Spjaldtölvur afhentar

Ráðhús BorgarbyggðarFréttir

Borgarbyggð afhenti í dag rúmlega eitt hundrað spjaldtölvur til skólastjórnenda leikskóla, grunnskóla og tónlistarskóla. Markmiðið með spjaldtölvuvæðingu skólanna er aukin einstaklingsmiðun og fjölbreytni náms og kennslu auk þess að stefnt er að því að auka þátt nýsköpunar í skólastarfi. Spjaldtölvuvæðing skólanna er liður í að styrkja innra starf skóla í Borgarbyggð og einn þáttur í innleiðingu þeirra skólastefnu sem nú … Skoða Betur…

Kleppjárnsreykir – laust starf

Ráðhús BorgarbyggðarFréttir

Vegna forfalla vantar stuðningsfulltrúa við Grunnskóla Borgarfjarðar Kleppjárnsreykjadeild. Um er að ræða 75% starf. Umsækjandi þarf að geta hafið störf strax. Upplýsingar veitir Ingibjörg Adda Konráðsdóttir í síma 8401520.

Gleðileikarnir í Borgarnesi – hvað er það?

Ráðhús BorgarbyggðarFréttir

Foreldrafélag Grunnskóla Borgarness stendur fyrir Gleðileikunum sem eru uppbrot á hefðbundnu skólastarfi hjá unglingum Grunnskólanum í Borgarnesi. Þeir verða nú haldnir þriðja árið í röð, dagana 12. og 13. apríl n.k. Þeir eru settir upp sem samfélagsverkefni þar sem fyrirtæki og einstaklingar skipuleggja þrautabraut sem unglingunum er ætlað að fara í gegnum. Leitað er til aðila í samfélaginu eftir stuðningi … Skoða Betur…

Sumarstörf hjá Borgarbyggð

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir

Borgarbyggð auglýsir laus til umsóknar eftirfarandi sumarstörf árið 2016 Flokkstjórar Vinnuskólans Starfssvið: Umsjón með hópum í almennum garðyrkjustörfum, gróðursetningu og hirðingu á opnum svæðum. Umsækjendur þurfa að uppfylla eftirfarandi skilyrði: 20 ára lágmarksaldur og reynsla af starfi með ungmennum. Vinnuskólinn verður með starfsstöðvar á fjórum stöðum í sveitarfélaginu: Á Hvanneyri Á Bifröst Í Reykholti Í Borgarnesi Leiðbeinendur í Sumarfjöri og … Skoða Betur…

Framlenging á umsóknarfresti

Ráðhús BorgarbyggðarFréttir

Umsóknarfrestur um styrk til fatlaðra vegna náms eða tækjakaupa er framlengdur til mánudagsins 4. Apríl.
Umsóknir sendist til Félagsþjónustu Borgarbyggðar.
Nánari upplýsingar hjá félagsmálastjóra, s: 4337100 hjordis@borgarbyggd.is

Aðstoðarmatráður í leikskólann Ugluklett

Ráðhús BorgarbyggðarFréttir

Viltu koma og vinna á frábærum vinnustað

Vegna forfalla (fæðingarorlofs) vantar okkur í Uglukletti aðstoðarmatráð í mötuneyti leikskólans. Í leikskólanum er allur matur eldaður frá grunni svo það væri kostur að umsækjandi hefði brennandi áhuga á hollu mataræði og reynslu af matargerð.

Vinnutími er 9.00 – 13.00 (50% starfshlutfall) og þarf umsækjandi að geta hafið störf sem fyrst.

Laun skv. kjarasamningi Kjalar.

Upplýsingar veitir Kristín Gísladóttir skólastjóri í síma 4337150

Umsóknum skal skila á netfangið kristing@borgarbyggd.is

Tafir á losun úrgangs í dreifbýli

Ráðhús BorgarbyggðarFréttir

Vegna þungatakmarkana á vegum í Borgarbyggð má gera ráð fyrir töfum á losun úrgangs í dreifbýli. Sama gildir um söfnun rúlluplasts, en ekki er hægt að segja fyrir um nákvæmar tímasetningar að svo stöddu.
Fólk er beðið um að sýna þessu skilning og beðist er velvirðingar á þessu, en gert er ráð fyrir að úrgangur verði sóttur um leið og bílarnir komast um.

Opnunartími um páskana í sundlaugum Borgarbyggðar

Ráðhús BorgarbyggðarFréttir

  Sundlaugin í Borgarnesi: 24.mars Skírdagur opið frá 9:00 – 18:00 25.mars Föstudaginn langa lokað 26.mars laugardag opið frá 9:00 – 18:00 27.mars Páskadag lokað 28.mars annan í páskum opið frá 9:00 – 18:00 Sundlaugin á Kleppjárnsreykjum – lokað Sundlaugin á Varmalandi – lokað

Úrgangsmál í Borgarbyggð

Ráðhús BorgarbyggðarFréttir

í síðustu viku var haldinn opinn fundur um úrgangsmál í Borgarbyggð. Á fundinum kynnti formaður umhverfis-, skipulags-, og landbúnaðarnefndar fyrirkomulag sorphirðu og úrgangsmála í sveitarfélaginu í dag og að því loknu voru flutt nokkur áhugaverð erindi um málefnið.   Meðal þess sem kom fram, er að ekki þarf lengur að setja endurvinnsluúrgang í glæra plastpoka, heldur er í góðu lagi að setja endurvinnsluúrganginn beint í grænu tunnuna.Ný flokkunartafla fyrir grænu

Kveldúlfsgata – framhald framkvæmda

Ráðhús BorgarbyggðarFréttir

Eftir páska hefjast á ný framkvæmdir við endurgerð lagna og gönguleiða á Kveldúlfsgötu. Verktaki er Borgarverk ehf. og eftirlitsmaður með framkvæmdinni er Bergsteinn H. Metúsalemsson hjá Mannvit.