Íbúafundur um göngustíga í Borgarnesi

adminFréttir

Borgarbyggð boðar til íbúafundar í Landnámsetrinu laugardaginn 31. ágúst kl. 10.30. Fundarefnið eru göngustígar í Borgarnesi, m.a. fyrirhugaður stígur frá Kjartansvelli að íþróttamiðstöðinni. Allir íbúar eru velkomnir á fundinn en íbúar við Kjartansgötu og Þorsteinsgötu eru sérstaklega hvattir til að mæta.  

Söngtónleikar í Borgarneskirkju

adminFréttir

Sópransöngkonurnar Sigríður Ásta Olgeirsdóttir og Sigrún Björk Sævarsdóttir halda tónleika í heimabæjum sínum, Borgarnesi og Stykkishólmi. Fyrri tónleikarnir verða í Borgarneskirkju miðvikudaginn 28. ágúst kl. 20.00 og þeir seinni í Stykkishólmskirkju fimmtudaginn 29. ágúst kl. 20.00. Meðleikari á tónleikunum er Hrönn Þráinsdóttir píanóleikari. Á tónleikunum verður flutt blönduð dagskrá með þekktum íslenskum sönglögum og óperuaríum. Sigríður Ásta stundaði nám við Tónlistarskóla Borgarfjarðar til margra ára en stundar nú nám við

Grunnskólinn í Borgarnesi – ný rennihurð

adminFréttir

Í júlímánuði í sumar var lokið við að setja sjálfvirka rennihurð í Grunnskólann í Borgarnesi. Nýja rennihurðin er í innganginum þar sem krakkar á miðstigi skólans ganga um og bætir aðgengi að húsinu til muna. Hurðin var keypt frá Gluggasmiðjunni í Reykjavík og sá fyrirtækið jafnframt um uppsetningu hennar.

Hundur í óskilum

adminFréttir

Svartur og hvítur Border Collie hundur hefur verið í vörslu gæludýraeftirlits Borgarbyggðar frá því í síðustu viku. Hann var handsamaður fyrir utan Hótel Borgarnes. Hann er ómerktur, hvorki með ól né örmerki.   Telji sig einhver eiga þennan hund er sá vinsamlegast beðinn að hafa samband við skrifstofu Borgarbyggðar í síma 433-7100 og eftir lokun skiptiborðs í síma 868-0907.

Fjallskilaseðlar 2013

adminFréttir

Fjallskilaseðlar frá afrétta- og fjallskilanefndum verða eins og í fyrra aðgengilegir á heimasíðunni. Þeir verða settir inn eftir því sem þeir berast. Til að nálgast seðlana er farið inn á starfsemi undir bláu valstikunni á forsíðu heimasíðunnar. Þar til hliðar er farið í landbúnaður og síðan fjallskilasjóðir. Á þeirri síðu er síðan farið inn á fjallskilaseðlar 2013. Þá má einnig nálgast hér.

Sveitarstjórnir funda á Arnarvatnsheiði

adminFréttir

Sveitarstjórnir Borgarbyggðar og Húnaþings vestra komu saman til fundar í skálanum í Álftárkróki á Arnvatnsheiði nýverið. Einnig sat Snorri Jóhannesson frá Sjálfseignarstofnunni um Arnarvatnsheiði fundinn. Á fundinum voru rædd ýmis sameiginleg hagsmunamál sem snúa að Arnarvatnsheiði. Má þar nefna samgöngur, skipulagsmál, veiði og ferðaþjónustu, landbúnaðarmál og þjóðlendumál. Fundurinn var afar gagnlegur og voru aðilar sammála um að skipa hóp sem hittist reglulega og fer yfir þessi sameiginlegu málefni. Myndina tók

Starfsfólk íþróttamiðstöðvar í námsferð

adminFréttir

Starfsfólk íþróttamiðstöðvarinnar í Borgarnesi hefur fengið styrk úr mannauðssjóði Kjalar til að fara í náms- og kynningarferð. Farið verður til í fjögurra daga ferð til Berlínar og lagt af stað fimmtudaginn 29. ágúst. Þar munu þau skoða sundlaugar, fjölnota íþróttahús og ólympíuleikvang. Veglegur styrkur fékkst úr sjóðnum til ferðarinnar en Kjölur er stéttarfélag starfsmanna íþróttamiðstöðvarinnar. Íþróttahúsið verður opið eins og venjulega.

Afsteypa af Hafmeyjunni í Skallagrímsgarði

adminFréttir

Fimmtudaginn 15. ágúst var 100. fundur sveitarstjórnar Borgarbyggðar haldinn í Reykholti. Þar lagði Björn Bjarki Þorsteinsson fram eftirfarandi tillögu: Í tilefni af 100. fundi sveitarstjórnar Borgarbyggðar sem haldinn er í Reykholti 15. ágúst 2013 er lagt til að sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykki að láta gera afsteypu af listaverki eftir Guðmund Einarsson frá Miðdal. Afsteypan yrði síðan sett upp í Skallagrímsgarði næsta vor eða sumar. Listaverkið sem er af Hafmeyju og sjá

Það er leikur að læra….

adminFréttir

Grunnskóli Borgarfjarðar verður settur fimmtudaginn 22. ágúst næstkomandi. Á Varmalandi er skólasetning kl. 10.00, á Hvanneyri kl. 12.00 og skólinn á Kleppjaárnsreykjum verður settur kl. 14.00. Kennsla hefst samkvæmt stundarskrá föstudaginn 23. ágúst. Skóladagatal Grunnskóla Borgarfjarðar.   Skólasetning Grunnskólans í Borgarnesi verður í íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi mánudaginn 26. ágúst kl. 13.00. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 27. ágúst. Skóladagatal Grunnskólans í Borgarnesi.   Haustönn Menntaskólans hefst 20. ágúst Þá eiga

Tónlistarskólinn getur bætt við nemendum

adminFréttir

Nú í vikunni hefst vetrarstarf Tónlistarskóla Borgarfjarðar. Kennarar hitta nemendur og raða niður á tíma fimmutdaginn 22. ágúst og föstudaginn 23. ágúst næstkomandi og kennsla hefst mánudaginn 26. ágúst. Enn er hægt er að bæta við nokkrum nemendum í gítar og á blásturshljóðfæri. Einnig er velkomið að sækja um á önnur hljóðfæri. Áhugasamir hafi samband við skólastjóra í síma 437 2330 eða sendi tölvupóst á tskb@simnet.is . Upplýsingar um skólann