Hreinsun rotþróa

Borgarbyggð afgreiðslaFréttir

  Þessa dagana er unnið að hreinsun rotþróa í sveitarfélaginu og sér Holræsa- og stífluþjónusta Suðurlands um verkið venju samkvæmt. Til að auðvelda hreinsunina þurfa húseigendur að tryggja óheft aðgengi, sjá til þess að hlið séu ólæst svo og merkja staðsetningu rotþróar. Hægt er að sjá nánari upplýsingar m.a. hvenær rotþrær voru síðast tæmdar á Rotþróakorti sem má nálgast  hér. … Skoða Betur…

Flokkunarleiðbeiningar á ensku og pólsku

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

Flokkunarleiðbeiningar fyrir úrgang á ensku og pólsku birtast nú á heimasíðunni. Gott væri ef húseigendur og húsfélög gætu bent leigjendum sínum á þessar upplýsingar, og íbúar hjálpist að við að koma þessum upplýsingum til þeirra sem á þurfa að halda. FLokkunartaflapólska2016 flokkunartaflaenska2016 Flokkunartafla á íslensku  

Fundir byggðarráðs í júlí

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

Á fundi sveitarstjórnar þann 8. Júní sl. var ákveðið að sveitarstjórn taki frí frá fundarhöldum til júlíloka. Næsti fundur sveitarstjórnar verður haldinn þann 10. ágúst n.k. Því fer byggðarráð með fullnaðarumboð sveitarstjórnar til afgreiðslu mála fram til júlíloka. Byggðarráð fundar sem hér segir á þessum tíma: Fimmtudaginn 6. júlí Fimmtudaginn 20. júlí Ekki verða haldnir fundir hjá byggðarráði þann 29. … Skoða Betur…

Vinabæjarmót í Borgarbyggð

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

Dagana 30. júní til 2. júlí verður haldið vinabæjamót í Borgarbyggð.  Sveitarfélagið Borgarbyggð og Borgarfjarðardeild Norræna félagsins hafa haft veg og vanda að undirbúningi mótsins.  Tæplega 60 gestir frá vinabæjunum Borgarbyggðar munu taka þátt í mótinu.  Vinabæir Borgarbyggðar eru:  Ullensaker í Noregi, Falkenberg í Svíþjóð, Odsherred í Danmörku og Eysturkommuna í Færeyjum. Flestir gestanna er á vegum norrænu félaganna en … Skoða Betur…

Skógarkerfill

Borgarbyggð afgreiðslaAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

Skógarkerfill er ágeng tegund og mikill vilji er til að hefta útbreiðslu hans í landi sveitarfélagsins. Íbúar eru því hvattir til að ráðast gegn honum í sínu nánasta umhverfi sé þess nokkur kostur. Sjá má nánari upplýsingar og myndir af plöntunni  í fyrri frétt um málið (mynd: Erling Ólafsson) https://borgarbyggd.is/frettir-slideshow/skogarkerfill/

Klettaborg – úr könnun Skólapúlsins 2017

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

Helstu niðurstöður úr foreldrakönnun Skólapúlsins vorið 2017 Leikskólar í Borgarbyggð nota kannanakerfið Skólapúlsinn til að fylgjast með og bæta innra starf leikskólanna og var könnun framkvæmd í mars s.l. Í Klettaborg voru niðurstöðurnar afar ánægjulegar en foreldrakönnunin innihélt 31 matsþátt í sex flokkum þar sem hver matsþáttur innihélt eina eða fleiri spurningar, niðurstöðurnar voru svona: Daglegt leikskólastarf Ánægja með leikskólann … Skoða Betur…

Stuðningur v. náttúruhamfara á Grænlandi

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

Byggðarráð Borgarbyggðar samþykkti á fundi sínum þann 22. Júní sl. að styrkja söfnunina „Vinátta í verki“ sem hrundið var af stað vegna náttúruhamfaranna á vesturströnd Grænlands sem lögðu þorpið Nuugaatsiaq í rúst, um kr. 100.000.- Það er eðlilegt að leggja nágrönnum okkar í vestri stuðning þegar þeir þurfa á að halda eins og þeir gerðu á sínum tíma þegar vestfirsk … Skoða Betur…

Brákarhátíð 2017

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

Dagskrá Brákarhátíðar. Fimmtudagur 20:00-21:30 Fjölskyldutónleikar Pylsur og svali í boði Arion banka á vellinum fyrir neðan Þórðargötu. Hljómlistafélag Borgarfjarðar og fleiri spila. Föstudagur Götugrill í hverfum og tónlistarmenn heimsækja götugrill og leiða söng. Laugardagur 10:00-11:30 Dögurður við íþróttavöll 10:00-11:00 Víkingaskart fyrir börnin 11:00-17:00 Ljósmyndasýning úr 150 ára sögu Borgarness í Óðali 11:00-12:00 Latabæjarþrautabraut á íþróttavelli 10:30-12:00 Söguganga frá íþróttahúsi 12:00-15:00 … Skoða Betur…

Garðáhöld til láns

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

Ákveðið hefur verið að fara í tilraunaverkefni með íbúum sem felst í að lána íbúum garðáhöld, t.d. skóflur, garð- og heyhrífur, pilljárn og heyhrífur. Fyrirkomulagið er með  þeim hætti að hægt er að nálgast og skila áhöldum hjá flokkstjóra Vinnuskólans við UMSB húsið við Skallagrímsgötu 7a í Borgarnesi þrisvar á dag, kl. 8:00, 12:00 og 15:45. Með þessu er verið … Skoða Betur…

Úr lögreglusamþykkt Borgarbyggðar

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

Til upplýsingar fyrir íbúa Borgarbyggðar: Komið hafa upp tilvik að undanförnu þegar íbúar í Borgarbyggð hafa orðið fyrir óþægindum og ónæði vegna þess að ferðafólk tjaldar innan þéttbýlisins, gistir í húsbýlum og gistibifreiðum á lóðum sveitarfélagsins og á öðrum opnum svæðum og gengur að öðru leyti illa um á ýmsan hátt. Enda þótt hér sé vitaskuld um undantekningar að ræða … Skoða Betur…