Deutsche Grammophon gefur út verk Önnu Þorvaldsdóttur

adminFréttir

Anna Þorvaldsdóttir tónskáld er uppalin í Borgarnesi. Hún stundaði tónlistarnám m.a. við Tónlistarskóla Borgarfjarðar, Listaháskóla Íslands og University of California í San Diego. Anna hefur gert samning við Deutsche Grammaphon, en sjaldgæft er að ný tónlist sé gefin út undir því merki. Anna notar engin hljóðfæri þegar hún semur tónlist. Hún teiknar skissur af tónverkunum og handskrifar nóturnar.

Tónlistarskólinn fær andlitslyftingu

adminFréttir

Síðusta daga hafa staðið yfir framkvæmdir á framhlið tónlistarskólahússins, hamarshöggin hafa hljómað skemmtilega í takt við tónlistina innan dyra. Nýir gluggar eru komnir á neðri hæðina og er ásýnd skólans að taka á sig bjartari mynd. Einnig verður betra rými fyrir framan húsið þar sem runnarnir við húsið voru fjarlægðir. Það birtir töluvert til í og við húsið auk þess sem allt verður miklu huggulegra við skólann.

Grunnskóli Borgarfjarðar – vantar kennara til starfa

adminFréttir

Grunnskóli Borgarfjarðar auglýsir eftir kennara Við Varmalandsdeild skólans vantar umsjónarkennara til starfa vegna forfalla. Laun samkvæmt kjarasamningi KI og LS. Umsóknarfrestur til 3.október 2014. Umsóknum skal skilað skriflega til skólastjóra með upplýsingum um menntun, réttindi og starfsreynslu, ásamt ábendingu um meðmælendur. Mikilvægt er að umsækjendur hafi gaman af því að starfa með börnum og ungmennum og séu tilbúnir að vinna eftir stefnu og gildum skólans. Sjá heimasíðu http://www.gbf.is   Nánari

Spilagleði í Logalndi og Edduveröld

adminFréttir

Briddsfélag Borgarfjarðar byrjar á ný eftir sumarfrí á mánudag, 29. september. Að vanda verður spilað í Logalandi í Reykholtsdal. Fyrsta kvöldið og næstu mánudagskvöld þar á eftir verður spilaður eins kvölds tvímenningur. Byrjað er að spila kl. 20.00 og allir eru velkomnir. Þá eru Rússakvöldin að hefjast að nýju í Edduveröld. Fyrsta Rússakvöldið er í kvöld, 24. september, og hefst kl. 20.00. Rússi verður svo spilaður í Edduveröld annan hvern

Íbúafundur um málefni Bæjarsveitar

adminFréttir

Boðað er til íbúafundar með íbúum Bæjarsveitar þar sem ýmis málefni sem varða Bæjarsveit verða til umræðu. Fundurinn verður haldinn í félagsheimilinu Brún þann 29. september og hefst hann kl. 20:30.   Íbúum Bæjarsveitar hefur verið send með póstinum auglýsing um íbúafundinn og efni hans.

Sveitarstjórn og yfirstjórn LbhÍ hittust á fundi

adminFréttir

Gamli skólinn á HvanneyriSveitarstjórn Borgarbyggðar og yfirstjórn Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri hittust nýverið á fundi þar sem farið var yfir stöðu mála hjá skólanum. Sveitarstjórn Borgabyggðar óskaði eftir fundinum vegna frétta um uppsagnir á 10 starfsmönnum skólans og þá niðurskurðarkröfu sem birtist í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2015. Yfirstjórn skólans brást fljótt við og aðilar voru sammála um að nýta tækifærið til að ræða samstarfsverkefni og framtíðarsýn. Björn Þorsteinsson rektor fór

Jóga í Uglukletti og Klettaborg

adminFréttir

Jóga er nú stundað af miklum móð í leikskólunum Uglukletti og Klettaborg. Í leikskólunum eru öll tækifæri nýtt til þess að efla börnin (og starfsfólkið líka), andlega og líkamlega. Jóga hefur orðið fyrir valinu sem einn liður í því. Í jóga þjálfa krakkarnir meðal annars liðleika, styrk, jafnvægi, samhæfingu og samvinnu auk þess sem leitast er við að finna innri ró. Myndin er tekin í jógatíma á leikskólanum Uglukletti.  

Björn Bjarki og Guðveig í stjórn SSV

adminFréttir

Fulltrúar Borgarbyggðar á fundinum, Magnús Smári, Ragnar Frank, Jónína Erna, Sigríður, Helgi Haukur,Björn Bjarki og Kolfinna. Á framhaldsaðalfundi Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi sem haldinn var í Búðardal þann 18. sept síðastliðinn voru Guðveig Eyglóardóttir og Björn Bjarki Þorsteinsson kosin í stjórn Samtakanna fyrir hönd Borgarbyggðar. Varamenn þeirra eru þau Magnús Smári Snorrason og Sigríður Júlía Brynleifsdóttir. Á fundinum voru samþykktar nokkrar lagabreytingar, m.a. á stjórn Samtakanna en hana skipa nú

Ljósastaurar komnir við Árberg

adminFréttir

Lokið hefur verið við uppsetningu ljósastaura við Árberg í Reykholtsdal. Settir voru þrír staurar frá Árbergsgötunni að þjóðvegi en göngustígur liggur þaðan, meðfram þjóðvegi í gegnum Kleppjárnsreykjahverfi. Nokkrir nemendur Grunnskóla Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykjum ganga frá Árbergi í skólann og mun nú öryggi þeirra og annarra gangandi vegfarenda aukast til muna. Starfsmenn Rarik sáu um uppsetningu stauranna en Einar S. Traustason um jarðvinnu.