviliðs Borgarbyggðar verður lokuð um óákveðin tíma vegna veikinda starfsmanns. Viðskiptavinum er bent á slökkvitækjaþjónustu Björns H. Sveinssonar í Varmalandi við Reykholt Sími: 691 9936. Eða sambærilega þjónustu á Akranesi. Auglýst verður sérstaklega þegar þjónustan opnar að nýju. Slökkviliðsstjóri.

Lokun Borgarbrautar 2.-6. okt.

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

Vegna framkvæmda við lagnir og þverun Borgarbrautar verður lokað fyrir umferð um Borgarbraut á móts við Borgarbraut 57-59 frá og með mánudeginum 2. október til og með föstudeginum 6. október n.k. Verktaki í verkinu er Borgarverk ehf en verkið er unnið fyrir Veitur ohf og Rarik ohf. Hjáleið verður um Kveldúlfsgötu/Kjartansgötu á meðan á framkvæmdum stendur. Beðist er velvirðingar á … Skoða Betur…

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða – umsóknir um styrki

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

Þann 25. september var opnað fyrir umsóknir um styrki úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða fyrir árið 2018. Umsóknarfrestur er til 25. október næstkomandi. Vakin er sérstök athygli á að í kjölfar lagabreytinga er nú í fyrsta sinn auglýst í samræmi við nýjar reglur sem um sjóðinn gilda. Sjá nánar á heimasíðu Ferðamálastofu https://www.ferdamalastofa.is/is/um-ferdamalastofu/frettir/auglyst-eftir-umsoknum-um-styrki-fra-framkvaemdasjodi-ferdamannastada

Starfsemi Safnahúss Borgarfjarðar á næstunni

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

Safnahúsið verður að venju með öflugt menningarstarf í vetur og hefst dagskráin í lok október með fyrirlestrum á sviði arkitektúrs og sagnfræði. Fimmtudaginn 26. október n.k. flytur Sigursteinn Sigurðsson arkitekt erindi sem hann nefnir „Mannvirkin og sagan: Húsahönnun í héraði.“ Nokkrum vikum síðar eða 16. nóvember, verður fyrirlestur Heiðars Lind Hanssonar sagnfræðings á dagskrá með efni úr sögu Borgarness. Sýningin Tíminn … Skoða Betur…

Félagsstarf eldri borgara

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

Félagsstarf eldri borgara fer fram á 1. hæð Borgarbraut 65a í Borgarnesi. Þar er opið kl. 12.00 – 16.00 alla virka daga. Á veturna er skipulagt starf með leiðbeinendum, en á sumrin er opið fyrir spilamennsku og spjall. Elín Valgarðsdóttir skipuleggur starf eldri borgara í Borgarnesi í samráði við notendur og sér um hádegismat í félagsstarfi, innlit og ýmsa þjónustu … Skoða Betur…

Kristín Lilja ráðin í starf innheimtufulltrúa

GAGAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

Starf innheimtufulltrúa hjá Borgarbyggð var auglýst laust til umsóknar á dögunum.  Alls bárust 11 umsóknir um starfið. Eftir úrvinnslu umsókna var ákveðið að ráða Kristínu Lilju Lárusdóttur í starfið. Kristín Lilja, er með MLM gráðu í forystu og stjórnun, BS próf í viðskiptafræði og próf í rekstrarfræði. Kristín hefur mikla reynslu af innheimtu og fjármálaumsýslu hjá Íslandsbanka og einnig gegndi … Skoða Betur…

Sex mánaða uppgjör fyrir Borgarbyggð

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

Á fundi byggðarráðs þann 21. september var lagt fram sex mánaða uppgjör fyrir rekstur, sjóðstreymi og efnahag Borgarbyggðar. Haraldur Örn Reynisson, endurskoðandi frá KPMG, mætti til fundarins og skýrði út uppgjörið. Almennt má segja að rekstur Borgarbyggðar hafi verið heldur betri en áætlað var í fjárhagsáætlun með þegar samþykktum viðaukum. Tekjur samstæðunnar (A+B) eru 1.763 m.kr. eða um 17 m.kr. … Skoða Betur…

Blær er mættur í Borgarbyggð.

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

Forvarnarefnið Vinátta með bangsann Blæ í fararbroddi hefur  nú verið innleitt í alla leikskóla í Borgarbyggð, Ugluklett, Klettaborg, Andabæ, Hnoðraból og Hraunborg. Vináttuverkefnið er forvarnarverkefni gegn einelti fyrir leikskóla. Barnaheill á Íslandi hefur þýtt, staðfært, framleitt og gefið efnið út í samstarfi við Red barnet – Save the Children og Mary Fonden í Danmörku. Vinátta  byggir á nýjustu rannsóknum á … Skoða Betur…