Aðalsskipulag Borgarbyggðar 2010 – 2022

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

Á fundi sínum þann 22. desember sl. samþykkti sveitarstjórn Borgarbyggðar að auglýsa breytingu á aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010 – 2022 Miðsvæði Borgarnes. Tillagan er sett fram á uppdrætti og greinargerð dags. 15.12.2016. Hún felur í sér breytingu fyrir götureit innan miðsvæðis Borgarness M. Innan miðsvæðis verður skilgreindur götureitur þannig að úr verði tveir miðsvæðisreitir M1 og M3. Nýr reitur M3 er … Skoða Betur…

Borgarbraut 59

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

Föstudaginn 23. desember sl. felldi Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindarmála úr gildi ákvörðun byggingarfulltrúa Borgarbyggðar frá 3. október sl. um að samþykkja leyfi til að byggja hótelbyggingu, opinn bílakjallara og tæknirými í kjallara við Borgarbraut 59. Framkvæmdir munu því stöðvast þar til nýtt deiliskipulag hefur verið samþykkt en unnið verður að því að festa tryggilega þær einingar sem þegar er búið að reisa til … Skoða Betur…

Fréttir af skólastarfi í Borgarbyggð

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir

Út er komið tímaritið Skólaþræðir, en það er tímarit Samtaka áhugafólks um skólaþróun. Samtökin eru umræðu- og samstarfsvettvangur fólks sem hefur áhuga á markvissri þróun skólastarfs, skólaumbótum og rannsóknum. Í fyrsta tölublaði tímaritsins má finna annars vegar grein um jólaútvarp Grunnskólans í Borgarnesi, Útvarp Óðal fm 101,3 eftir Kristínu M. Valgarðsdóttir deildarstjóra. Hins vegar má þar finna grein eftir Helgu J. Svavarsdóttir deildarstjóra Hvanneyrardeildar … Skoða Betur…

Frestun sorphirðu v. veðurs

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

Lokað er á urðunarstaðnum í Fíflholtum í dag vegna veðurs, og því er ekki unnt að hirða gráu tunnuna í Borgarnesi eins og til stóð skv. sorphirðudagatali. Sorpið verður hirt um leið og veður leyfir. Beðist er velvirðingar á óþægindunum sem þetta kann að valda.

Gámastöðin Sólbakka

Ráðhús BorgarbyggðarFréttir

Vakin er athygli á að gámastöðin við Sólbakka í Borgarnesi verður lokuð um jól og áramót sem hér segir: 24.-26. Des: lokað 27.-30. Des: hefðbundinn afgreiðslutími 31.-1. Jan: lokað Frá og með 2. Jan: hefðbundinn afgreiðslutími

Kynningarfundur v. Borgarbraut 55 – 59

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

Hér má finna gögn vegna kynninga á aðalskipulagsbreytingu og deiliskipulagsbreytingu vegna miðsvæðis Borgarness (Borgarbraut 55 – 59) sem lögð voru fram og kynnt á kynningarfundi í Hjálmakletti 20. des s.l. Breyting Aðalskipulag Miðsvæði kynningarfundur 20-12-16 Breyting á deiliskipulagi Borgarbraut 55-59 kynningarfundur 20-12-2016

Aukafrídagur um jólin

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir

Eins og allir vita þá er jólum og áramótum þannig skipað í dagatalinu þetta árið að frídagar umfram venjulega helgi eru mjög fáir. Af þeim sökum var tekin um það ákvörðun hjá Borgarbyggð að gefa starfsmönnum sveitarfélagsins einn aukafrídag yfir hátíðarnar. Þeir starfsmenn sem hafa unnið af sér jólafríið geta tekið frídaginn út síðar í samráði við stjórnendur sinna stofnana. … Skoða Betur…

149. fundur sveitarstjórnar Borgarbyggðar

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

FUNDARBOÐ   fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar verður haldinn í fundarsal í ráðhúsinu að Borgarbraut 14 í Borgarnesi, 22. desember 2016 og hefst kl. 10:00 Dagskrá: Fundargerð 1.   1612010F – Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd – 43 1.1 1609111 – Miðsvæði Borgarnes – breyting á aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010 – 2022 1.2 1609112 – Borgarbraut 55 – 59, breyting á deiliskipulaginu frá árinu 2007 … Skoða Betur…