Brákarhátíð 2016

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

Brákarhátíð 2016 var haldin hátíðleg um síðustu helgi og var margt á dagskrá. Hverfaskreytingar og götugrill á föstudag, skemmtun í Skallagrímsgarði, kvöldvaka í Englendingavík og fl. á dagskrá á laugardag, ásamt dansleik í Hjálmakletti. Sjá má myndir og fleira á facebook síðu Brákarhátíðar.

Starfsmann vantar strax

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

Starfsmann vantar strax  til 15.ágúst í 75% starf við Sundlaugina á Kleppjárnsreykjum vinnutími frá kl 12:30-18:30 frá fimmtudegi til mánudags. Frí þriðjudaga og miðvikudaga. Nánari upplýsingar veitir Ingunn í síma 898 1210

Kjördeildir í Borgarbyggð

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

AUGLÝSING UM SKIPAN Í KJÖRDEILDIR Í BORGARBYGGÐ Við forsetakosningar laugardaginn 25. júní 2016 er skipan í kjördeildir í Borgarbyggð sem hér segir: Borgarneskjördeild í Hjálmakletti (Menntaskólanum) í Borgarnesi Þar kjósa íbúar á svæðinu milli Langár og Gljúfurár. Kjörfundur hefst kl. 9,oo og lýkur kl. 22,oo Lindartungukjördeild í félagsheimilinu Lindartungu Þar kjósa íbúar á svæðinu milli Hítarár og Haffjarðarár. Kjörfundur hefst … Skoða Betur…

Hjólað hringinn í kring um landið

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

Þorsteinn Eyþórsson er nú við það að ljúka hringferð sinni á reiðhjóli umhverfis landið. Er hann aðeins á undan áætlun en hans er að vænta yfir Borgarfjarðarbrúna kl. 18:30 í dag. Ferðin hefur gengið vel og er þess vænst að einhverjir komi yfir fjörð og hjóli með honum síðasta spölinn. Ferðinni lýkur svo formlega við Geirabakarí þar sem hún hófst.

Frá íbúafundum

Ráðhús BorgarbyggðarFréttir

Tveir íbúafundir um fjármál Borgarbyggðar hafa verið haldnir síðustu daga. Þar hafa sveitarstjórnarmenn, sveitarstjóri og fulltrúi frá KPMG farið yfir ársreikning og „Brúna til framtíðar“ ásamt því að fleira hefur borið á góma. Hér er hægt að nálgast gögn frá þessum fundum. Borgarbyggð Brúin til framtíðar samantekt Íbúafundur í júní

Íbúum fjölgar í Borgarbyggð.

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

Eftir nokkra fækkun íbúa á árunum eftir hrun þá er íbúum Borgarbyggðar farið að fjölga á nýjan leik. Á síðustu þremur árum hefur íbúum sveitarfélagsins fjölgað um 4,8% eða nálægt 170 manns. Þann 1. janúar 2016 voru íbúar Borgarbyggðar samtals 3.637. Það skiptir miklu máli fyrir samfélagið allt að þróunin sé í þessa átt. Eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði í héraðinu hefur … Skoða Betur…

Úthlutun styrkja úr Jafnréttissjóði Íslands 19. júní

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

Þann 19. júní s.l. var úthlutað styrkjum úr jafnréttissjóði Íslands í fyrsta sinn. Anna Magnea Hreinsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs Borgarbyggðar hlaut þar styrk að upphæð 1 millj. kr. til verkefnis sem ber heitið: „Ekki vera yfir aðra hafin, né undir aðra gefin heldur standa jafnfætis öðrum“ Meginmarkmið verkefnisins er að efla sjálfsmynd drengja og stúlkna í skólum Borgarbyggðar. Áhersla verði lögð … Skoða Betur…

17. júní í Borgarbyggð

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

Nálgast má dagskrá hátíðarhalda í Borgarbyggð á 17.júní undir viðburðir. Hátíðarhöld verða í Borgarnesi, á Hvanneyri, í Reykholti og í Lundarreykjadal. Skrúðganga verður frá Borgarneskirkju í Skallagrímsgarð kl. 14:00 og tekur hátíðardagskrá við í Skallagrímsgarði þegar þangað er komið. Athugið að fornbílar og bifhjól verða á ferðinni í Borgarnesi kl.13.00.

Aldan

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

Fjöliðjan flutti í desember sl. út í Brákarey, að Brákarbraut 25, og fékk nýtt nafn Aldan – dósamóttaka og Aldan – vinnustofa. Öll aðstaða er betri, bæði mikið meira rými og bjartara. Standsetningu húsnæðisins er ekki lokið en vonir standa til að það verði fyrr en seinna. Aldan dósamóttaka er opinn frá 8:00-12:00 og 13:00-16:00. Dósamóttakan tekur á móti plastflöskum, … Skoða Betur…

Skipulags- og byggingarfulltrúi

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

Gunnar Sigurgeir Ragnarsson hefur verið ráðinn sem skipulags- og byggingarfulltrúi Borgarbyggðar.  Gunnar er byggingarfræðingur BSc frá Vitusbering Horsens í Danmöku og með sveinsprófi í húsasmíði frá Fjölbrautarskóla Vesturlands.  Hann hefur starfað innan byggingariðnaðarins í um 25 ár og sem skipulags- og byggingarfulltrúi Grundarfjarðarbæjar sl ár. Alls bárust 4 umsóknir um  starfið.  Aðrir umsækendur voru:  Berglind Ragnarsdóttir, Myrra Ösp Gísladóttir og … Skoða Betur…