Ekki boðið upp á matjurtagarða í ár

adminFréttir

Undanfarin ár hefur Borgarbyggð boðið matjurtagarða til leigu í Borgarnesi. Nú hefur verið ákveðið að sveitarfélagið hætti að leigja matjurtagarða og því verður fólk að snúa sér annað með ræktun sína í sumar.

Dagforeldra vantar til starfa

adminFréttir

Dagforeldra vantar til starfa í Borgarbyggð. Dagforeldrar starfa samkvæmt reglugerð nr. 907/2005, um daggæslu barna í heimahúsum. Vakin er athygli á því að starfsemi dagforeldra er leyfisskyld. Fræðslunefnd Borgarbyggðar veitir leyfi. Sótt er um leyfi hjá sviðsstjóra fjölskyldu- og fjármálasviðs, Aldísi Örnu Trygggvadóttur (aldisarna@borgarbyggd.is). Nánari upplýsingar um starfsemi dagforeldra má finna hér.    

Safnahús og Tónlistarskólinn – árangursríkt samstarf

adminFréttir

Um 300 manns mættu á sýningaropnun og tónleika í Safnahúsinu í Borgarnesi í gær, á hátíð í tilefni af 100 ára kosningaafmæli kvenna. Kolfinna Jóhannesdóttir sveitarstjóri Borgarbyggðar flutti ávarp og nemendur Tónlistarskóla Borgarfjarðar fluttu verk sem þeir hafa samið í vetur undir handleiðslu kennara sinna. Efniviður verkanna voru textar eftir fjórar konur frá Ásbjarnarstöðum í Stafholtstungum. Þetta er í þriðja sinn sem stofnanirnar tvær vinna saman með þessum hætti til

Skýrsla sveitarstjóra í apríl

adminFréttir

Kolfinna Jóhannesdóttir flutti skýrslu sveitarstjóra á 126. fundi sveitarstjórnar síðastliðinn þriðjudag.   Í máli sínu fór hún yfir nokkur þau verkefni sem unnið hefur verið að að undanförnu. Meðal þess sem fram kom í máli sveitarstjóra og samþykkt var síðar á fundinum er að sveitarfélagið mun fá til liðs við sig ráðgjafa á sviði fjármála og fræðslumála í þeirri hagræðingarvinnu sem stendur nú yfir. Eftirfarandi tillaga þar að lútandi ásamt

Búsetuþjónusta fatlaðra í Borgarnesi – starfsfólk óskast

adminFréttir

Starfsfólk óskast til starfa í búsetuþjónustu fatlaðra í Borgarnesi Starfið felst í að aðstoða fólk með fötlun, í daglegu lífi, inni á heimilum þess og úti í samfélaginu. Um er að ræða tvö störf, annars vegar á morgun-, kvöld- og helgarvaktir og hinsvegar á næturvaktir. Bæði störfin eru ótímabundin og þurfa viðkomandi starfsmenn að geta hafið störf í maí. Umsækjandi þarf að helst að vera eldir en 20 ára og

Samantekt niðurstaðna frá íbúafundi um skóla og eignamál

adminFréttir

Mánudagskvöldið 30. mars síðastliðinn var haldinn íbúafundur um rekstur og skipulag fræðslumála og eignir sveitarfélagsins í Hjálmakletti. Um 150 íbúar mættu á fundinn og tóku þátt í hugmyndavinnu um leiðir til að styrkja fjárhagsstöðu sveitarfélagsins. Samantekt um niðurstöður íbúafundarins varðandi rekstur og skipulag fræðslumála má finna hér. Unnið er að samantekt um eignir sveitarfélagsins og verður hún birt hér á síðunni á næstu dögum. Niðurstöðurnar verða svo nýttar í áframhaldandi

Tafir á sorplosun

adminFréttir

Vegna þungatakmarkana á vegum í Borgarbyggð verða enn meiri tafir á losun sorps í dreifbýli. Fólk er beðið um að sýna þessu skilning og beðist er velvirðingar á töfum sem orðið hafa undanfarið. Af ýmsum ástæðum hefur dregist að klára söfnun á rúlluplasti en vonast er til að það takist fyrir lok þessarar viku eða í byrjun næstu ef bílarnir komast um.