Snjómokstur frá sorpílátum

Borgarbyggð afgreiðslaAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

Eins og gefur að skilja er ófært fyrir starfsfólk í sorphirðu að draga sorpílát upp úr þeim sköflum sem víða eru og því eru íbúar vinsamlegast beðnir að huga að snjómokstri  frá sorpílátum. Græna tunnan verður losuð miðvikudaginn 1. mars í Borgarnesi og því væri gott ef íbúar tækju sér skóflu í hönd í dag til að auðvelda sorphirðu.

Hvanneyrardeild Grunnskóla Borgarfjarðar fær viðurkenningu frá Landvernd

Borgarbyggð afgreiðslaAthyglisvert, Fréttir

Landvernd stóð fyrir ráðstefnu um Skóla á grænni grein í byrjun febrúar, en það er stærsta verkefni í menntun til sjálfbærni á Íslandi og í heiminum öllum. Kristján Þór Júlíusson, mennta- og menningarmálaráðherra, og Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra ávörpuðu ráðstefnugestina og veittu tveimur skólum sérstaka viðurkenningu fyrir að hafa unnið flesta Grænfána. Hvanneyrardeild Grunnskóla Borgarfjarðar var einn þeirra en … Skoða Betur…

Útboð á skóla- og tómstundaakstri

Borgarbyggð afgreiðslaAthyglisvert, Fréttir

Ríkiskaup, fyrir hönd Borgarbyggðar og Skorradalshrepps óska eftir tilboðum í skóla- og tómstundaakstur fyrir nemendur, til og frá skóla að morgni og aftur heim síðdegis, alla skóladaga. Útboðið skiptist í 7 flokka og undirflokka (leiðir). Heimilt er að bjóða í einstaka flokka eða einstakar leiðir (undirflokka) útboðsins. Óskað er eftir tilboðum í skólaakstur með grunnskólanemendur í fjögur skólaár, þ.e. frá … Skoða Betur…

150 ára afmæli Borgarness

Borgarbyggð afgreiðslaFréttir

Þann 22. mars n.k. verða liðin 150 ár síðan Borgarnes fékk verslunarréttindi. Þessara tímamóta verður minnst á ýmsan hátt. Sveitarstjórn Borgarbyggðar mun halda hátíðarfund í Kaupangi, elsta húsi Borgarness kl. 15:00 í tilefni dagsins. Kl. 17:00 verður opnuð ljósmyndasýning í Safnahúsi Borgarfjarðar þar sem myndir fjögurra ljósmyndara frá ýmsum tímum í sögu Borgarness verða sýndar. Þann 29. apríl n.k. verður … Skoða Betur…

Milljarður rís

Borgarbyggð afgreiðslaFréttir

UN Women vinnur að verkefninu „Öruggar borgir“ í fjölda landa. Markmið verkefnisins er að vekja athygli á stöðu kvenna víða um heim og því ofbeldi sem þær eru beittar. Athygli almennings á verkefninu hefur verið vakin með því að safna fólki saman til að dansa í hádeginu, einn dag á ári. Undanfarin ár hefur þessi viðburður einungis verið haldinn í … Skoða Betur…

Urðunarstaðurinn við Bjarnhóla – Opnunartímar

Borgarbyggð afgreiðslaFréttir

Urðunarstaðurinn við Bjarnhóla – Opnunartímar Nú hefur verið lokið við að girða af og loka móttökustað fyrir óvirkan úrgang við Bjarnhóla. Þetta svæði er ætlað til móttöku óvirks úrgangs frá verktökum og fyrirtækjum á svæðinu og hefur starfsleyfi Umhverfisstofnunar sem slíkur. Frá og með 1. mars 2017 verða fastir opnunartímar á svæðinu á þriðjudögum og fimmtudögum milli kl. 13:00 og … Skoða Betur…

Mannauðsstjóri Borgarbyggðar

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

Nýlega var auglýst eftir umsóknum um starf mannauðsstjóra hjá Borgarbyggð.  14 umsóknir bárust um starfið en einn umsækjenda dró umsókn sína til baka. Umsækjendur voru: Einar G. G. Pálsson   Borgarnesi Elín Magnúsdóttir  Borgarnesi Guðjón Helgi Egilsson  Reykjavík Guðni Birkir Ólafsson   Mosfellsbæ Ingi Hreinsson  Mosfellsbæ Ingibjörg Guðmundsdóttir Hafnarfirði Kristín Lilja Lárusdóttir Borgarnesi Jóhannes B. Pétursson  Hafnarfirði Kristín Ólafsdóttir  Reykjavík Silja Eyrún … Skoða Betur…

Allir lesa

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

Landsleikurinn ALLIR LESA er nú í fullum gangi og hafa þátttakendur lesið samtals 850 daga á þeim 14 dögum sem liðnir eru af keppninni. Sveitarfélögin keppast við að hvetja bæjarbúa áfram og víða keppa sjálfir bæjarstjórarnir til sigurs, enda heiður sveitarfélagsins í húfi! Borgarbyggð er þessa stundina í 18. sæti, fimm sætum ofar en nágrannarnir í Reykjavík, og hafa lestrarhestar bæjarins lesið að meðaltali … Skoða Betur…

Laust starf í áhaldahúsi

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

Starfsmaður í áhaldahús Borgarbyggðar Borgarbyggð óskar eftir að ráða starfsmann í áhaldahús Borgarbyggðar. Starfið felst í vinnu við ýmsar verklegar framkvæmdir og umhirðuverkefni á vegum áhaldahúss, s.s. við gatnakerfi, opin svæði og veitur.  Næsti yfirmaður verður verkstjóri áhaldahúss Borgarbyggðar. Menntunar og hæfniskröfur eru vinnuvélaréttindi, iðnmenntun sem nýtist í starfi er æskileg svo og reynsla af sambærilegum störfum.    Hæfni og lipurð … Skoða Betur…

Borgarbraut 55, 57 og 59 – skipulagsauglýsing

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur samþykkt á 151. fundi þann 2. febrúar 2017, að auglýsa eftirfarandi skipulög:  Miðsvæði Borgarness – breyting á aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010 – 2022 Sveitarstjórn hefur samþykkt tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010 – 2022 Miðsvæði til auglýsingar. Tillagan er sett fram á uppdrætti og í greinargerð dags. 31.1.2017 og felur í sér breytingu fyrir götureit innan miðsvæðis … Skoða Betur…