Fundur ungmennaráðs

Ráðhús BorgarbyggðarFréttir

Sveitarstjórn Borgarbyggðar og ungmennaráð Borgarbyggðar héldu sameiginlegan fund s.l. þriðjudag. Á fundinum voru mörg mál rædd og voru umræður skemmtilegar og gagnlegar um ýmis mál og málefni er snerta unga fólkið okkar. Má þar nefna erindisbréf ungmennaráðs, húsnæðismál og starfsemi Óðals, áherslur ungmennaráðs og starfsemi unglinga í Borgarbyggð. Eins var rætt um Ungmennaþing.

Laust starf í Hnoðrabóli

Ráðhús BorgarbyggðarFréttir

Leikskólinn Hnoðraból í Borgarbyggð óskar eftir að ráða matráð til starfa. Vegna forfalla (fæðingarorlofs) vantar matráð við leikskólann Hnoðraból, Grímsstöðum, Reykholtsdal. Starfshlutfall er 80% og þarf umsækjandi að geta hafið störf í lok maí n.k og starfað í 12. mánuði. Helstu verkefni og ábyrgð: Matseld, frágangur, innkaup og þvottar. Hæfni; Reynsla af matreiðslu í stofnun eða fyrirtæki er æskileg. Skipulagshæfni … Skoða Betur…

Styrkir til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka

Ráðhús BorgarbyggðarFréttir

Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti þann 16. maí 2007 reglur um styrki til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka skv. 2. mgr. 5. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995. Félög og félagasamtök geta nú sótt um styrk til greiðslu fasteignaskatts fyrir árið 2016. Umsóknarfrestur er til 1. maí 2016 og skal öllum umsóknum skilað til fjármálastjóra. Umsóknareyðublöð liggja frammi í Ráðhúsi … Skoða Betur…

Íþróttasafn Bjarna Bachmann komið í Safnahús

Ráðhús BorgarbyggðarFréttir

Í morgun færði fjölskylda Bjarna Bachmann Safnahúsi góða gjöf. Um er að ræða íþróttasafn Bjarna, bækur og muni sem tilheyrðu þessu mikla áhugamáli hans. Safninu hefur verið komið fallega fyrir í vönduðum sérsmíðuðum hillum og skápum sem fylgdu gjöfinni. Dagurinn til afhendingarinnar var valinn vegna þess að hann er afmælisdagur Bjarna sem var fæddur 27. apríl 1919 og lést árið … Skoða Betur…

Matjurtagarðar í Borgarnesi

Ráðhús BorgarbyggðarFréttir

Í nokkur ár hafa matjurtagarðar verið leigðir út á Sólbakka í Borgarnesi. Ef nægur áhugi er fyrir hendi munu þeir verða unnir og leigðir út á vegum Gróðrarstöðvarinnar Gleymmérei. Upplýsingar og skráning annast Ásta Kristín Guðmundsdóttir. Áhugasömum er bent á að senda tölvupóst á netfangið matjurtagardar@gmail.com

Ný heimasíða Safnahúss Borgarfjarðar

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir

Ný glæsileg heimasíða hefur verið tekin í notkun hjá Safnahúsi Borgarfjarðar og markar hún fyrsta skrefið í endurnýjun vefja hjá Borgarbyggð. Síðan er í WordPress umhverfi og aðlagar sig vel að nýjum tæknilausnum s.s.snjallsímum. Á henni er m.a. ýmiss fróðleikur um sögu og starfsemi safnanna, gátt að ljósmyndasafni og greint er frá ýmsum sérverkefnum er snerta sögu héraðsins. Einnig er … Skoða Betur…

Leiðtogadagur

Ráðhús BorgarbyggðarFréttir

Í dag var haldinn leiðtogadagur í Klettaborg. Börn og kennarar voru búin að velja sér leiðtogahlutverk eftir styrkleika og áhuga og í dag sýndu þau leiðtogafærni og kynntu leikskólastarfið fyrir utanaðkomandi gestum. Óhætt er að segja að leiðtogarnir okkar hafi staðið sig með glæsibrag.

Breyting á deiliskipulagi fyrir Borgarbraut 55, 57 og 59 í Borgarbyggð

Ráðhús BorgarbyggðarFréttir

Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti 14. apríl 2016 breytingu á deiliskipulagi fyrir Borgarbraut 55,57 og 59 í Borgarbyggð. Breytingin tekur til þriggja lóða sem afmarkaðar eru á þremur hliðum af Borgarbraut, Kveldúlfsgötu og Kjartansgötu, og felst í að hæð húsa, lóðarmörkum og byggingarreitum eru breytt. Breytingin var auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá 16. desember 2015 til 29. … Skoða Betur…

Lausar leikskólakennarastöður í Borgarbyggð

Ráðhús BorgarbyggðarFréttir

Borgarbyggð óskar eftir leikskólakennurum í eftirfarandi leikskóla frá hausti 2016. Hnoðraból, Reykholtsdal – http://hnodrabol.borgarbyggd.is/ Allar nánari upplýsingar veitir Sjöfn G. Vilhjálmsdóttir í síma 433 7180/862 0064. Einnig er hægt að senda fyrirspurn á netfangið sjofn@borgarbyggd.is Klettaborg, Borgarnesi – http://www.klettaborg.borgarbyggd.is/ Allar nánari upplýsingar veitir Steinunn Baldursdóttir í síma 433 7160/860 8588. Einnig er hægt að senda fyrirspurn á netfangið steinunn@borgarbyggd.is Ugluklett, … Skoða Betur…

Lausar grunnskólakennarastöður í Borgarbyggð

Ráðhús BorgarbyggðarFréttir

Borgarbyggð leitar eftir kennurum í eftirfarandi stöður frá hausti 2016: Grunnskóli Borgarfjarðar, www.gbf.is Deildarstjóri Grunnskóla Borgarfjarðar-Varmalandsdeild Um er að ræða 100% stöðu, þar af 70% í stjórnun og 30% í kennslu. Menntun, reynsla og hæfni: Kennsluréttindi í grunnskóla og kennslureynsla Stjórnunarreynsla æskileg Frumkvæði, sjálfstæði og færni í mannlegum samskiptum Kostur ef umsækjandi þekkir hugmyndafræðina Sjö venjur til árangurs Allar nánari … Skoða Betur…