Borgarbraut 55,57 og 59 tillaga að breytingu á gildandi deiliskipulagi

Ráðhús BorgarbyggðarFréttir

Í auglýsingu er breyting á gildandi deiliskipulagi fyrir Borgarbraut 55, 57 og 59. Frestur til að skila inn athugasemdum vegna tillögunnar er til 29. janúar 2016. Heildar fermetrafjöldi tillögu að breyttu deiliskipulagi er 7.960 m2 en er 8000 m2 en í gildandi deiliskipulagi. Með ákvæði um bílakjallara hækkar heildar byggingarmagn í 9.500 m2.   Kynning skipulagshöfundar má lesa hér  

STUÐNINGSFJÖLSKYLDUR – STUÐNINGUR VIÐ BÖRN

Ráðhús BorgarbyggðarFréttir

Félagsþjónusta Borgarbyggðar leita að fólki sem er tilbúið til að gerast stuðningsfjölskylda. Hlutverkið felst í að taka barn/börn inn á heimilið t.d. yfir helgi. Um er að ræða börn með fötlun eða börn sem búa við erfiðar félagslegar aðstæður. Við leitum að fólki sem er fært um að skapa öruggar aðstæður með hlýju og nærgætni en skýrum mörkum. Þeir sem hafa áhuga vinsamlegast hafi samband við félagsþjónustu Borgarbyggðar sími 433-7100,

Norðurljós – Ómar Örn sýnir í Safnahúsi

Ráðhús BorgarbyggðarFréttir

Nýhafið starfsár Safnahúss 2016 er helgað listrænni ljósmyndun í héraði og er fyrsta verkefnið í þeim anda sýning á ljósmyndum eftir Ómar Örn Ragnarsson sem er búsettur í Borgarnesi og rekur þar verslunina Tækniborg. Verður sýningin opnuð laugardaginn 23. janúar kl. 13.00.   Heiti sýningarinnar er Norðurljós og vísar það til myndefnisins, en myndirnar hefur Ómar tekið í Borgarnesi og nágrenni og segir Borgarnes vera afar vel í sveit sett

Álagning fasteignagjalda í Borgarbyggð 2016

Ráðhús BorgarbyggðarFréttir

Lokið er álagningu fasteignagjalda í Borgarbyggð árið 2016. Álagningarseðlar hafa verið sendir til fasteignaeigenda sem eru 67 ára og eldri og til fyrirtækja. Vakin er athygli á að allir álagningarseðlar eru aðgengilegir á „mínum síðum“ á netsíðunni www.Island.is. Einnig geta þeir sem þess óska haft samband við skrifstofu Borgarbyggðar og fengið senda álagningarseðla í pappírsformi. Gjalddagar eru tíu, sá fyrsti 22. janúar og síðan 15. hvers mánaðar fram í október.

Íþróttamaður Borgarfjarðar 2015

Ráðhús BorgarbyggðarFréttir

Nú á laugardaginn sl. fór fram kjör íþróttamanns Borgarfjarðar 2015 og var það Helgi Guðjónsson knattspyrnumaður sem hlaut titilinn annað árið í röð. 14 voru tilnefndir í kjörinu og voru það: Aðalsteinn Símonarson fyrir akstursíþróttir, Anton Elí Einarsson og Arna Jara Jökulsdóttir fyrir dans, Arnar Smári Bjarnason fyrir frjálsar íþróttir, Birgitta Dröfn Björnsdóttir fyrir dans, Daði Freyr Guðjónsson og Marta Carrasco fyrir dans, Einar Örn Guðnason fyrir kraftlyftingar, Guðmunda Ólöf

Skýrsla sveitarstjóra

Ráðhús BorgarbyggðarFréttir

Kolfinna Jóhannesdóttir flutti skýrslu sveitarstjóra á fundi sveitarstjórnar 14. janúar. Í máli sínu fór hún yfir nokkur þau verkefni sem unnið hefur verið að að undanförnu. Fundargerð sveitarstjórnar er hægt að nálgast á vef Borgarbyggðar. Skýrsluna má nálgast hér.

Skemmtilegt samstarf leik – grunnskóla.

Ráðhús BorgarbyggðarFréttir

Í vikunni kom 5.bekkur úr Grunnskóla Borgarfjarðar, Kleppjárnsreykjadeild í heimsókn í leikskólann Hnoðraból og tóku elstu börn leikskólans á móti þeim. Börnin kynntu sig öll og við tók dagskrá þar sem börnunum var skipt í þrjá hópa. Hóparnir fóru í stafaleik, 5.bekkingar lásu frumsamdar sögur og að lokum settu allir handarfarið sitt á vináttuhring. Hann táknar samstarf og vináttu milli þessara hópa en þarna voru þau að vinna með leiðtogafræðin,

Listsköpun unga fólksins

Ráðhús BorgarbyggðarFréttir

Samstarfsverkefni Tónlistarskólans og Safnahússins tengt borgfirskum skáldum er nú komið í fullan gang og er það í fjórða sinn sem það kemst til framkvæmda. Verkefnið snýst um að hvetja ungt fólk til listsköpunar á grundvelli borgfirskra texta og þetta árið er það höfundarverk Snorra Hjartarsonar sem varð fyrir valinu. Snorri var fæddur á Hvanneyri árið 1906 og ólst upp á Ytri-Skeljabrekku og í Arnarholti. Hann tengist því víða inn í

Vinnuhópar um umhverfis- og skipulagsmál og fjölskyldu og menningarmál

Ráðhús BorgarbyggðarFréttir

Vinnuhópar um hagræðingu í rekstri málaflokka á sviði umhverfis- og skipulagsmála og fjölskyldu og menningarmála hafa lokið störfum. Skýrslur hópana voru framlagðar á fundi byggðaráðs 17. desember sl. Skýrslurnar má nálgast hér.   Fjölskyldu- og menningarmál. Umhverfis og skipulagsmál