Skipan í kjördeildir í Borgarbyggð

adminFréttir

Við sveitarstjórnarkosningarnar laugardaginn 31. maí 2014 er skipan í kjördeildir í Borgarbyggð sem hér segir:   Borgarneskjördeild í Hjálmakletti (Menntaskólanum) í Borgarnesi. Þar kjósa íbúar á svæðinu milli Langár og Gljúfurár. Kjörfundur hefst kl. 9,00 og lýkur kl. 22,00.   Lindartungukjördeild í félagsheimilinu Lindartungu. Þar kjósa íbúar á svæðinu milli Hítarár og Haffjarðarár. Kjörfundur hefst kl. 10,00 og lýkur kl. 20,00.   Lyngbrekkukjördeild í félagsheimilinu Lyngbrekku. Þar kjósa íbúar á

Heimsókn frá Norðurlöndunum

adminFréttir

Nýverið kom hópur norrænna gesta í heimsókn til Borgarbyggðar. Þetta var hópur starfsmanna hjá landssamtökum sveitarfélaga í Danmörku, Finnlandi og Svíðþjóð. Með í för voru einnig fulltrúar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Tilgangur heimsóknarinnar var að fræðast um það hvernig Borgarbyggð vann sig út úr rekstrarvandanum eftir efnahagshrunið haustið 2008. Þetta var fjórði hópur erlendra gesta sem kemur í heimsókn til Borgarbyggðar á undanförnum þremur árum til að fræðast um áhrif

Fjöliðjan – þroskaþjálfi

adminFréttir

Þroskaþjálfi óskast í afleysingar í Fjöliðjuna í Borgarnesi frá 1. september til ágúst 2015   Þroskaþjálfi óskast í afleysingar sem forstöðumaður Fjöliðju frá september nk. í eitt ár. Um er að ræða 50% starf. Launakjör skv. kjarasamningum. Umsóknarfrestur er til 9. júní. Nánari upplýsingar veita Guðrún Kristinsdóttir forstöðumaður: gudrunkr@borgarbyggd.is eða Hjördís Hjartardóttir félagsmálastjóri : hjordis@borgarbyggd.is . Sími 4337100.  

Sumarfjör – sumarstarf barna í 1. – 7. bekk

adminFréttir

Mörg námskeið fyrir börn í 1.-7. bekk grunnskóla verða í boði í Borgarnesi í sumar. Námskeiðin/gæsla eru opin öllum börnum á þessum aldri í Borgarbyggð. Starfsemin hefur hlotið nafnið Sumarfjör. Í Sumarfjöri verður m.a. boðið upp á Smíðafjör, Dansnámskeið og Listasmiðju. Starfsemi Sumarfjörs hefst þriðjudaginn 3. júní kl. 9.00 og verður alla virka daga frá kl. 9.00 til 16.00. Yfirumsjón með starfinu hefur Sigríður Dóra Sigurgeirsdóttir. Með henni starfa Kara

Útboð á skólaakstri

adminFréttir

Borgarbyggð óskar eftir tilboðum í skólaakstur við grunnskóla í Borgarbyggð og akstur í tómstundastarf skólaárin 2014-2015 og 2015-2016.   Um er að ræða skólaakstur innanbæjar í Borgarnesi, ein leið úr dreifbýli að Grunnskólanum í Borgarnesi, tvær leiðir að Grunnskóla Borgarfjarðar á Varmalandi og tómstundaakstur frá Varmalandi í Borgarnes. Gerður verður samningur um hverja leið fyrir sig.   Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, á skrifstofutíma. Tilboðum skal skilað

Opið hús á leikskólanum Hnoðrabóli

adminFréttir

Lífið er yndislegt MEÐ SÓL Í HJARTA! Miðvikudaginn 28. maí ætla börnin á Hnoðrabóli að bjóða öllum velunnurum skólans á opið hús, útskrift og myndlistasýngu frá kl. 14.00 – 15.45. Gaman væri að sjá sem flesta foreldra, systkini, ömmur, afa og aðra sveitunga sem hafa tök á því að lita inn og eiga góða stund með okkur og þiggja kaffiveitingar. Sólarkveðjur frá öllum á Hnoðrabóli  

Blóðbankabíllinn á þriðjudag

adminFréttir

Blóðbankabíllinn verður við N1 í Borgarnesi þriðjudaginn 27. maí frá kl. 10.00 – 17.00. Fólk er hvatt til að mæta og gefa blóð. Blóðgjöf er lífgjöf!

Götuljósin slökkt í sumar

adminFréttir

Slökkt verður á götulýsingu á vegum Borgarbyggðar í öllum þéttbýlisstöðum sveitarfélagsins í júní og júlí í sumar að undanskildri lýsingunni á þjóðvegi 1 gegnum Borgarnes. Í sumar er sjötta sumarið sem þetta fyrirkomulag er haft og gert til að halda niðri kostnaði sveitarfélagsins við rekstur götulýsingar. Þeir staðir sem um ræðir eru: Borgarnes, Hvanneyri, Bifröst, Kleppjárnsreykir, Árberg, Reykholt og Bæjarhverfi. Jökull Helgason Forstöðumaður umhverfis- og skipulagssviðs

Rif á kjallara Borgarbrautar 57

adminFréttir

Byrjað er að rífa kjallarann að Borgarbraut 57, húsnæði gamla JS-Nesbæjar. Verktaki í verkinu er Borgarverk ehf og munu þeir brjóta niður alla steypu sem eftir er í húsinu, flokka allt járn frá steypunni og sjá um förgun. Einnig verður fyllt í grunninn en gert er ráð fyrir að um 900 m3 af fyllingarefni þurfi til verksins.  

Framkvæmdir að hefjast við gangstéttar í Borgarvík í Borgarnesi

adminFréttir

Á síðasta ári var hafist handa við endurnýjun gangstétta í Borgarvík en samhliða því yfirfór Orkuveita Reyjavíkur hitaveitulagnir í gangstéttarsvæðinu. Í byrjun næstu viku verður hafist handa við seinni áfanga verksins og er stefnt að verklokum um miðjan júní n.k. Um er að ræða gangstéttarkaflann frá miðri Borgarvík og að gatnamótum Klettavíkur/Borgarvíkur/Garðavíkur. Verktaki í verkinu verður HSS-Verktak í Borgarnesi. Ef íbúar hafa ábendingar eða vilja koma einhverju á framfæri vegna