Sumarfjör 2015

Ráðhús BorgarbyggðarFréttir

Í sumar verður Sumarfjör í Borgarnesi, Hvanneyri, Kleppjárnsreykjum og á Varmalandi Lagt er upp með fjölbreytni og skemmtun. Farið verður í leiki, gönguferðir, listasmiðjur og kynntar verða hinar ýmsu íþróttir. Sumarfjör er fyrir börn í 1. – 7. bekkjum í Grunnskólum Borgarbyggðar. Í ágúst er opið fyrir þau börn sem byrja í skóla í haust. Þátttakendur taka með sér nesti, ekki er boðið uppá mat. Kaffi klukkan 10:00, hádegi klukkan

Viðbótar fjárveiting til uppbygginar vega um Uxahryggi og Kaldadal

Ráðhús BorgarbyggðarFréttir

Ríkisstjórn Íslands samþykkti á fundi sínum í gær að verja samtals 1,8 milljörðum króna til brýnna framkvæmda á vegakerfi landsins til viðbótar við þær framkvæmdir sem áður voru fyrirhugaðar. Tilgangurinn með framkvæmdunum er að bæta umferðaröryggi, bregðast við slæmu ástandi vega og koma til móts við þarfir landsmanna og ferðamanna vegna stóraukinnar umferðar, segir í tilkynningu. Meðal annars verða fjölfarnir ferðamannavegir utan alfararleiðar lagfærðir. Má þar nefna Dettifossveg, Kjósarskarðsveg, Uxahryggjaveg

Grunnskóli Borgarfjarðar auglýsir eftir mynd-og textilmenntakennara til starfa næsta skólaár

Ráðhús BorgarbyggðarFréttir

Ertu menntaður kennari sem vantar starf á fallegum stað í Borgarfirði í góðum skóla? Ef svo er, þá er Varmaland staður fyrir þig.   Grunnskóli Borgarfjarðar er þriggja starfsstöðva grunnskóli með rúmlega 200 nemendur. Starfsstöðvar hans eru á Kleppjárnsreykjum, Varmalandi og Hvanneyri. Mynd-og textilmenntakennara vantar í Varmalandsdeild skólans frá og með 1. ágúst 2015 í 70% starfshlutfall.   Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi KI og LS. Umsóknarfrestur er til 10.júní nk.

Einstaka ferðir Strætó falla niður á landsbyggðinni vegna verkfalla

Ráðhús BorgarbyggðarFréttir

Starfsgreinasambandið hefur boðað til verkfalla dagana 28. og 29. maí og ótímabundins verkfalls frá og með 6. júní. Komi til boðaðra verkfalla falla niður ferðir á eftirtöldum leiðum Strætó á verkfallsdögum: · Allar ferðir á leiðum 51,56,59,72,73,74, 75,78 og 79 · Leið 52 fellur niður kl 10:00 frá Mjódd og kl 12:35 frá Landeyjarhöfn Flestar ferðir á leið 57. Undantekningar eru ferðirnar í töflunni hér að neðan. ​ Leið 57-Ferðir

Sumaráætlun Strætó á Vestur- og Norðurlandi

Ráðhús BorgarbyggðarFréttir

Sumaráætlun Strætó tekur gildi þann 7. júní.   Helstu breytingar eru eftirfarandi: Leið 57 – Keyrir tvær ferðir til og frá Akureyri alla daga, einnig á laugardögum. Leið 58 – Keyrir tvær ferðir á dag alla daga.
 Leið 81 – Keyrir einungis mánudaga, þriðjudaga og fimmtudaga.
 Leið 82 – Keyrir alla daga og í sumum ferðum til Arnarstapa líkt og sumarið 2014.   Nánari upplýsingar um breytingarnar er að finna

Leikskólinn Klettaborg fær styrk úr Lýðheilsusjóði

Ráðhús BorgarbyggðarFréttir

Leikskólinn Klettaborg er tilraunaleikskóli hjá Embætti landlæknis fyrir verkefnið Heilsueflandi leikskóli. Í vor sótti leikskólinn um styrk til Lýðheilsusjóðs undir nafninu „Geðheilsa og vellíðan barna“ í tengslum við leiðtogaverkefnið „The leader in me“ sem nú er verið að innleiða í leikskólanum. Leiðtogaverkefnið snýst í stuttu máli um að hjálpa hverjum einstaklingi til að blómstra. Hver einstaklingur fær þannig tækifæri til að vinna út frá sínum eigin styrkleikum og verða besta

Grunnskólinn í Borgarnesi – lausar stöður

adminFréttir

    Lausar stöður við Grunnskólann í Borgarnesi   Við leitum að öflugu fólki í eftirtaldar stöður frá og með 1. ágúst 2015 Umsjónarkennurum á yngra stig Tónmenntakennara Heimilisfræðikennara Sérkennara Menntun, reynsla og hæfni: Kennsluréttindi í grunnskóla og kennslureynsla. Ríkir samstarfs- og samskiptahæfileikar. Frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð og sköpunarkjarkur. Jákvæðni, ábyrgðarkennd og skipulagshæfileikar. Góð kunnátta í íslensku skilyrði. Óskað er eftir einstaklingum sem eru tilbúnir að taka þátt í virku og

Heimili og skóli verðlaunar Gleðileikana

adminFréttir

Foreldraverðlaun Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra voru afhent í 20. sinn við hátíðlega athöfn í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Anna Margrét Sigurðardóttir, formaður Heimilis og skóla, afhenti verðlaunin ásamt Gísla H. Guðlaugssyni, formanni dómnefndar. Gleðileikarnir í Borgarnesi hlutu Foreldraverðlaun Heimilis og skóla árið 2015. Umsögn um gleðileikana: Gleðileikarnir eru þrautaleikur þar sem nemendum á elsta stigi Grunnskóla Borgarness er skipt niður í hópa sem þurfa að leysa krefjandi verkefni sem

Opið hús í Andabæ og Hnoðrabóli

adminFréttir

Leiðtogarnir í leikskólunum Andabæ og Hnoðrabóli í Borgarbyggð bjóða á opið hús fimmtudaginn 28. maí 2015 frá kl. 14:00 – 15:45. Þar munu þeir sýna hvað þeir hafa verið að gera í vetur og hvernig þeir vinna með venjurnar 7 og þjálfa leiðtogafærni sína út frá hugmyndafræði Leiðtogans í mér. Einnig verða sýnd önnur verkefni.   Sjá nánar hér í auglýsingu frá skólunum

Dagur góðra verka – opið hús í Fjöliðjunni

adminFréttir

Fjöliðjan í Borgarnesi er aðili að Hlutverki, sem eru samtök um vinnu og verkþjálfun á Íslandi. Tilgangur samtakanna er margþættur. Meðal annars að stuðla að samstarfi um uppbyggingu á starfsþjálfun, hæfingu og endurhæfingu fyrir einstaklinga til starfa á vinnumarkaði. Þann 22. maí verður sameiginlegt átak sambandsaðila Hlutverks undir yfirskriftinni Dagur góðra verka. Af því tilefni verður opið hús í Fjöliðjunni, frá 13:00- 15:00. Þar verður starfsemin kynnt og boðið upp