Tæming ruslatunna á staurum

Borgarbyggð afgreiðslaAthyglisvert, Fréttir

Nokkur umræða hefur átt sér stað að undanförnu um að það komi fyrir að ruslatunnur á staurum séu ekki tæmdar nægjanlega oft. Það er mjög gott að fá slíkar ábendingar því öll viljum við halda umhverfi okkar snyrtilegu og að það sé okkur til sóma. Vinnureglan er sú að tunnurnar eru tæmdar á föstudögum og mánudögum. Vegna þess að ferðafólk … Skoða Betur…

Mikil aðsókn að sundlaugum Borgarbyggðar

Borgarbyggð afgreiðslaAthyglisvert, Fréttir

Mikil aðsókn hefur verið að sundlaugum Borgarbyggðar í sumar. Á degi hverjum sækja milli 500-600 gestir sundlaugina í Borgarnesi. Gerðar voru endurbætur á sundlaugin á Varmalandi í vor en hana sækja um 200-300 manns á dag yfir sumartímann. Um 50 manns hafa sótt sundlaugina á Kleppjárnsreykjum það sem af er sumri. Í Sögu Borgarness 2, Bærinn við brúnna eftir Egil … Skoða Betur…

Fallegt í Borgarnesi

Borgarbyggð afgreiðslaFréttir

„Ef ég hefði átt að lýsa Borgarnesi í byrjun 20. aldarinnar, hefði ég sagt, að það væri versti staður á Íslandi. Þar væri ljótt, sandur og berir klettar, alltaf vont veður, stormur og rigning, og þar lægju skólapiltar og kaupafólk í einni bendu uppi á einhverju stóru pakkhúslofti. En eftir að frú Helga fór að skjóta skjólshúsi yfir mig, uppgötvaði … Skoða Betur…

Lokaskýrsla um húsnæði Grunnskólans í Borgarnesi.

GAGFréttir

Grunnskólinn í Borgarnesi

Verkfræðistofan Efla skilaði þann 19. júlí sl. inn lokaskýrslu um úttekt á húsnæði Grunnskólans í Borgarnesi. Fram kemur í skýrslunni að raka- og mygluskemmdir er að finna í húsnæðinu. Umhverfis- og skipulagssvið mun vinna áætlun um fyrstu viðbrögð við niðurstöðum skýrslunnar, forgangsröðun aðgerða og kostnaðargreiningu sem lögð verður fyrir fyrir byggðarráð. Smíði glugga í suðurhlið er þegar hafin til að … Skoða Betur…

Bilun í bifreið Íslenska Gámafélagsins við losun á Grænu tunnunum

Borgarbyggð afgreiðslaAthyglisvert, Fréttir

Bilun varð í bifreið Íslenska Gámafélagsins við hreinsun á Grænu tunnunum í Borgarbyggð í gær svo ekki var hægt að tæma allar tunnurnar sem átti að tæma. Viðgerð á bifreiðinni stendur yfir og haldið verður áfram hreinsun um leið og hún verður komin í lag. Íbúar og aðrir hlutaðeigandi eru beðnir velvirðingar á óþægindunum.

Plan B Listahátíð og gámastöðin við Sólbakka

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

Borgarbyggð, Íslenska Gámafélagið og Plan-B listahátíð hafa komist að samkomulagi um möguleika á nýtingu efniviðar af gámastöðinni við Sólbakka til listsköpunar. Listamenn hátíðarinnar hafa heimild til að nýta það efni sem berst inn á stöðina sem efnivið í listaverk og gefa þannig gömlum hlutum nýtt líf. Því má búast við því að úrgangur sem berst á gámastöðina við Sólbakka á … Skoða Betur…

Snorrahátíð á laugardaginn

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

Snorrastofa býður til afmælishátíðar næstkomandi laugardag 15. júlí 2017 í Reykholti – í tilefni af  70 ára afmæli Snorrastyttunnar sem Norðmenn gáfu Íslendingum. Fullyrða má að einhver merkasti viðburður í sögu héraðsins á seinni tímum hafi verið afhending Snorrastyttunnar í júlímánuði 1947 – en þá var haldin fjölmennasta þjóðhátíð í sögu héraðsins.  Hátíðarhöldin 1947 voru  í  undirbúningi í áratugi – … Skoða Betur…

Burðarplastpokalaus Borgarbyggð

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

Sveitarstjórn hefur samþykkt að hefja þá vegferð að draga úr notkun á einnota burðarplastpokum í sveitarfélaginu. Til að verkefnið sé vænlegt til árangurs skiptir aðkoma fyrirtækja í sveitarfélaginu lykilmáli, fyrirtækja sem afhenda kaupendum vörur í poka. Fulltrúar Borgarbyggðar hafa nú heimsótt vel flest fyrirtæki í sveitarfélaginu til að kynna verkefnið og hafa viðtökur verið mjög góðar. Í ljós kemur að … Skoða Betur…

Félagsmiðstöðin Óðal – laus störf

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

Óskað er eftir frístundaleiðbeinendum í félagsmiðstöðina Óðal veturinn 2017-2018. Markhópur félagsmiðstöðva eru unglingar á aldrinum 13-16 ára. Í boði er hlutastarf þar sem vinnutíminn er síðdegis og á kvöldin. Helstu verkefni og ábyrgð Leiðbeina unglingum í leik og starfi. Umsjón og undirbúningur á faglegu félagsmiðstöðvastarfi í samvinnu við tómstundafulltrúa. Samráð og samvinna við unglinga og starfsfólk skóla. Samskipti við foreldra/forráðamenn. … Skoða Betur…