Rúmlega 50 krakkar lásu um 300 bækur

adminFréttir

Þessar þrjár stúlkur voru meðal þeirra sem tóku þátt í sumarlestrarátaki Safnahúss Borgarfjarðar í ár, en alls tóku 53 börn þátt að þessu sinni og er það nýtt héraðsmet. Bækurnar sem þessir duglegu krakkar lásu voru um 300, hvorki meira né minna. Þetta er sjöunda árið sem Héraðsbókasafn Borgarfjarðar í Safnahúsi efnir til sumarlesturs fyrir börn á aldrinum 6-12 ára. Markmiðið er að krakkarnir viðhaldi og þjálfi þá lestrarleikni sem

Ljóðaverðlaun Guðmundar Böðvarssonar og Borgfirsk menningarveðlaun

adminFréttir

Guðmundur BöðvarssonMinningarsjóður Guðmundar Böðvarssonar skálds og bónda á Kirkjubóli og Ingibjargar Sigurðardóttur konu hans veitir Ljóðaverlaun Guðmundar Böðvarssonar og Borgfirsk menningarverðlaun á samkomu í Reykholtskirkju laugardaginn 30. ágúst nk. kl. 16.00. Þetta er í níunda sinn sem veðlaunin eru veitt. Aðilar að sjóðnum eru Búnaðarsamband Vesturlands, Ungmennasamband Borgarfjarðar, Samband borfirskra kvenna, Rithöfundasamband Íslands og afkomendur Guðmundar og Ingibjargar. Auk afhendinga verðlauna er dagskrá með tónlistarflutningi og ljóðalestri. Allir eru velkomnir

Grímshúsfélagið boðar félagsfund

adminFréttir

Grímshúsfélagið boðar til félagsfundar í Alþýðuhúsinu Borgarnesi mánudaginn 1. sept. 2014, kl. 20.00. Fundarefni: Tillögur að skipulagi og hönnun Grímshúss kynntar og lagðar fram til afgreiðslu. Kynningarefni liggur frammi frá og með fimmtudeginum 28. ágúst n.k. á FB-síðu Grímshúsfélagsins, FB-síðu Sigursteins: www.facebook.com/gjafi. Tillögurnar má einnig skoða hér. Nánari upplýsingar veita Sigursteinn Sigurðsson, arkitekt FÍA, og stjórn Grímshúsfélagsins. Áhugafólk um endurbyggingu Grímshúss í Brákarey er hvatt til að mæta.  

Fjallskilaseðlar 2014

adminFréttir

Fjallskilaseðlar frá afrétta- og fjallskilanefndum verða aðgengilegir á heimasíðunni. Þeir verða settir inn eftir því sem þeir berast. Til að nálgast seðlana er farið inn á starfsemi undir bláu valstikunni á forsíðu heimasíðunnar. Þar til hliðar er farið í landbúnaður og síðan fjallskilasjóðir. Á þeirri síðu er síðan farið inn á fjallskilaseðlar 2014. Þá má einnig nálgast hér.

Fjárréttir haustið 2014

adminFréttir

                              Réttardagar í Borgarbyggð:   Nesmelsrétt í Hvítársíðu, laugardaginn 6. september. Fljótstungurétt í Hvítársíðu, sunnudaginn 14. september. Kaldárbakkarétt í Kolbeinsstaðahreppi sunnudaginn 6. september. Oddsstaðarétt í Lundarreykjadal, miðvikudaginn 10. september. Brekkurétt í Norðurárdal, sunnudaginn 14. september. Rauðsgilsrétt í Hálsasveit, sunnudaginn 21. september. Svignaskarðsrétt, mánudaginn 15. september. Þverárrétt í Þverárhlíð, mánudaginn 15. september. Hítardalsrétt í Hítardal, mánudaginn 15.

Tólf mánaða á Hraunborg og Andabæ

adminFréttir

Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur samþykkt að lækka inntökualdur barna á leikskólanum Andabæ á Hvanneyri og leikskólanum Hraunborg á Bifröst. Frá og með 1. ágúst gátu skólarnir því tekið inn börn frá 12 mánaða aldri. Ákvörðun um að taka ínn ársgömul börn hefur fengið mjög góðar viðtökur. Þrjár umsóknir um leikskólapláss eru nú þegar komnar um pláss í Hraunborg á Bifröst og átta umsóknir í Andabæ á Hvanneyri.  

Það er leikur að læra

adminFréttir

Nú er sumarleyfum að ljúka og skólarnir í Borgarbyggð hefja störf að nýju. Skólasetning Grunnskóla Borgarfjarðar verður fimmtudaginn 21. ágúst sem hér segir: kl. 10.00 á Kleppjárnsreykjum kl. 12.00 á Hvanneyri kl. 14.00 á Varmalandi í Þinghamri   Grunnskólinn í Borgarnesi hefur skólaárið formlega með setningu í Borgarneskirkju föstudaginn 22. ágúst og er dagskráin eftirfarandi: kl. 10.00, skólasetning hjá 1. – 3. bekk kl. 10.40, skólasetning hjá 4. – 6.

Viðburður í fólkvangnum Einkunnum miðvikudagskvöldið 20. ágúst

adminFréttir

Stjórn Skógræktarfélags Borgarfjarðar hefur sent frá sér eftirfarandi tilkynningu.   ,,Miðvikudaginn 20. ágúst kl 18:00 ætlum við í Skógræktarfélaginu að hittast í Einkunum (fyrir ofan Borgarnes). Við ætlum að kíkja eftir sveppum, kveikja eld, gera ketilkaffi, prófa okkur áfram í útieldun, spjalla og fræðast hvert af öðru. Við hvetjum alla hvort sem þeir hafa áhuga á útivist, skógrækt, sveppatínslu og/eða náttúruskoðun að mæta og eiga með okkur skemmtilega stund. Sjáumst!“

Auglýsing um skipulag í Borgarbyggð – Bjarnhólar í landi Hamars

adminFréttir

Sveitarstjórn Borgarbyggðar auglýsir hér með tillögu að breytingu á aðalskipulagi Borgarbyggðar ásamt umhverfisskýrslu samkvæmt 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan var samþykkt í sveitarstjórn Borgarbyggðar 10. apríl 2014. Breytingin felst í að landnotkun við Bjarnhóla í landi Hamars verði breytt úr landbúnaði í sorpförgun og efnistöku samkvæmt uppdráttum og greinargerð dags. 8. apríl 2014. Skipulagssvæðið tekur til 9,8 ha.Tillagan ásamt umhverfisskýrslu verður til sýnis í ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, Borgarbyggð,

Auglýsing um skipulag í Borgarbyggð – Stóra Brákarey

adminFréttir

Sveitarstjórn Borgarbyggðar auglýsir hér með tillögu að breytingu á aðalskipulagi Borgarbyggðar samkvæmt 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan var samþykkt í sveitarstjórn Borgarbyggðar 14. ágúst 2014. Breytingin felst í að landnotkun í Stóru-Brákarey verði breytt samkvæmt uppdráttum og greinargerð dagsettri 8. ágúst 2014. Skipulagssvæðið tekur til Stóru Brákareyar.Tillagan mun liggja frammi hjá Skipulagsstofnun, á skrifstofu Borgarbyggðar Borgarbraut 14, Borgarbyggð, frá og með 18. ágúst til og með 28. september nk.