Borgarbyggð vinnur mál gegn Íbúðalánasjóði

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

Þegar Borgarbyggð byggði hjúkrunarálmuna við Brákarhlíð var tekið framkvæmdalán hjá Íbúðalánasjóði vegna framkvæmdanna.  Þegar lánið var greitt upp við lok framkvæmdanna kom upp ágreiningur á milli sveitarfélagsins og sjóðsins um hvenær gjalddagi lánsins væri og krafði Íbúðalánasjóður Borgarbyggð um rúmlega 60 millj kr dráttarvexti.  Sveitarfélagið greiddi dráttarvextina með fyrirvara um réttmæti kröfunnar. Til að fá skorið úr um réttmæti kröfunnar … Skoða Betur…

Rafmagnslaust í Reykholti

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir

Tilkynning Rafmagnslaust verður á morgun föstudaginn 30 sept kl: 09.30 til 11.00 í Reykholti Borgarbyggð vegna vinnu við dreifikerfið. Rarik biðst velvirðingar á óþægindum sem af þessu stafa. Bilanasími 5289390

Borgarbraut 57 – 59, staða mála

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir

Eins og komið hefur fram í fréttum þá felldi Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindarmála föstudaginn 23. september sl. úr gildi breytingu á deiliskipulagi vegna lóðanna að Borgarbraut 55-59 sem samþykkt var af sveitarstjórn Borgarbyggðar þann 14. apríl sl. Starfsfólk umhverfis- og skipulagssviðs Borgarbyggðar hefur unnið að því að bregðast við niðurstöðunni á sem markvissastan hátt. Þriðjudaginn  27. september sl. var haldinn … Skoða Betur…

Tilsjón á heimili

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir

Við leitum að aðila sem er tilbúinn til að vera stuðningur við barnafjölskyldur inni á heimilinu nokkra klukkutíma á viku. Starfið felst í leiðbeiningum og aðstoð við skipulag heimilishalds og umönnun barna. Æskilegt að  umsækjandi hafi menntun og/eða reynslu af vinnu með börnum og fjölskyldum. Nánari upplýsingar hjá starfsmönnum barnaverndar: Freyju Smáradóttur, Ingu Vildísi Bjarnadóttur og Hjördísi Hjartardóttur. Sími: 4337100. … Skoða Betur…

Samningur um hönnun og kostnaðargreiningu á lagningu á ljósleiðara í Borgarbyggð.

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

Á föstudaginn var gengið frá samningi við Snerru ehf um frumhönnun og kostnaðargreiningu á lagningu ljósleiðara hér í Borgarbyggð. Hér er um að ræða fyrstu skref í átt að ljósleiðaravæðingu alls sveitarfélagsins en vonir stands til þess að verkefnið komist á framkvæmdastig hið fyrsta. Guðmundur Daníelsson eigandi Snerru ehf hefur komið að hönnun kerfa fyrir fjölmörg sveitarfélög og væntir Borgarbyggð … Skoða Betur…

Köttur í óskilum

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir

Gulur og hvítur högni er í haldi gæludýraeftirlitsmanns. Hann fannst við Syðstu-Fossa og er ómerktur og ekki með örmerki. Þeir sem þekkja til kattarins eru beðnir að snúa sér til gæludýraeftirlits, sími 892-5044

Lokun sundlaugar

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir

Vegna skorts á heitu vatni verður sundlaugin í Borgarnesi lokuð til kl. 11 á morgun, fimmtudag, en þá verður heita vatnið komið á þar.

Heitavatnsleysi

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir

Lokað verður fyrir heita vatnið í Borgarnesi á morgun, 22. sept. milli kl. 05 – 13. Lokunin á við Kveldúlfsgötu og allt svæðið  fyrir neðan Vegagerðina.

Alþingiskosningar 2016

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir

Nú er ljóst að kosið verður til Alþingis þann 29. október 2016. Viðmiðunardagur kjörskrár er fimm vikur fyrir kjördag og þurfa því allar breytingar á lögheimili að vera skráðar fyrir lok dags þann 23. september n.k. en kjördeildarkerfinu verður lokað sama dag. Þær lögheimilisbreytingar sem berast eftir viðmiðunardag fara ekki inn á kjörskrárstofn. (úr bréfi Þjóðskrár 21.9.) Mynd GJ.

Andabær – laus störf

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir

Leikskólinn Andabær, Hvanneyri – Leikskólakennarar – Deildarstjóri Heilsuleikskólinn Andabær, Hvanneyri auglýsir eftir leikskólakennurum. Um er að ræða 100% stöðu og 70% stöðu. Einnig auglýsum við eftir leikskólakennara í 100% stöðu til að leysa af tímabundið starf deildarstjóra. Leitað er að metnaðarfullum einstaklingum sem eru tilbúnir til að taka þátt og leiða áfram gott faglegt starf í leikskólanum. Helstu verkefni og ábyrgð deildarstjóra: Meginverkefni: Vinnur samkvæmt … Skoða Betur…