ADHD – kynningarfundir í Hjálmakletti

adminFréttir

Kynningarfundur ADHD samtakanna verður haldinn í Borgarnesi fimmtudaginn 3. apríl 2014 kl. 14.30 í Hjálmakletti, í samvinnu við Velferðarráðuneytið. Fundurinn er ætlaður starfsfólki leik-, grunn- og framhaldsskóla, sérfræðingum í skóla- og félagsþjónustu og öllum þeim sem starfa með börnum, ungmennum eða fullorðnum með ADHD. Efni fundar: Hvað er ADHD og hvað gera ADHD samtökin? Elín Hoe Hinriksdóttir sérkennari og formaður stjórnar ADHD samtakanna og Björk Þórarinsdóttir gjaldkeri ADHD samtakanna kynna

Ályktun um Landbúnaðarháskóla Íslands

adminFréttir

Á fundi byggðarráðs Borgarbyggðar í morgun var m.a. rætt um málefni Landbúnaðarháskóla Íslands og svohljóðandi ályktun samþykkt samhljóða:   „Byggðaráð Borgarbyggðar ítrekar þá afstöðu sína að það sé farsælast fyrir Landbúnaðarháskóla Íslands að vera áfram sjálfstæður skóli. Í kjölfar þess að mennta- og menningarmálaráðherra tilkynnti fyrir skömmu að ekki kæmi til sameiningar LBHÍ og HÍ hafa ráðherra og yfirstjórn skólans farið mikinn á opinberum vettvangi og sakað sveitarstjórn Borgarbyggðar, ásamt

Íbúafundir framundan

adminFréttir

Borgarbyggð boðar íbúa til fundar um þjónustu sveitarfélagsins, helstu framkvæmdir sem framundan eru og þau mál sem efst eru á baugi í dag. Á fundunum munu sveitarstjóri og sviðsstjórar sveitarfélagsins ræða þessi málefni við íbúa.     Fundirnir fara fram á eftirtöldum stöðum: Lindartunga, mánudaginn 31. mars, kl. 20.30 Háskólinn á Bifröst, þriðjudaginn 1. apríl, kl. 17.30 Þinghamar, Varmalandi, þriðjudaginn 1. apríl, kl. 20.30 Hjálmaklettur, Borgarnesi, miðvikudaginn 2. apríl, kl.20.30

Íbúafundur í Hjálmakletti – Saga Borgarness

adminFréttir

Laugardaginn 29. mars verður haldinn íbúafundur í Hjálmakletti þar sem fjallað verður um sögu Borgarness. Borgnesingum, núverandi og fyrrverandi og öðrum áhugamönnum um sögu bæjarins gefst þar tækifæri á að lýsa skoðunum sínum á því hvað ætti að leggja áherslu á við söguritunina og koma með ábendingar. Páll Brynjarsson bæjarstjóri setur fundinn og fjallar um undirbúning verksins. Egill Ólafsson sagnfræðingur gerir grein fyrir vinnunni það sem af er vetri, kynnir

Útboð – Gangstéttar og göngustígar

adminFréttir

Umhverfis- og skipulagssvið Borgarbyggðar óskar eftir tilboðum í verkið: Gerð gangstétta og göngustíga í Borgarnesi 2014 Hellulögn, steyptar stéttar og malarstígar Verkið er fólgið í gerð steyptra kantsteina og gangstétta, hellulagðrar gangstéttar og malarstíga. Helstu magntölur eru: Hellulögn 235 m2 Steyptur kantsteinn 10 cm 600 m Steyptur kansteinn 15 cm 148 m Steyptar gangstéttar 875 m2 Malbiksviðgerðir 230 m2 Malarstígar 510 m2 Þökulögn 92 m2 Útboðsgögn verða afhent með rafrænum

Góð gjöf til Grunnskólans í Borgarnesi

adminFréttir

Kristján Rafn Sigurðsson framkvæmdastjóri Eðalfisks kom færandi hendi í Grunnskólann í Borgarnesi og afhenti skólanum 8 stk. IPad að gjöf frá fyrirtækinu. Vélarnar munu nýtast vel í skólastarfinu og auka fjölbreytni í kennslu og úrvinnslu nemenda á hugmyndum sínum í náminu. Rekstur Eðalfisks hefur gengið vel síðustu misseri og eigendur tóku ákvörðun um að láta skólann njóta góðs af. Skólinn færir Eðalfiski bestu þakkir fyrir þann hlýhug sem fyrirtækið sýnir

Vesturlandsriðill í Skólahreysti á fimmtudag

adminFréttir

Keppni í undanriðli (Vesturlandsriðill) í Skólahreysti fer fram í Smáranum í Kópavogi á fimmtudaginn, 27. mars í íþróttahúsi Breiðabliks. Tvö lið grunnskóla Borgarbyggðar taka þátt í keppninni, lið Grunnskólans í Borgarnesi og sameiginlegt lið Varmalands- og Kleppjárnsreykja Grunnskóla Borgarfjarðar. Gangi ykkur vel krakkar!   Grænt lið Grunnskólans í Borgarnesi skipa: Ásgrímur Agnarsson – upphýfingar/dýfur Hafrún Birta Hafliðadóttir – armbeygjur/hreystigreip Húni Hilmarsson og Helga Marie Gunnarsdóttir – hraðaþraut Delía Rut Claes

Mottumarstónleikar Söngbræðra í Borgarneskirkju

adminFréttir

Karlakórinn Söngbræður verður með tónleika í Borgarneskirkju fimmtudaginn 27. mars næstkomandi. Tónleikarnir eru í samvinnu við Krabbameinsfélag Borgarfjarðar í tilefni Mottumars. Allur ágóði rennur til Krabbameinsfélagsins. Dagskrá tónleikanna er fjölbreytt og hressileg og sex kórfélagar syngja einsöng. Undirleikari er Heimir Klemensson og stjórnandi Viðar Guðmundsson. Aðgangseyrir kr. 2.000 og tónleikarnir hefjast kl. 20.30.

Fundur hjá Hollvinum Borgarness

adminFréttir

Hollvinir Borgarness (fyrrum Neðribæjarsamtökin) efna til fundar þriðjudaginn 26. mars kl. 17.15 á Sögulofti Landnámsseturs. Það er margt sem þarf að ræða og skipuleggja. Samtökin hvetja alla þá sem eru með hugmyndir að verkefnum eða málefnum til að mæta. Verkefni sem íbúar geta tekið sig saman um að vinna til hagsbóta fyrir Borgarnes og bæjarbúa. Drög að dagskrá:1. Samþykkt Hollvina Borgarness í tengslum við nafnabreytinguna 2. Hreinsunarátak – samstafsverkefni Grunnskólans

Skipulagslýsing – Stóra Brákarey

adminFréttir

Skipulagslýsing vegna breytinga á aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022, þéttbýlisuppdráttur Borgarness, breytt landnotkun í Stóru-Brákarey   Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti á fundi sínum þann 13. febrúar 2014 að auglýsa lýsingu vegna fyrirhugaðra breytinga á aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022. Um er að ræða breytta landnokun í Stóru-Brákarey samkvæmt uppdrætti og greinargerð dagssettri 26. febrúar 2014. Lýsingin liggur frammi í Ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, 310 Borgarnesi frá 24. mars 2014 til 2. apríl 2014 og á