Umhverfisviðurkenningar 2014

adminFréttir

Eins og undanfarin ár verða veittar umhverfisviðurkenningar í fjórum flokkum. Enn sem komið er hefur einungis ein tilnefning borist frá íbúa á skrifstofu sveitarfélagsins á þessu ári. Á næsta fundi umhverfis- skipulags- og landbúnaðarnefndar verður rætt hverjir eiga að hljóta umhverfisviðurkenningarnar að þessu sinni. Til þess að nefndarmenn hafi úr einhverju að moða eru íbúar hvattir til að senda inn tilnefningar um hverjir að þeirra mati skuli hljóta viðurkenningarnar, þrátt

Fuglalíf að eflast í fólkvangnum Einkunnum

adminFréttir

Fuglalíf hefur verið að eflast í fólkvangnum Einkunnum á undanförnum árum. Smyrill verpti þar annað árið í röð nú í sumar. Auk þess hefur sést til nokkra Rjúpna með unga og til nokkurra uglna í vor. Einnig hefur verið áberandi fjölgun Auðnutittlings. Hrafninn verpti þar lengi vel, en ekki hefur orðið vart við nýtta laupa í klettunum á undanförnum árum. Aðrir fuglar sem umsjónarmenn fólkvangsins hafa orðið varir við eru

Köttur í óskilum

adminFréttir

Ómerktur bröndóttur ungur köttur er í vörslu hjá gæludýraeftirliti Borgarbyggðar.   Þeir sem telja sig þekkja til kattarins á myndinni eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa Borgarbyggðar í síma 433-7100 eða í verktaka á vegum Borgarbyggðar í síma 892-5044.

Fimm grenndarstöðvar verða fjarlægðar um næstu mánaðarmót

adminFréttir

Fimm grenndarstöðvar í Borgarbyggð verða fjarlægðar um næstu mánaðarmót (júlí – ágúst 2014). Það eru eftirfarandi stöðvar. – Stöðin á Heydalsafleggjaranum í fyrrum Kolbeinsstaðahreppi gegnt Hraunholtum, en þeim eina gámi sem er á staðnum verður bætt við á grenndarstöðina við Lindartungu til að þjónusta sumarhúsasvæðin í nágrenninu. – Stöðin við Vatnshamra í Andakíl, en þeim eina gámi verður bætt við grenndarstöðina á Hvanneyri. – Stöðin við félagsheimilið Valfell verður fjarlægð

Tilkynning til sauðfjáreigenda í Borgarbyggð frá fjallskilanefnd Borgarbyggðar

adminFréttir

Á fundi fjallskilanefndar Borgarbyggðar í gær var samþykkt að senda öllum sauðfjáreigendum í Borgarbyggð bréf þar sem óskað yrði eftir upplýsingum um heildarfjölda vetrarfóðraðs sauðfjár vorið 2014.   Sauðfjáreigendum mun því vera sent bréf í upphafi næstu viku og þeir beðnir um að skila upplýsingunum inn fyrir 5. ágúst 2014. Sjá hér bréfið.

Nýr kurlstígur í Skallagrímsgarði og endurbætur á kurlstígum í Einkunnum

adminFréttir

Nýlega voru kurlaðir fjöldi trjábola sem umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi hefur látið safna síðastliðið ár við Bjarnhóla. Þrír starfsmenn HSS verktak, einn starfsmaður Skógræktarfélags Borgarjarðar og einn sumarstarfsmaður sáu um kurlunina.Kurlið var síðan flutt á tvo staði í Einkunnum og í Skallagrímsgarð. Unnar Eyjólfur Jensson sumarstarfsmaður Borgarbyggðar hefur unnið síðastliðnar þrjár vikur við við að dreifa kurlinu á 4 km langan bút af göngustígakerfi Einkunna og leggja kurl í nýjan stíg

Sorphirðudagatal fyrir dreifbýli Borgarbyggðar auk handbókar um flokkun

adminFréttir

Sorphirðudagatal fyrir dreifbýli Borgarbyggðar á nú að hafa borist þeim sem búa utan þéttbýlisstaðanna með frétta- og auglýsingablaðinu Íbúanum. Það er einnig hægt að nálgast á heimasíðu Borgarbyggðar. Sjá hér.   Bæklingurinn sem fylgja á tunnunum kemur úr prentun nú um um helgina og verður sendur út í næstu viku en hægt er að nálgast hann nú þegar á heimasíðu Borgarbyggðar. Sjá hér.

Sorphirða í dreifbýli

adminFréttir

Sorphirða í dreifbýli mun hefjast vikuna 21. – 25. júlí. Þá verður tæmt úr þeirri tunnu sem er fyrir almennt sorp. Byrjað verður í upphafi vikunnar í fyrrum Kolbeinsstaðahreppi og endað í lok vikunnar í Andakíl. Ekki er hægt að setja enn til um hvernig hirðu muni miða út vikuna.   Sorphirðudagatal mun verða sent á öll heimili í dreifbýli í næstu viku á baksíðu Íbúans og einnig mun það

Búfjárhald í þéttbýli Borgarbyggðar

adminFréttir

Undanfarnar vikur hefur töluvert verið kvartað undan búfjáreigendum á Hvanneyri og í Borgarnesi sem beita einkalóðir sínar eða annarra auk opinna svæða í eigu Borgarbyggðar sem ekkert samkomulag gildir um.   Samkvæmt lögreglusamþykkt er búfjárhald bannað í þéttbýli nema með sérstöku leyfi og með skilmálum sem sveitarstjórn tekur.   Sjá hér lögreglusamþykktina.