Sundlaugar í Bogarbyggð – opnunartími um páska

adminFréttir

    Sundlaugin í Borgarnesi verður opin á skírdag, laugardag fyrir páska og annan í páskum. Lokað verður á föstudaginn langa og páskadag:   2. apríl, skírdagur, opið frá kl. 9.00 – 18.00 3. apríl, föstudagurinn langi, lokað 4. apríl, laugardagur, opið frá kl. 9.00 – 18.00 5. apríl, páskadagur, lokað 6. apríl, annar í páskum, opið frá kl. 9.00 – 18.00   Sundlaugarnar á Kleppjárnsreykjum og Varmalandi verða lokaðar

Lausar stöður við Grunnskólann í Borgarnesi

adminFréttir

Grunnskólinn í Borgarnesi leitar að öflugu fólki í eftirtaldar stöður frá og með 1. ágúst 2015. Deildarstjóri unglingastigs Menntun, reynsla og hæfni: • Kennsluréttindi í grunnskóla og kennslureynsla. • Meistarapróf eða framhaldsmenntun sem nýtist í starfi. • Ríkir samstarfs- og samskiptahæfileikar. • Frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð og sköpunarkjarkur. • Jákvæðni, ábyrgðarkennd og skipulagshæfileikar. • Æskilegt er að umsækjandi hafi reynslu af manna forráðum og verkefnastjórnun. Óskað er eftir einstaklingi sem er

Sálfræðingur óskast til starfa

adminFréttir

Borgarbyggð auglýsir laust til umsóknar starf sálfræðings á fjölskyldusviði. Starfshlutfall er 100% og mikilvægt er að viðkomandi geti hafið störf í júní nk. Helstu verkefni eru þjónusta við börn og fjölskyldur, barnaverndarmál, þjónusta við fatlaða og önnur tilfallandi verkefni á sviði velferðarmála. Gerð er krafa um háskólapróf í sálfræði, hæfni í þverfaglegu samstarfi, færni í mannlegum samskiptum sem og frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum. Upplýsingar veitir Aldís Arna Tryggvadóttir í

Talmeinafræðingur óskast til starfa

adminFréttir

  Borgarbyggð auglýsir laust til umsóknar starf talmeinafræðings. Starfshlutfall er 60% og brýnt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Helstu verkefni eru greining og meðferð talmeina sem og ráðgjöf til foreldra og kennara um talmeinamál. Viðkomandi skal vera áreiðanlegur, lipur í samskiptum og sýna sjálfstæð, skipulögð og vönduð vinnubrögð. Gerð er krafa um próf í talmeinafræðum frá Háskóla Íslands eða öðrum sambærilegum menntastofnunum. Upplýsingar veitir Aldís Arna Tryggvadóttir

Fréttabréf Borgarbyggðar

adminFréttir

Fréttabréf Borgarbyggðar, mars 2015, er komið á vef sveitarfélagsins og það má nálgast hér. Fréttabréfið verður svo borið í hús á næstu dögum.

Íbúafundur í Hjálmakletti á mánudag

adminFréttir

Fundarboð – almennur íbúafundur Boðað er til íbúafundar mánudaginn 30. mars kl. 20.00 í Hjálmakletti í Borgarnesi. Dagskrá: Rekstur og skipulag fræðslumála í Borgarbyggð Eignir í eigu Borgarbyggðar, nýtingarmöguleikar og eignarhald Hópavinna og umræður Íbúar Borgarbyggðar eru hvattir til að mæta á fundinn og taka þátt í umræðum um þessi málefni sem eiga erindi við alla. Sveitarstjóri

Passíusálmar og nútímalist í Safnahúsi

adminFréttir

Hópur nemenda Menntaskóla Borgarfjarðar sótti Safnahús heim ásamt kennara sínum Lilju S. Ólafsdóttur. Þau skoðuðu Pálssafn og kynntu sér m.a. fyrstu útgáfur passíusálmanna, en fengu einnig kynningu á nútímalist og skoðuðu sýningu Loga Bjarnasonar, Morphé. Rætt var m.a. um ólík tjáningarform og samruna listforma svo sem bókmennta, leiklistar, höggmyndalistar og leiklistar.   Pálssafn er fallegt einkabókasafn sem gefið var Safnahúsi fyrir þrjátíu árum af höfundi þess og eiganda, Páli Jónssyni

Rafmagnslaust í Reykholtsdal og Hálsasveit í dag

adminFréttir

  Í tilkynningu frá Rarik kemur fram að rafmagnslaust verður frá kl. 13.00 – kl. 16.00 í dag frá Snældubeinsstöðum í Reykholtsdal að Augastöðum í Hálsasveit og Deildartungu. Er þetta vegna vinnu við háspennulínu. „Rarik biðst afsökunar á óþægindum sem af þessu stafa.“

Ný gjaldskrá skipulags- og byggingarmála

adminFréttir

Sveitarstjórn hefur samþykkt nýja gjaldskrá vegna skipulags- og byggingarmála hjá Borgarbyggð. Samkvæmt henni hafa gatnagerðargjöld verið lækkuð að meðaltali um þriðjung frá því sem var í fyrri gjaldskrá.   Gjaldskráin skiptist í eftirfarandi:Byggingarleyfis- og þjónustugjöld byggingarfulltrúaFramkvæmdaleyfis- og þjónustugjöld skipulagsfulltrúaGjaldskrá fyrir gatnagerðargjald í Borgarbyggð Fyrirmælum, er felast í lögum, auglýsingum, reglugerðum, samþykktum eða öðrum slíkum ákvæðum almenns efnis, má eigi beita fyrr en birting í Stjórnartíðindum hefur farið fram.Gjaldskrárnar bíða birtingar

Kjaftað um kynlíf

adminFréttir

Næstkomandi miðvikudagskvöld verður fræðslukvöld fyrir fullorðna í Borgarbyggð. Til umfjöllunar verður hvernig ræða megi um kynlíf við unglinga. Yfirskrift kvöldsins verður „Kjaftað um kynlíf.“ Það er Sigga Dögg kynfræðingur sem ræðir við gesti. Fræðslukvöldið er samstarf Samstarfshóps um forvarnir í Borgarbyggð og grunnskólanna í sveitarfélaginu. Sigga Dögg mun fyrr um daginn vera með kynfræðslu fyrir nemendur 9. og 10. bekkja beggja grunnskólanna í Borgarbyggð.