Laust starf á skrifstofu Borgarbyggðar

adminFréttir

Laust er til umsóknar starf afgreiðslufulltrúa á skrifstofu Borgarbyggðar. Helstu verkefni afgreiðslufulltrúa eru: · Símsvörun og mótttaka þeirra sem koma í ráðhúsið, gefa upplýsingar og leiðbeina varðandi starfsemi og þjónustu sveitarfélagsins · Umsjón með pósti og móttaka á greiðslum sem berast á skrifstofuna. · Sala á vörum sem seldar eru í afgreiðslu · Umsjón með ritfanga og pappírslager · Aðstoð við gerð aðseturs- og flutningstilkynninga · Ýmis önnur skrifstofustörf. Umsækjendur

Afreksmannasjóður UMSB

adminFréttir

  Opið er fyrir umsóknir í afreksmannasjóð Ungmennasambands Borgarfjarðar. Umsóknir þurfa að hafa borist fyrir 1. mars á netfangið umsb@umsb.is eða á skrifstofu Ungmennasambandsins við Borgarbraut 61. Hægt er að fá nánari upplýsingar hjá Pálma framkvæmdastjóra UMSB, netfang: umsb@umsb.is

Aðalfundur Framfarafélags Borgfirðinga

adminFréttir

Aðalfundur Framfarafélags Borgfirðinga verður haldinn í Logalandi í Reykholtsdal sunnudaginn 2. mars kl. 13.00. Hefðbundin aðalfundarstörf, stjórnarkosning og lagabreytingar eru á dagskrá. Auk þess mun Bryndís Geirsdóttir í Árdal flytja erindi um sérstaka rabarbarahátíð og fleira sem tengist nýjungum á sviði matvæla.

Kleinufundur slökkviliðs Borgarbyggðar

adminFréttir

Kleinufundur Slökkviliðs Borgarbyggðar var haldinn í liðinni viku. Skýrsla Slökkviliðsins fyrir árið 2013 var kynnt á fundinum. Þar kom m.a. fram að útköll á árinu voru 29 talsins, haldnar voru 22 æfingar og ein hópslysaæfing. Þá sinnir liðið ýmsum fræðslu og forvarnarverkefnum. Farið var með verkefnið um Loga og Glóð í alla leikskóla og eldvarnafræðsla var fyrir öll 8 ára börn í grunnskólum sveitarfélagsins. Einnig samstarfsverkefni slökkviliðs og lögreglu „Ekkert

Ungt fólk og lýðræði 2014

adminFréttir

Ráðstefnan „Ungt fólk og lýðræði“ verður haldin dagana 9.–11. apríl 2014 á Hótel Ísafirði. Aðalþema ráðstefnunnar að þessu sinni verður Stjórnsýslan og við – áhrif ungs fólks á stjórnsýsluna. Ráðstefnan er ætluð ungu fólki á aldrinum 16-25 ára. Fjöldi þátttakenda verður takmarkaður við 60 manns og tvo þátttakendur frá hverju sveitarfélagi + starfsmann ef vill. Þátttakendum yngri en 18 ára verður að fylgja fullorðinn einstaklingur. Þátttökugjald eru 12.000.- fyrir hvern

Snorrastofa og SAGA jarðvangur/geopark

adminFréttir

Surtshellir_bþ Gilsbakki og Surtshellir. Uppsveitir Borgarfjarðar í alþjóðlegum rannsóknum. Dagskrá á vegum Snorrastofu og Sögu jarðvangs/geopark í hátíðarsal Snorrastofu í Héraðsskólahúsinu í Reykholti, laugardaginn 22. febrúar kl. 13.00-17.00. Að dagskránni eru kallaðir til sérfræðingar í fornleifum, sögu veflistar, jarðfræði og bókmenntum, sem horft hafa til þessa svæðis í fræðum sínum og rannsakað sérstaklega m.a. Gilsbakka og Surtshelli. Fyrri hluti dagskrárinnar fjallar um fornleifarannsókn, sem gerð var á Gilsbakka á árunum

Grease í Hjálmakletti

adminFréttir

Leikhópur nemendafélags MB frumsýndi söngleikurinn Grease sem í Hjálmakletti þann 7. febrúar síðastliðinn. Sýningin er hin besta skemmtun og hefur nú verið sýnd þrisvar fyrir fullu húsi. Næsta sýning verður fimmtudaginn 20. febrúar og hefst kl. 20.00. Sunnudaginn 23. febrúar verður sérstök barnasýning sem hefst kl. 16.00. Þá verða sýningar 25. og 27. febrúar og föstudaginn 28. verður svokölluð power sýning sem hefst klukkan 21.00. Miðaverð er 2.500 krónur fyrir

Bifrastarstyrkur Knattspyrnudeildar Skallagríms

adminFréttir

Háskólinn á Bifröst og Knattspyrnudeild Skallagríms auglýsa eftir umsóknum um Bifrastarstyrk Knattspyrnudeildar Skallagríms. Í Bifrastarstyrknum felst að skólagjöld við Háskólann eru felld niður gegn því að leikmaðurinn leiki knattspyrnu með meistaraflokki Skallagríms á samningstímanum, sem er eitt skólaár eða samkvæmt nánara samkomulagi. Á umsókninni þarf að koma fram starfsferill, námsferill og knattspyrnuferill auk annarra þátta sem umsækjandi telur mikilvægt að komi fram. Umsóknir sendist á: ivar@menntaborg.is fyrir 1. apríl næstkomandi.