Mikil uppbygging í Borgarbyggð

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

Borgarbyggð er öflugt samfélag með þróttmiklu atvinnulífi. Það er eitt víðfeðmasta sveitarfélag landsins sem býr yfir miklum tækifærum á ýmsa lund. Mikil uppbygging hefur verið í héraðinu undanfarin misseri og mikið er framundan. Framkvæmdahugur er mikill bæði hjá einstaklingum og fyrirtækjum. Því er og hefur verið mikill annatími í skipulags- og byggingarmálum í sveitarfélaginu. Ekki er útlit fyrir annað en … Skoða Betur…

Skólaakstur fyrir grunnskólanema

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

Í vor bauð Borgarbyggð út skóla- og tómstundaakstur og var Ríkiskaup falið að sjá um framkvæmd útboðsins. Óskað var eftir tilboðum í skólaakstur fyrir grunnskólanema í fjögur skólaár, þ.e. frá byrjun skólaárs haustið 2017 til og með loka skólaárs vorið 2021 og akstur grunnskólanemenda í tómstundastarf eftir skóla og í sumarstarfsemi Vinnuskólans og Sumarfjör á sama tímabili. Um er að … Skoða Betur…

Starfsfólk Borgarbyggðar í námi

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

Starfsmenn Borgarbyggðar sem stunda nám á skólaliðabraut framhaldsskóla, háskólanám til leikskóla, grunnskóla, íþrótta- eða tónlistarkennaraprófs eða stunda framhaldsnám á háskólastigi geta sótt um styrk til Borgarbyggðar. Styrkurinn felst í því að starfsmenn halda launum þann tíma sem þeir sækja staðbundnar námslotur og vettvangsnám. Byggðarráð hefur samþykkt fimm umsóknir til leikskólakennaranáms, fjórar umsóknir til grunnskólakennaranáms, þrjár umsóknir til náms í sérkennslufræðum … Skoða Betur…

Umhverfisviðurkenningar 2017

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

Umhverfisviðurkenningar 2017 Ítrekun – Framlengdur frestur Eins og undanfarin ár vill Borgarbyggð veita viðurkenningar fyrir snyrtimennsku og hvetja íbúa til að hjálpa okkur að gera Borgarbyggð að einu snyrtilegasta sveitarfélagi landsins. Veittar verða umhverfisviðurkenningar í Borgarbyggð 2017 í eftirfarandi fjórum flokkum: 1. Snyrtilegasta bændabýlið 2. Snyrtilegasta lóð við íbúðarhús 3. Snyrtilegasta lóð við atvinnuhúsnæði 4. Sérstök viðurkenning umhverfis,-skipulags- og landbúnaðarnefndar … Skoða Betur…

Grunnskólinn í Borgarnesi – frá kynningarfundi

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

Miðvikudaginn 23. Ágúst var haldinn opinn kynningarfundur í Hjálmakletti um niðurstöður úr úttekt verkfræðistofunnar Eflu á húsnæði Grunnskólans í Borgarnesi og fyrirhugaðar framkvæmdir við endurbætur á skólahúsnæði Grunnskólans í Borgarnesi og viðbyggingu. Fundurinn var sérstaklega ætlaður kennurum, starfsfólki, foreldrum og nemendum við Grunnskólann. Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir, starfsmaður Eflu, kynnti niðurstöður úr úttekt á húsnæði skólans. Orri Árnason arkitekt fór yfir … Skoða Betur…

Sorphirða – tafir

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

Tafir eru á sorphirðu í dreifbýli Borgarbyggðar vegna veikinda starfsfólks Íslenska Gámafélagsins. Vonast er til að veikindin gangi hratt yfir og sorphirða komist í rétt horf sem fyrst.

Fjárréttir í Borgarbyggð haustið 2017

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

  Fyrstu réttir Seinni réttir Oddsstaðarétt 6.sept. kl. 9:00 1.okt. Rauðsgilsrétt 17.sept. kl. 10:00 1.okt. Fljótstungurétt 9 og 10.sept. 23.sept. Nesmelsrétt 2. sept. Þverárrétt 11.sept. kl. 7:00 25. sept. 2.okt. Brekkurétt 10.sept. kl. 10:00 24.sept. Svignaskarðsrétt 11.sept. kl. 10:00 25.sept. 2.okt. Grímsstaðarétt 12.sept. kl. 10:00 25.sept. 2.okt. Hítardalsrétt 11.sept. kl. 9:00 24.sept. 2.okt. Kaldárbakkarétt 3.sept. kl. 11:00 Mýrdalsrétt 19.sept.kl. 16:00 … Skoða Betur…

Börn að hefja leikskóladvöl

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

Aðlögun barna er hafin í leikskólum Borgarbyggðar. Þegar leikskóladvöl barns hefst er mikilvægt að það gerist smám saman svo barnið verði öruggt í nýju umhverfi og njóti sín sem best.  Í aðlögun kynnist barnið starfsfólki, öðrum börnum og húsnæði leikskólans.  Á aðlögunartímanum eykst öryggi barnsins smám saman og það verður reiðubúið til að taka þátt í starfi leikskólans. Aðlögun er … Skoða Betur…

Kveldúlfsgatan

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

„Við hönnun á yfirborði Kveldúlfsgötu í Borgarnesi var gert ráð fyrir tveimur gatnaþrengingum fyrir gangandi vegfarendur við götuna.  Önnur var áformuð við Kveldúlfsgötu nr. 5 og hin við Kveldúlfsgötu nr.  19.  Markmið gatnaþrenginga er að draga úr umferðarhraða og minnka þannig slysahættu við götuna. Vegna ábendingu frá íbúum við götuna hefur verið hætt við fyrirhugaða þrengingu við Kveldúlfsgötu nr. 5, … Skoða Betur…

Frístundastyrkur

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

Frístundastyrkur fyrir börn og ungmenni Borgarbyggð minnir á styrki til frístundaiðkunar barna og ungmenna á aldrinum 6-18 ára. Framlagið er kr. 20.000 á ári og er markmið þess að hvetja börn og ungmenni til að taka þátt í frístundastarfi í Borgarbyggð. Hægt er að nýta frístundastyrk í: skipulagt frístundastarf í Borgarbyggð sem stundað er undir leiðsögn þjálfara eða leiðbeinanda samfellt … Skoða Betur…