Einþáttungahátið í Logalandi

adminFréttir

Í tengslum við aðalfund Bandalag íslenskra leikfélaga um næstu helgi verður haldin einþáttungahátíð í félagsheimilinu Logalandi, föstudaginn 3. maí kl. 20.30. Þar munu fjögur leikfélög sýna fimm einþáttunga, ýmist frumsamda eða eftir erlenda höfunda. Leikfélögin sem sýna eru Hugleikur, Leikfélag Kópavogs, Leikfélag Mosfellssveitar og Leikfélag Ölfuss. Að sýningum loknum mun Kjartan Ragnarsson, leikstjóri og leikskáld, fjalla um sýningarnar. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.   Verkin

Óskað er eftir stuðningsfulltrúa á starfsbraut MB

adminFréttir

Menntaskóli Borgarfjarðar óskar eftir að ráða stuðningsfulltrúa í 70% starf á starfsbraut skólaárið 2013 til 2014. Starfið felst í að aðstoða nemanda með fötlun við nám og athafnir daglegs lífs. Viðkomandi þarf að vera karlkyns og geta hafið störf 20. ágúst nk. Hæfniskröfur: Hæfni í mannlegum samskiptum, jákvæðni og sveigjanleiki. Nánari upplýsingar gefur Kolfinna Jóhannesdóttir skólameistari, kolfinna@menntaborg.is eða í síma 433 7701. Umsóknarfrestur er til 31. maí og skal senda

Fjórar valkyrjur keppa í ræðukeppni í Borgarnesi

adminFréttir

Fréttatilkynning: Það verður fjöldi blómarósa og nokkrir herramenn, sem munu setja svip sinn á Borgarnes, helgina 3. til 5. maí, því að þá halda POWERtalk félagar þar sitt árlega landsþing á Hótel Borgarnesi. POWERtalk eru alþjóðleg þjálfunarsamtök sem þjálfa fólk í að koma fram og koma fyrir sig orði og þar er hægt að hefja markvissa þjálfun í ræðumennsku, framkomu og fundarstjórn svo fátt eitt sé nefnt.

Ný vatnsveita vígð í Reykholtsdal

adminFréttir

Ný vatnsveita í Reykholtsdal var vígð s.l. miðvikudag. Vatnsból veitunnar er í landi Steindórsstaða og er vatnið leitt þaðan í Reykholt og Kleppjárnsreyki. Vatnsbólið gefur 9 sekl í dag og með minniháttar breytingum getur vatnsbólið gefið meira af sér ef vöxtur verður í byggð eða atvinnustarfsemi á svæðinu. Kostnaður við gerð veitunnar var um 70 milljónir. Orkuveita Reykjavíkur er eigandi veitunnar, en fyrirtækið tók yfir reksturinn árið 2006. Það er

Afkoma Borgarbyggðar jákvæð á árinu 2012 – sveitarfélagið greiðir niður skuldir

adminFréttir

Rekstur Borgarbyggðar gekk mun betur á árinu 2012 en gert hafði verið ráð fyrir, sem skýrist m.a. af því að skatttekjur voru meiri en áætlað var og fjármagnskostnaður reyndist nokkru minni en áætlun gerði ráð fyrir vegna endurútreiknings á vöxtum á láni í kjölfar dóms Hæstaréttar í máli Borgarbyggðar gegn Arionbakna. Þetta kemur fram í ársreikningi Borgarbyggðar fyrir árið 2012 sem lagður var fram til fyrri umræðu á fundi sveitarstjórnar

Gleðilegt sumar

adminFréttir

Sveitarstjórn og starfsfólk Borgarbyggðar senda íbúum Borgarbyggðar og landsmönnum öllum bestu sumarkveðjur!

Borgfirskt landslag og málverk Tolla í Safnahúsi

adminFréttir

Tolli og Bubbi í Safnahúsi Þorlákur Morthens, betur þekktur sem Tolli, sýnir málverk og teikningar í Safnahúsi sumarið 2013 og verður sýning hans opnuð á sumardaginn fyrsta kl. 13.00. Þar segir Tolli stuttlega frá verkum sínum og Bubbi Morthens flytur nokkur lög. Tolli verður síðan viðstaddur á sýningunni til kl. 16.00. Sýningin stendur 25. apríl til 5. ágúst 2013. Þess má geta að báðar fastasýningar Safnahúss verða opnar þennan dag,

Vatnaskil í Reykholtsdal

adminFréttir

Í dag, síðasta vetrardag, verður ný vatnsveita tekin í notkun í Reykholtsdal. Veitan er orðin langþráð þar sem þurrkarnir síðustu sumur hafa valdið vatnsskorti í dalnum. Skrúfað verður frá brunahana við slökkvistöðina í Reykholti klukkan 16 á morgun, miðvikudag, að viðstöddum Páli S. Brynjarssyni sveitarstjóra Borgarbyggðar og Bjarna Bjarnasyni forstjóra Orkuveitunnar. Vatnsveitan eflir líka brunavarnir í Reykholti, þar sem varaeintakasafn Þjóðarbókhlöðunnar er að finna. Eftir mikla leit að fullnægjandi vatnsbóli

Fréttatilkynning frá Slökkviliði Borgarbyggðar og Brunavörnum Suðurnesja

adminFréttir

Fimmtudaginn 18. apríl s.l. voru undirritaðir í Ráðhúsi Borgarbyggðar í Borgarnesi tveir samningar, annarsvegar um aukið samstarf og gagnkvæma aðstoð við slökkvistarf og mengunaróhöpp, hinsvegar yfirlýsing um samstarf slökkviliðanna vegna þjálfunar slökkviliðsmanna. Samningana undirrituðu þeir Jón Guðlaugsson slökkviliðsstjóri Brunavarna Suðurnesja fyrir þeirra hönd og Páll S. Brynjarsson sveitarstjóri Borgarbyggðar fyrir hönd slökkviliðs Borgarbyggðar. Stutt er síðan þeir félagar Bjarni K. Þorsteinsson slökkviliðsstjóri Slökkviliðs Borgarbyggðar og Jón Guðlaugsson slökkviliðsstjóri Brunavarna Suðurnesja