Loftgæðamælingar í Borgarbyggð

adminFréttir

Samkvæmt dreifingarspá Veðurstofunnar má gera ráð fyrir að móðuna frá eldgosinu í Holuhrauni leggi yfir Borgarbyggð frá föstudagskvöldi til sunnudagsmorguns. Gera má ráð fyrri að á þeim tíma geti loftgæði orðið, staðbundið og tímabundið, slæm eða jafnvel óholl. Umhverfisstofnun hefur tvo loftgæðamæla í sveitarfélaginu; annar þeirra er staðsetttur í Húsafelli og hinn hefur lögreglan í Borgarnesi. Hvorugur mælirinn er nettengdur og því verða íbúar að treysta á að handhafar mælanna

Viðtalstímar sveitarstjórnar

adminFréttir

Þriðjudaginn 4. nóvember verða fulltrúar úr sveitarstjórn Borgarbyggðar til viðtals í ráðhúsinu að Borgarbraut 14 í Borgarnesi frá kl. 16,00 – 18,00. Íbúar eru hvattir til að nota þetta tækifæri til að ræða málin við sveitarstjórn. Heitt á könnunni.   Sveitarstjórn Borgarbyggðar

Undirskriftalisti – vantar leikvöll í Bjargslandið

adminFréttir

Þrír vaskir krakkar úr Bjargslandinu í Borgarnesi komu á fund Kolfinnu sveitarstjóra í gær og afhentu henni undirskriftalista barnanna í hverfinu. Þau fara fram á úrbætur í leikvallamálum en í texta með undirskriftun segir:   „Okkur krakkana í Bjargslandi langar að fá eitthvað svæði í hverfinu okkar þar sem við getum leikið okkur til dæmis í fótbolta. Enginn sléttur blettur og ekkert mark er í okkar hverfi og við getum

Krabbameinsfélag Borgarfjarðar – aðalfundur

adminFréttir

                  Aðalfundur Krabbameinsfélags Borgarfjarðar verður haldinn mánudaginn 3. nóvember, að Borgarbraut 65a, í húsnæði félagsstarfs eldri borgara, kl. 20.00 Auk venjulegra aðalfundarstarfa verða á fundinum kynntar og ræddar hugmyndir um samverustundir (opið hús) fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra á komandi vetri. Allir velkomnir óháð félagsaðild!

Skipulagsmál – Auglýsing sveitarstjórnar Borgarbyggðar um niðurstöðu

adminFréttir

Breyting á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 Þéttbýlisuppdráttur Borgarness – Brákarey Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti þann 8. október 2014 tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022. Tillagan var auglýst frá 18. ágúst til 28. september 2014. Allar athugasemdir, nema ein, voru teknir til greina og færðar inn á tillöguna og hefur hún verið send Skipulagstofnun til staðfestingar. Athugasemd Umhverfistofnunar er varðar fráveitukerfi er vísað tíl deiliskipulagsgerðar. Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið

Sundlaugarnar í Borgarnesi lokaðar

adminFréttir

Vegna vinnu Orkuveitu Reykjavíkur við aðveituæð frá Deildartungu að Borgarnesi verða sundlaugarnar í Borgarnesi lokaðar í dag, þriðjudaginn 28. október. Þetta á við um laugarnar bæði úti og inni. Heitir pottar og önnur aðstaða í íþróttamiðstöð er opin samkvæmt venju.

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins æfði í Betubæ

adminFréttir

Frá æfingu hjá Slökkviliði BorgarbyggðarNýverið kom B vakt Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins í heimsókn til Slökkviliðs Borgarbyggðar. Tilgangurinn var að kynnast og fá að reyna nýju reykköfunaraðstöðuna í Betubæ í Brákarey. Að lokinni æfingu lýstu gestirnir ánægju sinni með aðstöðuna, uppsetningu og skipulag innanhúss í Betubæ þó ekki hafi þeir fundið þann hlut sem leitað var að í reykköfuninni. Slökkvilið Borgarbyggðar tók aðstöðuna í Betubæ formlega í notkun mars á þessu ári.

Lægri þrýstingur á heita vatninu í dag

adminFréttir

Vegna endurbóta á aðveituæð Orkuveitu Reykjavíkur frá Deildartungu að Borgarnesi og Akranesi verður lægri þrýstingur á heitu vatni á lögninni allri í dag, þriðjudaginn 28. október frá kl. 7.30 til 18.00. Verið er að tengja nýjan 360 metra langan kafla af aðveituæðinni við Varmalæk. Orkuveitan biðst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.

Kynningarfundur um Náttúruböð við Hvítá

adminFréttir

Eigendur félagsheimilisins Brúarás í samstarfi við aðstandendur verkefnisins um Náttúruböð við Hvítá boða til kynningarfundar í Brúarási um verkefnið og samstarf við heimamenn. Fundurinn verður haldinn í kvöld, þriðjudaginn 28. október kl. 20.30. Dagskrá 1. Kynning á hugmyndum um Náttúruböð við Hvítá – Martha Eiríksdóttir verkefnisstjóri 2. Grófar hugmyndir að útfærslu – Helgi Eiríksson lýsingarhönnuður 3. Fyrirspurnir og umræður – Kolfinna Jóhannesdóttir sveitarstjóri Kaffiveitingar í boði kvenfélaganna. Allir velkomnir Borgarbyggð,