Sundkeppni sveitarfélaganna

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

Þá er lokið sundkeppni sveitarfélaganna sem haldin var í tilefni hreyfiviku UMFÍ. Íbúar Borgarbyggðar hafa verið duglegir að synda en sveitarfélagið er í 11. sæti með 84 m. á hvern íbúa. Lokaúrslit eru eftirfarandi: 1 Rangárþing Ytra, Hella 487m á hvern íbúa Samtals 401.200km 2 Hrísey 413m á hvern íbúa Samtals 64.375km 3 Rangárþing Eystra, Hvolsvöllur 268m á hvern íbúa … Skoða Betur…

Kvennahlaup ÍSÍ Borgarnesi

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

Kvennahlaupið fer fram 4.júní kl 11. Hlaupið verður frá íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi. Hlaupin verður vegalengd við alla hæfi. Bolirnir verða seldir í Nettó fimmtudaginn 2.júní og föstudaginn 3.júní milli 16-19. Bolur á fullorðinn kostar 2000.- og barnabolirnir kosta 1000.- Verðið á bolunum er um leið þátttökugjald í hlaupinu og fá allir viðurkenningu í lok hlaups.

Leiðtogadagur í Andabæ

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

Í dag, 27. Maí, var Leiðtogadagurinn haldinn á leikskólanum Andabæ. Að þessu sinni var fulltrúum skóla og fyrirtækja á staðnum boðið í heimsókn. Börnin tóku á móti gestunum og buðu þeim í salinn þar sem börnin sungu tvö lög. Að því loknu voru það leiðsagnarleiðtogar sem leiddu gestina um leikskólann og kynntu starfið sem þar fer fram. Að lokum var … Skoða Betur…

Kynningarfundur um skipulag

Ráðhús BorgarbyggðarFréttir

Kynningarfundur um nýja skipulagsuppdrætti verður haldinn í Ráðhúsinu í kvöld, 26. maí og hefst kl. 19. Þeir skipulagsuppdrættir sem kynntir verða eru : Húsafell, Stuttárbotnar – nýtt deiliskipulag Fögrubrekku 1-3 í landi Dalsmynnis – nýtt deiliskipulag Deildartungu 1, Tunguskjól og Utandeild – nýtt deiliskipulag Hraunsnef- Aðalskipulagsbreyting, lýsing Skipulags – og byggingarfulltrúi

Hreinsunarátak í dreifbýli

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

Líkt og undanfarin ár stendur sveitarfélagið fyrir hreinsunarátaki í dreifbýli í tvær vikur, frá 1.- 15. júní. Settir verða gámar fyrir timburúrgang annars vegar og málmúrgang hins vegar við eftirtalda staði: Bæjarsveit, Grímsstaði, Högnastaði, Brúarás, Lindartungu, Lyngbrekku, Hvanneyri, Kleppjárnsreyki, Síðumúla og Brautartungu. Vinsamlegast athugið að ekki er ætlast til að gámarnir séu notaðir fyrir aðra úrgangsflokka. Þegar gámar fyllast væri … Skoða Betur…

Upplýsingar um söguleg flóð í Hvítá

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

Veðurstofan leitar eftir upplýsingum um söguleg flóð í Hvítá Veðurstofan er að vinna að hættumati í Hvítá. Hluti af því verkefni er að safna öllum tiltækum upplýsingum um söguleg flóð í Hvítá og þverám hennar. Veðurstofan telur afar mikilvægt að yfirstandandi gagnasöfnun byggist eins og kostur er á upplýsingum sem aflað var á vettvangi og af því fólki sem kunnugt … Skoða Betur…

Hreinsun rotþróa

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

Hreinsun rotþróa sumarið 2016 er hafin og sér fyrirtækið Holræsa- og stífluþjónusta Suðurlands um verkið.  Þau svæði sem á að taka þetta árið eru   Norðurárdalur, Hvítársíða og Þverárhlíð.  Til þess að auðvelda hreinsunina þurfa húseigendur að tryggja óheft aðgengi , sjá til þess að hlið séu ólæst svo og merkja staðsetningu rotþróar. Hægt er að sjá  nánari upplýsingar inn á … Skoða Betur…

Íbúagáttin

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

Nú er hægt að fylla út, og senda, flestar umsóknir til Borgarbyggðar rafrænt úr íbúagáttinni en aðgengi að henni er að finna neðst hægra megin á forsíðunni og einnig opnast hún þegar valið er umsóknareyðublað. Til þess að tengjast íbúagáttinni þarf annað hvort rafræn skilríki eða s.k. Íslykil. Um hann er sótt til Þjóðskrár. Þegar umókn hefur borist Borgarbyggð fá umsækjendur sendan staðfestingarpóst … Skoða Betur…

Fréttabréf Tónlistarskólans 2016

adminAthyglisvert, Fréttir

Fréttabréf Tónlistarskóla Borgarfjarðar 2016 greinir frá því að innritun nýrra nemenda er nú á rafrænu formi og er hægt að nálgast hér Nemendur eru hvattir til að sækja um. Einnig er hægt að sækja um fyrir næsta ár með því að senda tölvupóst á tonlistarskoli@borgarbyggd.is Hér að neðan má sjá fréttabréfið í heild