Unglingalandsmót UMFÍ 2016

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

Unglingalandsmót UMFÍ, það 19. í röðinni,  hófst í dag með keppni í golfi og körfubolta. Á morgun föstudag hefst keppni í öðrum greinum en alls er keppt í 14 greinum auk þess sem fjölbreytt afþreyingardagskrá er í boði fyrir alla fjölskylduna.  Mótið verður formlega sett á Skallagrímsvelli kl. 20.00 á föstudagskvöld. Unnið hefur verið að undirbúningi um nokkurt skeið með … Skoða Betur…

Nýr bæklingur og gönguleiðakort um Einkunnir

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

Út er kominn nýr bæklingur um fólkvanginn Einkunnir. Í honum er að finna upplýsingar um tilurð fólkvangsins, einkenni hans, skipulag og nýtingu. Á bakhliðinni er kort af svæðinu ásamt gönguleiðakorti. Bæklinginn er hægt að nálgast í ráðhúsinu  og á upplýsingamiðstöðvum. EINKUNNIR.minniupplausn

Fullt af tækifærum í Borgarbyggð

GAGFréttir

Ráðhús Borgarbyggðar

Hjá Borgarbyggð er verið að auglýsa eftir fólki í nokkur laus störf, nánar er hægt að kynna sér laus störf hjá Borgarbyggð með því að smella hér.

Laust starf við Grunnskóla Borgarfjarðar

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

Vegna óvæntra forfalla vantar grunnskólakennara við Grunnskóla Borgarfjarðar Kleppjárnsreykjum næsta vetur. Kennslugreinar: • textílmennt, • íslenska og samfélagsgreinar á miðstig Umsóknarfrestur er til 25.júlí. Allar upplýsingar veitir Ingibjörg Adda Konráðsdóttir í síma 8401520 eða í netfangi ingibjorg.adda.konradsdottir@gbf.is

Unglingalandsmót UMFÍ haldið í Borgarnesi.

GAGFréttir

Dagana 28. – 31. júlí n.k. verður Unglingalandsmót UMFÍ haldið í Borgarnesi. Það er ánægjuefni að Borgarnes skuli enn einu sinni vera vettvangur fyrir þessa glæsilegu fjölskylduhátíð. Reynsla undanfarinna ára hefur sýnt og sannað að mikill fjöldi keppenda, aðstandenda þeirra og annars áhugafólks mun sækja Borgarnes heim á meðan á unglingalandsmótinu stendur. Í þessu sambandi er það metnaðarmál okkar allra … Skoða Betur…

Skógarkerfill

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

Skógarkerfill er ágeng tegund sem hefur sótt í sig veðrið á Suðvesturlandi undanfarin ár. Merkja má aukningu í útbreiðslu skógarkerfils í Borgarbyggð og þekkt er að kerfillinn getur á skömmum tíma orðið að illgresi, þ.e. dreifst og vaxið þar sem fólk kærir sig ekki um. Þrjár leiðir hafa einkum verið notaðar í baráttunni við kerfilinn; beit, sláttur og úðun. Vitað … Skoða Betur…

Hvanneyrarhátíð 2016

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

Efnt verður til árlegrar Hvanneyrarhátíðar laugardaginn 9. júlí. Dagskráin er glæsileg og er hún hér meðfylgjandi. smelltu á myndina til að sjá skýrar.< /center>