Sundlaugin á Kleppjárnsreykjum

adminFréttir

  Sundlaugin á Kleppjárnsreykjum er opin í dag, þriðjudaginn 30. desember frá kl. 8.30 til kl. 16.00. Lokað verður á morgun, gamlársdag og einnig lokað á nýársdag.

Húsaleigubætur 2015

adminFréttir

Endurnýja þarf húsaleigubætur um áramót sbr. lög nr. 138/1997. Því þurfa allir íbúar Borgarbyggðar sem húsaleigubóta njóta að endurnýja umsókn sína um bætur. Rafrænt form umsóknareyðublaðs er að finna á vef Borgarbyggðar, www.borgarbyggd.is, undir umsóknareyðublöð. Umsókn þarf að hafa borist í síðastalagi 16. janúar til þess að bætur fyrir janúar falli ekki niður. Til að umsóknarferlið gangi vel og örugglega fyrir sig þá er best að sækja um rafrænt og

Íþróttamaður ársins – tilnefningar óskast

adminFréttir

Stjórn UMSB óskar eftir ábendingum frá almenningi um íþróttafólk sem þykir hafa náð góðum árangri eða skarað fram úr í sinni íþrótt á árinu 2014. Samkvæmt reglum um kjör íþróttamanns Borgarfjarðar þá er stjórn UMSB heimilt að tilnefna allt að þrjá einstaklinga eða pör að eigin frumkvæði eða eftir ábendingum frá almenningi. Ábendingarnar skulu berast á skrifstofu UMSB á Borgarbraut 61 eða í tölvupósti á netfangið umsb@umsb.is fyrir föstudaginn 2.janúar

Laus stöf á leikskólanum Andabæ

adminFréttir

Í leikskólanum Andabæ á Hvanneyri eru laus störf leikskólakennara frá 5. janúar 2015. Um tvö 100% störf er að ræða. Allar nánari upplýsingar veitir Valdís Magnúsdóttir, leikskólastjóri í síma 437 7170 og 847 2447 eða um netfangið: andabaer@borgarbyggd.is Vakin er athygli á því að ef ekki fæst leikskólakennari til starfa verður ráðinn starfskraftur með aðra uppeldismenntun og /eða reynslu. Samkvæmt jafnréttisstefn Borgarbyggðar eru karlar jafnt sem konur hvött til að

Jólaball í Hjálmakletti 28. desember

adminFréttir

Sameiginlegt jólaball allra barna í Borgarbyggð verður haldið í Hjálmakletti í Borgarnesi sunnudaginn 28. desember kl. 15.00 – 17.00. Dansað verður kringum jólatréð, jólasveinar kíkja við með glaðning og Skátarnir verða með kaffisölu. Allir velkomnir á þessa fjölskylduskemmtun. Sjá auglýsingu hér.

Akstur Strætó yfir jól og áramót

adminFréttir

Akstur Strætó um jól og áramót verður sem hér segir:   Þorláksmessa – ekið samkvæmt áætlun. Aðfangadagur – ekið samkvæmt laugardagsáætlun, vagnarnir hætta akstri upp úr kl. 14.00 (nánari upplýsingar um hverja leið fyrir sig í leiðabók á strætó.is). Jóladagur – enginn akstur. Annar í jólum – ekið samkvæmt sunnudagsáætlun. Gamlársdagur – ekið er samkvæmt laugardagsáætlun, vagnarnir hætta akstri upp úr kl. 14.00 (nánari upplýsingar um hverja leið fyrir sig

Innheimta – spörum pappírinn!

adminFréttir

Breyting á innheimtu skóla- skólasels- tómstundaskóla og mötuneytisgjalda Eftir áramót mun Borgarbyggð hætta að senda út reikninga á pappír vegna skóla- og mötuneytisgjalda. Hægt er að skoða alla reikninga í ÍBÚAGÁTTINNI á heimasíðu Borgarbyggðar en það er þjónustusíða sem veitir viðskiptavinum sveitarfélagsins aðgang að viðskiptareikningum sínum. Hægt er að sjá yfirlit yfir viðskipti sem viðkomandi á við sveitarfélagið s.s. fasteignagjöld, leikskólagjöld, fæðisgjöld, byggingarleyfisgjöld, leyfisgjöld vegna gæludýra og fleira. Þar er

Jólamarkaður á Hvanneyri

adminFréttir

Nostalgískur jólamarkaður verður á Hvanneyri laugardaginn 20. desember kl. 13.00 -17.00. Það verður markaðsstemming í hlöðu Halldórsfjóssins þar sem seljendur bjóða uppá góðgæti til að smakka á staðnum eða taka með sér heim auk þess sem hægt verður að kaupa síðustu jólagjafirnar. Í Hvanneyrarkirkju verður skemmtileg dagskrá samhliða markaðinum þar sem boðið verður uppá söng, upplestur og séra Flóki mun segja börnunum frá jólasögunni. Verið velkomin á Hvanneyri!