Brákarhátíð um helgina

adminFréttir

Brákarhátíð verður haldin í fimmta sinn í Borgarnesi laugardaginn 29. júní næstkomandi. Götugrill með tilheyrandi húllumhæi verður á föstudagskvöldið í Borgarnesi, á Hvanneyri og að sjálfsögðu um allar sveitir. Dagskrá hátíðarinnar er að venju glæsileg og allir ættu að geta fundið eitthvað sér til skemmtunar. Dagskrána má sjá á vef hátíðarinnar www.brakarhatid.is

Rúlluplastsöfnun hefur tafist

adminFréttir

Af óviðráðanlegum orsökum tókst ekki að ljúka rúlluplastsöfnun á vegum Borgarbyggðar á auglýstum tíma (10. – 21. júní). Þeir landeigendur sem pantað hafa þessa þjónustu eru beðnir velvirðingar á þeirri töf sem orðið hefur. Plastið mun verða sótt á þá bæi sem eftir eru, næstkomandi laugardag, þann 29. júní.

Andabær fær Grænfánann

adminFréttir

Nýverið fékk Leikskólinn Andabær á Hvanneyri afhentan Grænfánann í fimmta sinn. Grænfáninn er alþjóðlegt verkefni á vegum Landverndar og til þess gert að auka umhverfismennt og styrkja umhverfisstefnu í skólum. Til að fá nýjan fána þarf viðkomandi skóli að sýna fram á gott starf í þágu umhverfisins og setja sér ný markmið á tveggja ára fresti. Í dag er Andabær komin með 20 markmið og þau þrjú markmið sem skólinn

Laus störf á Hnoðrabóli

adminFréttir

Lausar eru til umsóknar stöður leiðbeinenda við leikskólann Hnoðraból í Reykholtsdal. Ráðið verður í stöðurnar tímabundið og er ráðningatímarbilið frá 8. ágúst 2013 til sumarlokunar 2014. Um er að ræða 100% og 40% stöðu.  

Félagsþjónustan auglýsir

adminFréttir

Félagsþjónustan í Borgarbyggð auglýsir eftir góðum heimilum í sveit sem eru reiðubúin til að taka börn til sumardvalar í lengri eða skemmri tíma. Áhugasamir hafi samband við Sigurð Ragnarsson eða Ingu Vildísi Bjarnadóttur í síma 433 7100

Ráðið í stöðu skipulags- og byggingarfulltrúa Borgarbyggðar

adminFréttir

Ákveðið hefur verið að ráða Lulu Munk Andersen, byggingarfræðing í starf skipulags- og byggingarfulltrúa Borgarbyggðar. Lulu hefur starfað sem byggingarfulltrúi í Fjarðarbyggð frá árinu 2008 og var áður aðstoðarmaður skipulags- og byggingarfulltrúa frá árinu 2006. Lulu er dönsk, fædd árið 1966, gift Gunnari Birni Gunnarssyni og eiga þau 8 börn saman. Borgarbyggð býður Lulu velkomna til starfa fyrir sveitarfélagið.

Útboð

adminFréttir

Borgarbyggð óskar eftir tilboðum í tæmingu rotþróa í Borgarbyggð 2013 – 2017. Verkið felst í hreinsun rotþróa við lögbýli og aðra staði í sveitarfélaginu og flutning á seyru til förgunar. Heildarfjöldi rotþróa sem hreinsa skal á samningstíma er um 1.600 stk. Verktaki skal einnig staðsetja allar rotþrær með GPS. Útboðsgögn verða til afhendingar í Ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, 310 Borgarnesi og hjá EFLU verkfræðistofu, Höfðabakka 9, 110 Reykjavík frá og

Íbúafundur um þjóðlendumál

adminFréttir

Borgarbyggð boðar til íbúafundar um þjóðlendumál í félagsheimilinu Brún mánudagskvöldið 24. Júní n.k. Fundurinn hefst kl.20.30. Á fundinum verður farið yfir þá vinnu sem unnin hefur verið á vegum Búnaðarsamtaka Vesturlands og Borgarbyggðar vegna væntanlegra krafna ríkisins um þjóðlendur í Borgarbyggð og hvernig rétt sé að halda á málum þegar kröfur ríkisins koma fram.   Allir velkomnir

17. júní

adminFréttir

Hátíðarhöld í tilefni þjóðhátíðardagsins verða með hefðbundnum hætti víðsvegar um sveitarfélagið: Brautartunga í Lundarreykjadal Ungmennafélagið Dagrenning sér um dagskrá sem hefst kl.14.00.   Logaland í Reykholtsdal Ungmennafélag Reykdæla stendur fyrir hátíðahöldum í Reykholtsdal með hefðbundnum hætti. Riðið til messu í Reykholti árdegis. Hangikjötsveisla og skemmtidagskrá í Logalandi kl. 13.00. Karamelluflugvélin ógurlega mun gera árás á hátíðargesti.   Hvanneyri Ungmennafélagið Íslendingur verður með skemmtidagskrá og þjóðhátíðargrill. Lagt verður af stað frá