Íbúð til leigu í Borgarnesi – Íbúðalánasjóður

adminFréttir

Íbúðalánasjóður auglýsir til leigu íbúð að Brákarbraut 4 í Borgarnesi Eignin eru auglýst á http://fasteignir.visir.is/ og http://www.mbl.is/leiga/ og hægt er að sækja um með því að senda inn umsókn á leiga@ils.is Þar á eingöngu að setja nafn eignar í subject, nafn umsækjanda, kt. og símanúmer í mailið. Eftir 2. febrúar verður unnið úr umsóknum og þeim svarað strax. Á meðan eignirnar eru auglýstar er ekki hægt að skoða þær nema

Fundur hjá Snillingaforeldrum

adminFréttir

Foreldrar barna með ADHD/ADD Fundur verður hjá Snillingaforeldrum fimmtudaginn 29. janúar kl. 20.00 í fundarsal Ráðhúss Borgarbyggðar, Borgarbraut 14 Borgarnesi. Drífa Björk Guðmundsdóttir, Dr. í sálfræði og ritari ADHD samtakanna verður með stutta fræðslu um þróun ADHD einkenna með áherslu á unglingsárin í byrjun fundar og síðan gefst tækifæri til spurninga og spjalls. Snillingaforeldrar er félagsskapur foreldra barna með ADHD/ADD. Markmið Snillingaforeldra er að foreldrar geti deilt reynslu sinni, stutt

Sorphirða og sorphirðudagatöl

adminFréttir

Eins og íbúar Borgarbyggðar hafa orðið varir við hafa verið nokkrar tafir á sorphirðu undanfarið. Fyrir því eru nokkrar ástæður m.a. slæmt veður og sú óheppilega staða kom upp að þrír bílar biluðu á sama tíma og ekki reyndist unnt að fá „afleysingabíla“ fyrir þá alla meðan á viðgerð stóð. Nú er reiknað með að það taki fram í miðja næstu viku að vinna upp þessar tafir. Beðist er velvirðingar

Borgarbyggð boðar til íbúafunda – breyttur fundartími í Logalandi

adminFréttir

Fundarboð Borgarbyggð boðar til þriggja íbúafunda í sveitarfélaginu, í Hjálmakletti, Lyngbrekku og Logalandi Dagskrá Kynning á fjárhagsáætlun 2015 og þriggja ára áætlun Kynning á íþrótta- og tómstundaskólanum Önnur mál Skýrsla vinnuhóps um leikskólann Hnoðraból verður kynnt á fundinum í Logalandi. Fundarstaðir og tími: Mánudaginn 26. janúar kl. 20.30. Hjálmaklettur Miðvikudaginn 28. janúar kl. 20.30. Lyngbrekka Fimmtudaginn 29. janúar kl. 20.30. Logaland Athugið að áður auglýstum fundartíma í Logalandi hefur verið

Áfram Borgarbyggð!

adminFréttir

                          Næstkomandi föstudagskvöld mætir lið Borgarbyggðar enn og aftur í spurningakeppnina Útsvar á RUV. Borgarbyggð komst áfram í 16 liða úrslit þegar liðið sigraði lið Skagastrandar í nóvember. Nú etja þau kappi við lið Seltjarnarness og það lið sem ber sigur úr býtum fer áfram í átta liða úrslit. Lið Borgarbyggðar skipa þau Stefán Gíslason, Eva Hlín Alfreðsdóttir

Álagningu fasteignagjalda er lokið

adminFréttir

Lokið er álagningu fasteignagjalda í Borgarbyggð árið 2015. Álagningarseðlar hafa verið sendir til fasteignaeigenda sem eru 67 ára og eldri og til fyrirtækja. Vakin er athygli á að allir álagningarseðlar eru aðgengilegir á „mínum síðum“ á netsíðunni www.Island.is. Einnig geta þeir sem þess óska haft samband við skrifstofu Borgarbyggðar og fengið senda álagningarseðla í pappírsformi. Gjalddagar eru tíu, sá fyrsti 21. janúar og síðan 15. hvers mánaðar fram í október.

100 ára afmæli kosningaréttar kvenna á Íslandi

adminFréttir

Snorrastofa og Borgarbyggð hafa tekið á móti farandsýningu Kvenréttindafélags Íslands, Á leið um landið, sem gerð er vegna 100 ára afmælis kosningaréttar íslenskra kvenna. Sýningin stendur í Bókhlöðu Snorrastofu og mun við lok janúarmánaðar halda för sinni áfram til 11 annarra sveitarfélaga á landinu og enda í Reykjavík í desember. Í kvöld, þriðjudaginn 20. janúar kl. 20.30, verður dagskrá í Bókhlöðunni í tilefni sýningarinnar þar sem konur í bókmenntum koma

Viðtalstími sveitarstjórnar

adminFréttir

Þriðjudaginn 20. janúar verða fulltrúar úr sveitarstjórn Borgarbyggðar til viðtals í ráðhúsinu að Borgarbraut 14 í Borgarnesi frá kl. 16,00 til 18,00. Íbúar eru hvattir til að nota þetta tækifæri til að ræða málin við sveitarstjórn. Heitt á könnunni.

Frá Safnahúsi – teikning fyrir alla!

adminFréttir

Finnst þér gaman að teikna? Á föstudögum kl. 14.00 – 16.00 verður Michelle Bird með opna listasmiðju á sýningu sinni í Safnahúsi Borgarfjarðar. Fólki á öllum aldri er boðið að koma og teikna og mála undir leiðsögn. Hefst 16. janúar. Komið með skissubókina ykkar, vatnslitina, tilheyrandi pappír og pensla. Kol og teiknipappír er á staðnum. Krakkar eru sérstaklega hvattir til að koma, þeir eru alltaf áhugasamir um að teikna! Hægt