Blóðbankabíllinn í Borgarnesi

adminFréttir

  Blóðbankabíllinn verður í Borgarnesi við N1 þriðjudaginn 1. október frá kl. 10.00-17.00. Allir velkomnir. Blóðgjöf er lífgjöf!

Frá Orkuveitu Reykjavíkur

adminFréttir

Áhersla á niðurgreiðslu skulda Orkuveitunnar   Orkuveita Reykjavíkur hyggst á næstu árum greiða skuldir fyrirtækisins niður um 80,3 milljarða króna samkvæmt fjárhagsáætlunum sem samþykktar hafa verið í stjórn fyrirtækisins. Í fjárhagsáætlun fyrir árið 2014 og langtímaáætlun fyrir árin 2015 til og með 2019 er áhersla lögð á áframhaldandi aðhald í rekstrinum meðan staðinn er vörður um grunnþjónustu fyrirtækisins. Áætlunin er í samræmi við Plan fyrirtækisins og eigenda, frá árinu 2011.

Bæjarstjórn Akraness vill sameiningarviðræður

adminFréttir

Á fundi bæjarstjórnar Akraneskaupstaðar þann 24. september sl., var tillaga Gunnars Sigurðssonar og Einars Brandssonar, bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, um sameiningarviðræður við sveitarstjórnir Hvalfjarðarsveitar, Skorradalshrepps og Borgarbyggðar samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Bæjarstjóra var falið að fylgja málinu eftir. Í greinargerð sem fylgdi tillögunni kemur fram að á aðalfundi Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, sem haldinn var nú í september, hafi innanríkisráðherra greint frá því að sameining sveitarfélaga á Íslandi yrði ekki þvinguð

Stuðningsfulltrúi við Grunnskóla Borgarfjarðar

adminFréttir

Grunnskóli Borgarfjarðar, Kleppjárnsreykjadeild, auglýsir eftir öflugum stuðningsfulltrúa til starfa í einn og hálfan mánuð frá og með miðjum október. Viðkomandi þarf að taka skólabíl frá Hvanneyri að Kleppjárnsreykjum. Æskilegt að umsækjandi sé karlmaður. Nánari upplýsingar gefur Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir skólastjóri GBF í síma 847-9262/430-1504, netfang; inga@gbf.is  

Minningarfyrirlestur um Snorra Sturluson

adminFréttir

Þriðjudaginn 24. september kl. 20.30 heldur dr. Úlfar Bragason fyrirlestur í Snorrastofu í Reykholti um Hrafns sögu Sveinbjarnarsonar. Fyrirlesturinn er helgaður minningu Snorra Sturlusonar, sem veginn var í Reykholti 23. september árið 1241. Um árabil hefur Snorrastofa minnst dánardægurs hins mikla rithöfundar og höfðingja með því að bjóða til fyrirlestrar um málefni, sem tengjast honum og samtíð hans með einum eða öðrum hætti.

Skólastjóri Grunnskólans í Borgarnesi

adminFréttir

Staða skólastjóra við Grunnskólann í Borgarnesi er laus til umsóknar. Leitað er að einstaklingi með mikinn metnað, sem sýnt hefur árangur í störfum sínum og leggur áherslu á vellíðan og árangur nemenda í góðu samstarfi við aðra starfsmenn skólans. Starfsemin skal einkennast af fjölbreytni, sveigjanleika og víðsýni, þar sem tekið er tillit til mismunandi þarfa, áhuga og getu nemenda. Sjá auglýsingu hér. 10. október nk.

Borgarbyggð „lagði“ Hornafjörð

adminFréttir

Stefán, Eva Hlín og Jóhann Óli                                 Lið Borgarbyggðar, skipað þeim Stefáni Gíslasyni, Evu Hlín Alfreðsdóttur og Jóhanni Óla Eiðssyni, sigraði lið Hornfirðinga í spurningaþættinum Útsvari á Rúv á föstudagskvöldið. Stigatala að lokinni stórskemmtilegri viðureign liðanna, var 95-42. Símavinur liðsins, Inga Björk Bjarnadóttir stóð sig einnig með stakri prýði og svaraði að sjálfsögðu rétt þegar

Frá Björgunarsveitunum – Landsæfing framundan

adminFréttir

Blundar í þér leikari eða viltu aðstoða við skemmtilega æfingu? Landsæfing Slysavarnarfélagsins Landsbjargar fer fram laugardaginn 12. október næstkomandi og verður að þessu sinni í Borgarfirðinum. Það eru björgunarsveitir hér á svæðinu sem skipuleggja æfinguna. Búast má við um eða yfir 200 björgunarsveitarmönnum á æfinguna. Æfing sem þessi er gríðarlega umfangsmikil og byggir á ýmiskonar verkefnum sem leyst verða aftur og aftur af mismunandi hópum. Óskað er eftir „sjúklingum“ til

Félagsleg liðveisla

adminFréttir

Starfsfólk óskast í félagslega liðveislu í Borgarbyggð Markmið liðveislu er að efla einstaklinga til sjálfshjálpar, veita persónulegan stuðning og aðstoð sem miðar að því að rjúfa félagslega einangrun, svo sem aðstoð til að njóta menningar og félagslífs. Við leitum að hressum einstaklingum, 18 ára og eldri. Sveigjanlegur vinnutími. Laun skv. Kjarasamningi Sambands íslenskra sveitafélaga Umsóknir sendist á netfangið gudrunkr@borgarbyggd.is eða á skrifstofu Borgarbyggðar Borgarbraut 14, 310 Borgarnes. Nánari upplýsingar veitir

Borgarbyggð í Útsvari á föstudag

adminFréttir

Föstudaginn 20. september mun lið Borgarbyggðar mæta liði Hornafjarðar í spurningarþættinum Útsvari á Rúv. Lið Borgarbyggðar skipa þau Stefán Gíslason Borgarnesi, Jóhann Óli Eiðsson Glitsstöðum og Eva Hlín Alfreðsdóttir Borgarnesi. Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á keppnisfyrirkomulaginu í þættinum. Meðal annars eru liðin ekki lengur látin hlaupa í bjöllu eða keppa í látbragðsleik en þess í stað verða kynntir inn nýir liðir sem reyna fremur á færni liðanna í að