Umf Skallagrímur 100 ára

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

Skallagrímur 100 ára Ungmennafélagið Skallagrímur í Borgarnesi fagnar 100 ára afmæli á þessu ári.  Félagið var formlega stofnað 3 desember 1916.  Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá stofnun félagsins og starfsemi þess tekið breytingum í áranna rás.  Í dag eru fimm deildir starfandi innan félagsins: sunddeild, knattspyrnudeild, körfuknattleiksdeild, badmintondeild og leikdeild.  Lengi vel var einnig starfandi frjálsíþróttadeild en hún … Skoða Betur…

Tímabundin lokun á hjáleið

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

Tilkynning frá framkvæmdasviði. Að ósk lögreglunnar verður hjáleið inn á Kveldúlfgsgötu frá Þórðargötu lokuð þar til framkvæmdir við gatnagerðina hefjast á nýjan leik.  

Upphaf aðventu í Borgarbyggð

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

Upphaf aðventu í Borgarbyggð sunnudaginn 27. nóvember 2016 Ljós og náttúra Vesturlands – Sýning í Safnahúsi opnuð kl.15.00 Jón R. Hilmarsson sýnir ljósmyndir sem hann hefur tekið á Vesturlandi. Við opnunina mun Alexandra Chernyshova koma fram og boðið verður upp á veitingar. Jólaljósin tendruð á Kveldúlfsvelli kl. 17.00 Ljósin verða tendruð á jólatré Borgarbyggðar við Kveldúlfsvöll. Þar mun Geirlaug Jóhannsdóttir … Skoða Betur…

Íbúafundur um verndarsvæðið í Andakíl

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

Íbúafundur um verndarsvæðið í Andakíl miðvikudaginn 30. nóvember 2016 kl 20:00  í Ásgarði, húsnæði Landbúnaðarháskóla Íslands Umhverfisstofnun boðar til kynningar- og samráðsfundar um stjórnunar- og verndaráætlun  fyrir búsvæði fugla í Andakíl. Á fundinum verður sagt frá gerð stjórnunar- og verndaráætlana almennt og áætlun fyrir verndarsvæðið í Andakíl sérstaklega en unnið er að gerð hennar um þessar mundir. Í kjölfarið verður … Skoða Betur…

Borgnesingur í hættu! Upplestur í Safnahúsi

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir

Miðvikudaginn 23. nóvember verður upplestur á nýrri bók í héraðsbókasafni Borgarfjarðar í Safnahúsi.  Þar kynnir Hildur Sif Thorarensen sína fyrstu bók sem heitir Einfari. Hildur er 32ja ára hugbúnaðarverkfræðingur sem nú leggur stund á nám í læknisfræði í Osló. Á meðan á verkfræðináminu stóð tók hún nokkra áfanga í ritlist og námskeið í skrifum á kvikmyndahandritum, þá hefur hún starfað … Skoða Betur…

Málþing um framtíð ferðaþjónustu í Borgarbyggð

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

Málþing um framtíð ferðaþjónustu í Borgarbyggð verður haldið í Hjálmakletti miðvikudaginn 23. nóvember kl. 18:00 – 22:00. Framsöguerindi frá kl. 18:00 til 19:30: Setning málþingsins; Guðveig Eyglóardóttir formaður starfshóps um ferðamál í Borgarbyggð Fjárhagsleg tengsl ferðaþjónustu og Borgarbyggðar; Vífill Karlsson atvinnuráðgjafi hjá SSV Framtíðarsýn ferðaþjónustu í Borgarbyggð; Guðveig Eyglóardóttir hótelstýra Bifröst og formaður starfshóps um ferðamál í Borgarbyggð Skipulagsvinna og … Skoða Betur…

Dagur nýsköpunar

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir

DAGUR NÝSKÖPUNAR Á VESTURLANDI  verður haldinn í Landnámssetrinu í Borgarnesi  miðvikudaginn 23. nóvember og hefst dagskrá kl. 13.30 UPPBYGGINGARSJÓÐUR VESTURLANDS  mun úthluta styrkjum til nýsköpunar í atvinnulífi,  en sjóðurinn úthlutar styrkjum til nýsköpunar tvisvar sinnum á ári og er þetta seinni úthlutun þessa árs. BJARNI MÁR GYLFASON frá Samtökum iðnaðarins og ODDUR STURLUSON frá Icelandic startup flytja erindi um nýsköpun. … Skoða Betur…

Afhending örnefnaskrár

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

Félag aldraðra í Borgarfjarðardölum, FaB, afhenti þann 9. nóvember Landmælingum Íslands örnefnaskrá sem félagið hefur af mikilli elju safnað saman á s.l. 23 árum. Skráin inniheldur örnefni úr Skorradalshreppi og öllum hreppum gömlu Borgarfjarðarsveitar . Ekki þarf að efast um að hér hefur félagið unnið þrekvirki og bjargað ómetanlegri þekkingu frá glötun.  Einnig afhenti félagið Safnahúsi Borgarfjarðar afrit af örnefnaskrám og kortum … Skoða Betur…