Kettlingafull læða í óskilum

adminFréttir

Lítil kettlingafull læða fannst við sumarhúsasvæðið í Galtarholti í dag. Hún er grábröndótt með hvíta sokka og bringu.   Telji sig einhver eiga þennan kött eða þekkja til eiganda er viðkomandi beðin að hafa samband við Helgu í síma 860-7013.

Starfsleyfistillaga fyrir Sorpurðun Vesturlands

adminFréttir

Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að starfsleyfi fyrir urðunarstað Sorpurðunar Vesturlands hf. að Fíflholtum. Sjá hér frétt á heimasíðu Umhverfisstofnunar.   Gögnin munu liggja frammi til kynningar í afgreiðslu ráðhúss Borgarbyggðar á tímabilinu 28. nóvember 2013 – 23. janúar 2014. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 23. janúar 2014.

Kveikt á jólatré Borgarbyggðar 1. des.

adminFréttir

                            Kveikt verður á jólatré Borgarbyggðar við hátíðlega athöfn á Kveldúlfsvelli (við Ráðhús) í Borgarnesi sunnudaginn 1. desember kl. 17.00. Dagskrá Ávarp Björns Bjarka Þorsteinssonar formanns byggðaráðs Borgarbyggðar. Nemendur Tónlistarskóla Borgarfjarðar syngja og spila í umsjón Birnu Þorsteinsdóttur. Jólasveinar koma til byggða og gleðja okkur með söng og skemmtilegheitum. Freyjukórinn syngur nokkur jólalög undir stjórn Zsuzsönnu Budai.

Verdi/Wagner tónleikar í Reykholtskirkju

adminFréttir

Föstudaginn 29. nóvember nk. stendur Tónlistarskóli Borgarfjarðar fyrir tónleikum í Reykholtskirkju kl. 20.00 og fær skólinn Freyjukórinn og Samkór Mýramanna til liðs við sig. Þar verður óperutónskáldanna Verdis og Wagners minnst, en á þessu ári eru 200 ár frá fæðingu þeirra. Flutt verða þekkt lög eftir þessa snillinga; einsöngur, kórsöngur, einleikur og samleikur. Á tónleikunum koma kennarar Tónlistarskólans fram, söngfólk úr héraði og kórarnir tveir. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis

Lokaskýrslur til Menningarsjóðs Borgarbyggðar

adminFréttir

Snemma árs veitti Menningarsjóður Borgarbyggðar styrki fyrir árið 2013 til menningarverkefna í Borgarbyggð. Samkvæmt reglum sjóðsins ber styrkhöfum að skila inn skýrslu um verkefni sín fyrir árslok. Þeir styrkhafar sem ekki hafa sent inn eru minntir á að senda skýrslur sínar til Emblu Guðmundsdóttur þjónustufulltrúa, skrifstofu Borgarbyggðar, 320 Reykholt eða á netfangið embla@borgarbyggd.is

Nýr skólastjóri við Grunnskólann í Borgarnesi

adminFréttir

Á fundi sveitarstjórnar Borgarbyggðar í gær samþykkti sveitarstjórn samhljóða tillögu fræðslustjóra og sveitarstjóra um að ráða Signýju Óskarsdóttur sem skólastjóra Grunnskólans í Borgarnesi. Signý er búsett í Borgarnesi og hefur undanfarin ár starfað við Háskólann á Bifröst, fyrst sem gæðastjóri og nú sem kennslustjóri. Áður hafði hún meðal annars starfað í 6 ár sem kennari við Grunnskólann á Djúpavogi. Hún hefur einnig sinnt kennslu við Menntaskóla Borgarfjarðar og Háskólann á

Borgnesingar kepptu í Stíl 2013

adminFréttir

Í haust var boðið upp á val sem hét Stíll í 9. og 10. bekk í Grunnskólanum í Borgarnesi. Umsjón hafði Eva Lára Vilhjálmsdóttir kennari í textílmennt við skólann. Um var að ræða undirbúning fyrir þátttöku í Stíll 2013, hönnunarkeppni á vegum félagsmiðstöðva sem haldin var í Hörpu sl. laugardag. Þátttakendum í valinu var skipt í lið og þurfti hvert lið að útfæra eigin hugmynd, en þema keppninnar var fortíðin.

Foreldradagurinn 2013

adminFréttir

Foreldradagur Heimilis og skóla var haldinn þriðja sinn og nú í Menntaskóla Borgarfjarðar, föstudaginn 22. nóvember. Yfirskrift dagsins var: „Komdu, ég þarf að hlusta á þig.“ (H.Þ.) HVERNIG GETA FORELDRAR UNNIÐ AÐ FORVÖRNUM OG STUÐLAÐ AÐ VELFERÐ BARNA? Markmiðið foreldradagsins er að bjóða upp á vandaða og gagnlega fræðslu fyrir foreldra. Boðið var upp á fræðsluerindi og málstofur um forvarnir í víðu samhengi. Hvernig geta foreldrar stuðlað að forvörnum? Hvernig

Tannvernd í Klettaborg

adminFréttir

Kristín Sigurðardóttir tannlæknir hefur nú skoðað öll börnin í Klettaborg og almennt er tannheilsa barnanna mjög góð. Hún gaf einnig foreldrum leiðbeiningar og góð ráð. Verið er að undirbúa tannburstun sem byrjað verður á um áramót, þá verða öll börnin í Klettaborg tannburstuð eftir hádegismat. Embætti landlæknis útvegar tannbursta og tannkrem, auk þess sem hægt er leita til þeirra með ráðgjöf. Tannverndarþátturinn er hluti af verkefninu „Heilsueflandi leikskóli“ sem stýrt